Segir frávísun málsins ekki góða fyrir neinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 12:46 Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns Pírata, og VR, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra árið 2016. Stefndi, íslenska ríkið, krafðist þess að málinu yrði vísað frá og vísaði til þess að hvorki verkalýðsfélag né þingmaður gæti kært ólöglegar aðgerðir stjórnvalds. Mbl greindi fyrst frá frávísuninni. Jón Þór segir í samtali við Vísi að með úrskurðinum sé ljóst að allt vald í landinu, framkvæmdar-, löggjafar- og dómsvald, sé á sama máli. „Það er að ákvörðun kjararáðs um þessa miklu launahækkun ráðamanna, langt umfram almenna launaþróun, eigi að standa.“Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Þá hafi frávísun málsins einnig ýmislegt að segja um réttarfar í landinu og helst að því leyti að þingmaður, sem heyrir undir löggjafarvaldið, og verkalýðsfélag, sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, séu ekki álitnir málsaðilar. „Varðandi réttarfar í landinu þá á dómsvaldið að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Nú segir dómsvaldið: „Þið eruð bara með lögfræðispurningu, þið eruð ekki aðilar máls, þið hafið ekki hagsmuna að gæta. Þar af leiðandi ætlum við ekki að taka efnislega afstöðu til þess hvort kjararáð hafi verið að brjóta lög“,“ segir Jón Þór. „Og þá er eftirlitshlutverk dómsvaldsins með framkvæmdavaldinu svolítið gelt. Það þarf að laga en þangað til styrkir þetta verulega það ákall að þingið virki eftirlitshlutverk sitt.“ Jón Þór segir niðurstöðuna enn fremur fordæmisgefandi fyrir þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi, og hefjast á næstu misserum. „Þetta er ekki gott fyrir neitt okkar.“ Aðspurður segist Jón Þór hafa búist við því að héraðsdómur kæmist að þessari niðurstöðu. Þá hyggjast Jón Þór og forsvarsmenn VR funda um úrskurðurinn á mánudag og meta stöðuna að fundi loknum. Alþingi Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns Pírata, og VR, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra árið 2016. Stefndi, íslenska ríkið, krafðist þess að málinu yrði vísað frá og vísaði til þess að hvorki verkalýðsfélag né þingmaður gæti kært ólöglegar aðgerðir stjórnvalds. Mbl greindi fyrst frá frávísuninni. Jón Þór segir í samtali við Vísi að með úrskurðinum sé ljóst að allt vald í landinu, framkvæmdar-, löggjafar- og dómsvald, sé á sama máli. „Það er að ákvörðun kjararáðs um þessa miklu launahækkun ráðamanna, langt umfram almenna launaþróun, eigi að standa.“Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Þá hafi frávísun málsins einnig ýmislegt að segja um réttarfar í landinu og helst að því leyti að þingmaður, sem heyrir undir löggjafarvaldið, og verkalýðsfélag, sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, séu ekki álitnir málsaðilar. „Varðandi réttarfar í landinu þá á dómsvaldið að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Nú segir dómsvaldið: „Þið eruð bara með lögfræðispurningu, þið eruð ekki aðilar máls, þið hafið ekki hagsmuna að gæta. Þar af leiðandi ætlum við ekki að taka efnislega afstöðu til þess hvort kjararáð hafi verið að brjóta lög“,“ segir Jón Þór. „Og þá er eftirlitshlutverk dómsvaldsins með framkvæmdavaldinu svolítið gelt. Það þarf að laga en þangað til styrkir þetta verulega það ákall að þingið virki eftirlitshlutverk sitt.“ Jón Þór segir niðurstöðuna enn fremur fordæmisgefandi fyrir þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi, og hefjast á næstu misserum. „Þetta er ekki gott fyrir neitt okkar.“ Aðspurður segist Jón Þór hafa búist við því að héraðsdómur kæmist að þessari niðurstöðu. Þá hyggjast Jón Þór og forsvarsmenn VR funda um úrskurðurinn á mánudag og meta stöðuna að fundi loknum.
Alþingi Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12