Fótbolti

Sjáðu myndirnar af fyrstu æfingu strákanna í Rússlandi

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardink skrifar
Gylfi heilsar fólkinu í stúkunni.
Gylfi heilsar fólkinu í stúkunni. vísir/vilhelm
Það var bongóblíða í Kabardink er strákarnir okkar æfðu í fyrsta sinn í Rússlandi í dag og það fyrir framan fulla stúku af Rússum.

Æfingin í dag var óhefðbundin enda opin fyrir almenning sem fjölmennti til þess að sjá okkar menn. Margir þeirra gengu út með bros á vör eftir að hafa fengið eiginhandaráritanir frá íslensku HM-stjörnunum.

Það var verulega skemmtileg stemning á svæðinu. Mörkum fagnað, fólk að fá sér ís og augljóst að heimamenn kunnu vel að meta þetta framtak hjá KSÍ.

Myndirnar sem Vilhelm Gunnarsson tók í dag má sjá hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×