Segir frávísun málsins ekki góða fyrir neinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 12:46 Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns Pírata, og VR, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra árið 2016. Stefndi, íslenska ríkið, krafðist þess að málinu yrði vísað frá og vísaði til þess að hvorki verkalýðsfélag né þingmaður gæti kært ólöglegar aðgerðir stjórnvalds. Mbl greindi fyrst frá frávísuninni. Jón Þór segir í samtali við Vísi að með úrskurðinum sé ljóst að allt vald í landinu, framkvæmdar-, löggjafar- og dómsvald, sé á sama máli. „Það er að ákvörðun kjararáðs um þessa miklu launahækkun ráðamanna, langt umfram almenna launaþróun, eigi að standa.“Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Þá hafi frávísun málsins einnig ýmislegt að segja um réttarfar í landinu og helst að því leyti að þingmaður, sem heyrir undir löggjafarvaldið, og verkalýðsfélag, sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, séu ekki álitnir málsaðilar. „Varðandi réttarfar í landinu þá á dómsvaldið að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Nú segir dómsvaldið: „Þið eruð bara með lögfræðispurningu, þið eruð ekki aðilar máls, þið hafið ekki hagsmuna að gæta. Þar af leiðandi ætlum við ekki að taka efnislega afstöðu til þess hvort kjararáð hafi verið að brjóta lög“,“ segir Jón Þór. „Og þá er eftirlitshlutverk dómsvaldsins með framkvæmdavaldinu svolítið gelt. Það þarf að laga en þangað til styrkir þetta verulega það ákall að þingið virki eftirlitshlutverk sitt.“ Jón Þór segir niðurstöðuna enn fremur fordæmisgefandi fyrir þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi, og hefjast á næstu misserum. „Þetta er ekki gott fyrir neitt okkar.“ Aðspurður segist Jón Þór hafa búist við því að héraðsdómur kæmist að þessari niðurstöðu. Þá hyggjast Jón Þór og forsvarsmenn VR funda um úrskurðurinn á mánudag og meta stöðuna að fundi loknum. Alþingi Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns Pírata, og VR, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra árið 2016. Stefndi, íslenska ríkið, krafðist þess að málinu yrði vísað frá og vísaði til þess að hvorki verkalýðsfélag né þingmaður gæti kært ólöglegar aðgerðir stjórnvalds. Mbl greindi fyrst frá frávísuninni. Jón Þór segir í samtali við Vísi að með úrskurðinum sé ljóst að allt vald í landinu, framkvæmdar-, löggjafar- og dómsvald, sé á sama máli. „Það er að ákvörðun kjararáðs um þessa miklu launahækkun ráðamanna, langt umfram almenna launaþróun, eigi að standa.“Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Þá hafi frávísun málsins einnig ýmislegt að segja um réttarfar í landinu og helst að því leyti að þingmaður, sem heyrir undir löggjafarvaldið, og verkalýðsfélag, sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, séu ekki álitnir málsaðilar. „Varðandi réttarfar í landinu þá á dómsvaldið að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Nú segir dómsvaldið: „Þið eruð bara með lögfræðispurningu, þið eruð ekki aðilar máls, þið hafið ekki hagsmuna að gæta. Þar af leiðandi ætlum við ekki að taka efnislega afstöðu til þess hvort kjararáð hafi verið að brjóta lög“,“ segir Jón Þór. „Og þá er eftirlitshlutverk dómsvaldsins með framkvæmdavaldinu svolítið gelt. Það þarf að laga en þangað til styrkir þetta verulega það ákall að þingið virki eftirlitshlutverk sitt.“ Jón Þór segir niðurstöðuna enn fremur fordæmisgefandi fyrir þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi, og hefjast á næstu misserum. „Þetta er ekki gott fyrir neitt okkar.“ Aðspurður segist Jón Þór hafa búist við því að héraðsdómur kæmist að þessari niðurstöðu. Þá hyggjast Jón Þór og forsvarsmenn VR funda um úrskurðurinn á mánudag og meta stöðuna að fundi loknum.
Alþingi Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12