Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2018 14:00 Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. vísir/vilhelm Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt reglulega fundi frá áramótum til að ræða endurskoðun stjórnarskrárinnar og í dag verður tekinn fyrirfram ákveðinn langur vinnufundur á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formennina hafa náð saman um að áfangaskipta vinnu við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem tiltekin hluti hennar sé undir á yfirstandandi kjörtímabili. „Meðal þess sem við ætlum að ræða í dag eru auðlindaákvæði og umhverfisákvæði svo eitthvað sé nefnt. Við ákváðum að gefa okkur tíma og funda á Þingvöllum til að sækja innblástur,“ segir Katrín sem reiknar með að fundurinn standi fram að kvöldmat. Lengi hefur verið reynt að ná samstöðu milli stjórnmálaflokka um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, bæði fyrir og eftir stofnun stjórnlagaráðs sem skilaði frumvarpi að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra hefur áður sagt að það væri til mikils að vinna að ljúka þessari vinnu.Ertu bjartsýn eftir þessa fundi frá áramótum að flokkarnir nái lending saman? „Það er kannski ekki tímabært að segja til um það. En þetta hafa verið góðir fundir finnst mér. Mér finnst allir sitja við þetta borð af heilindum og með það að markmiði að reyna að ná saman. Þannig að ég er að minnsta kosti bara bjartsýn á fundinn í dag. Þetta eru hins vegar mál sem við höfum ekki náð saman um hingað til og hafa verið lengi í umræðu. En eins og ég segi mér finnst það að minnsta kosti skylda okkar allra að láta nú á það reyna hvort þetta geti ekki skilað jákvæðum og góðum breytingum á stjórnarskránni,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt reglulega fundi frá áramótum til að ræða endurskoðun stjórnarskrárinnar og í dag verður tekinn fyrirfram ákveðinn langur vinnufundur á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formennina hafa náð saman um að áfangaskipta vinnu við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem tiltekin hluti hennar sé undir á yfirstandandi kjörtímabili. „Meðal þess sem við ætlum að ræða í dag eru auðlindaákvæði og umhverfisákvæði svo eitthvað sé nefnt. Við ákváðum að gefa okkur tíma og funda á Þingvöllum til að sækja innblástur,“ segir Katrín sem reiknar með að fundurinn standi fram að kvöldmat. Lengi hefur verið reynt að ná samstöðu milli stjórnmálaflokka um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, bæði fyrir og eftir stofnun stjórnlagaráðs sem skilaði frumvarpi að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra hefur áður sagt að það væri til mikils að vinna að ljúka þessari vinnu.Ertu bjartsýn eftir þessa fundi frá áramótum að flokkarnir nái lending saman? „Það er kannski ekki tímabært að segja til um það. En þetta hafa verið góðir fundir finnst mér. Mér finnst allir sitja við þetta borð af heilindum og með það að markmiði að reyna að ná saman. Þannig að ég er að minnsta kosti bara bjartsýn á fundinn í dag. Þetta eru hins vegar mál sem við höfum ekki náð saman um hingað til og hafa verið lengi í umræðu. En eins og ég segi mér finnst það að minnsta kosti skylda okkar allra að láta nú á það reyna hvort þetta geti ekki skilað jákvæðum og góðum breytingum á stjórnarskránni,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira