„Þægileg“ leið enska landsliðsins í úrslitaleik HM að verða enn „þægilegri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 11:30 James Rodriguez gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Vísir/Getty Enskt fótboltaáhugafólk sér nú úrslitaleik HM í hillingum eftir góða byrjun enska landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og „þægilega“ leið liðsins inn í úrslitaleikinn. Enska landsliðið tapaði lokaleik sínum í riðlinum en það þýddi hinsvegar að liðið sleppur við Brasilíu og Frakkland á mögulegri leið sinni í úrslitaleik HM en „erfiðasti“ mótherjinn verður þess í stað ósannfærandi spænskt landslið á niðurleið. Leiðin gæti orðið enn þægilegri fari svo að Kólumbíumenn verði án síns besta leikmanns í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. BBC segir frá. Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er allavega allt annað en bjartsýnn að súperstjarnan James Rodriguez geti spilað á móti Englendingum á þriðjudaginn kemur.Colombia may have suffered a significant injury blow ahead of their last-16 game against England. Morehttps://t.co/7I2B17C59C#bbcworldcuppic.twitter.com/g3xYX3I9eh — BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2018 James Rodriguez fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í lokaleik Kólumbíu í riðlinum en Kólumbíumönnum tókst engu að síður að vinna Senegal 1-0 og tryggja sér sæti í útsláttarkeppni mósins. „Þetta er ekki þægileg staða fyrir okkur. Eins og er þá veit ég ekkert um ástandið á honum,“ sagði Jose Pekerman. Það góða er að leikur Kólumbíu og Englands er síðasti leikurinn í sextán liða úrslitunum þannig að James Rodriguez fær fimm daga til að ná sér. „Hann æfði eðlilega fram að leiknum og eyddi líka tíma eftir æfingarnar í að æfa aukaspyrnur og vítaspyrnur,“ sagði Jose Pekerman um meiðslin en James Rodriguez meiddist á kálfa rétt fyrir mót og byrjaði þess vegna ekki fyrsta leik liðsins. Hann var hinsvegar kominn á flug og var frábær í 3-0 sigrinum á Póllandi. James Rodriguez er að glíma við kálfameiðsli en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einmitt á kálfa á HM og missti af þeim sögum að leiknum á móti Nígeríu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Enskt fótboltaáhugafólk sér nú úrslitaleik HM í hillingum eftir góða byrjun enska landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og „þægilega“ leið liðsins inn í úrslitaleikinn. Enska landsliðið tapaði lokaleik sínum í riðlinum en það þýddi hinsvegar að liðið sleppur við Brasilíu og Frakkland á mögulegri leið sinni í úrslitaleik HM en „erfiðasti“ mótherjinn verður þess í stað ósannfærandi spænskt landslið á niðurleið. Leiðin gæti orðið enn þægilegri fari svo að Kólumbíumenn verði án síns besta leikmanns í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. BBC segir frá. Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er allavega allt annað en bjartsýnn að súperstjarnan James Rodriguez geti spilað á móti Englendingum á þriðjudaginn kemur.Colombia may have suffered a significant injury blow ahead of their last-16 game against England. Morehttps://t.co/7I2B17C59C#bbcworldcuppic.twitter.com/g3xYX3I9eh — BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2018 James Rodriguez fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í lokaleik Kólumbíu í riðlinum en Kólumbíumönnum tókst engu að síður að vinna Senegal 1-0 og tryggja sér sæti í útsláttarkeppni mósins. „Þetta er ekki þægileg staða fyrir okkur. Eins og er þá veit ég ekkert um ástandið á honum,“ sagði Jose Pekerman. Það góða er að leikur Kólumbíu og Englands er síðasti leikurinn í sextán liða úrslitunum þannig að James Rodriguez fær fimm daga til að ná sér. „Hann æfði eðlilega fram að leiknum og eyddi líka tíma eftir æfingarnar í að æfa aukaspyrnur og vítaspyrnur,“ sagði Jose Pekerman um meiðslin en James Rodriguez meiddist á kálfa rétt fyrir mót og byrjaði þess vegna ekki fyrsta leik liðsins. Hann var hinsvegar kominn á flug og var frábær í 3-0 sigrinum á Póllandi. James Rodriguez er að glíma við kálfameiðsli en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einmitt á kálfa á HM og missti af þeim sögum að leiknum á móti Nígeríu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira