Marokkóar brjálaðir yfir dómgæslunni á HM | Forsetinn sendi FIFA bréf Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. júní 2018 10:00 Marokkóar telja að á sér hafi verið brotið vísir/getty Marokkóar eru allt annað en sáttir við dómgæsluna á HM í Rússlandi og telja gróflega hafa verið brotið á sér. Marokkó sat eftir í B-riðli þar sem Portúgal og Spánn fóru áfram en Marokkóar fengu aðeins eitt stig; töpuðu gegn Íran og Portúgal áður en þeir gerðu jafntefli við Spánverja. Fouzi Lekjaa, forseti knattspyrnusambands Marokkó, hefur sent formlega kvörtun inn á borð til FIFA og er hún birt í heild sinni á Twitter reikningi knattspyrnusambandsins eins og sjá má hér fyrir neðan. „Við viljum lýsa yfir reiði okkar vegna þess óréttlætis sem landsliðið okkar mátti þola í kjölfar alvarlegra dómaramistaka sem leiddu til þess að liðið féll úr leik of snemma, í fyrstu umferð Heimsmeistarakeppninnar," er meðal þess sem segir í bréfinu. Í bréfinu eru listuð upp helstu dómarnir sem Marokkóar eru ósáttir með en um er að ræða þrjú atvik í 1-0 tapi gegn Portúgal og fimm atvik í 2-2 jafnteflinu gegn Spánverjum. Cristiano Ronaldo gerði eina mark Portúgals með skalla eftir hornspyrnu en þar vildu Marokkóar meina að Portúgalar hefðu brotið af sér inn í vítateignum áður en Ronaldo skallaði boltann í netið. Marokkóar gerðu tilkall til vítaspyrnu tvisvar í leiknum og eru mjög ósáttir með að dómari leiksins hafi ekki nýtt sér myndbandatæknina. Í kjölfar tapsins gegn Portúgal var Marokkó úr leik fyrir lokaleikinn gegn Spáni. Meðal þess sem þeir kvarta yfir í þeim leik var jöfnunarmark Spánverja sem skorað var á lokaandartökum leiksins.رسالة رئيس الجامعة لرئيس الفيفا بخصوص الأخطاء التحكيمية التي تعرض لها المنتخب المغربي في كأس العالم pic.twitter.com/Gxxp2Hp57D— FRMF (@FRMFOFFICIEL) June 28, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir FIFA neitar því að dómari hafi beðið um treyju Ronaldo Marokkó er úr leik á HM í fótbolta eftir 1-0 tap gegn Portúgal í gær þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Eftir leik sagði Nordin Amrabat dómara leiksins hafa beðið um treyju Ronaldo eftir leik. 21. júní 2018 16:00 Ótrúleg dramatík þegar Íranir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. 15. júní 2018 17:00 Spánn sigraði B-riðil eftir dramatískar lokamínútur Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. 25. júní 2018 20:00 Ronaldo refsaði Marokkó fyrir dýrkeyptan klaufaskap Portúgal er í vænlegri stöðu en Marokkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir eins marks sigur Portúgala í fyrsta leik dagsins. Mark Cristiano Ronaldo á fjórðu mínútu gerði út um leikinn. 20. júní 2018 14:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Sjá meira
Marokkóar eru allt annað en sáttir við dómgæsluna á HM í Rússlandi og telja gróflega hafa verið brotið á sér. Marokkó sat eftir í B-riðli þar sem Portúgal og Spánn fóru áfram en Marokkóar fengu aðeins eitt stig; töpuðu gegn Íran og Portúgal áður en þeir gerðu jafntefli við Spánverja. Fouzi Lekjaa, forseti knattspyrnusambands Marokkó, hefur sent formlega kvörtun inn á borð til FIFA og er hún birt í heild sinni á Twitter reikningi knattspyrnusambandsins eins og sjá má hér fyrir neðan. „Við viljum lýsa yfir reiði okkar vegna þess óréttlætis sem landsliðið okkar mátti þola í kjölfar alvarlegra dómaramistaka sem leiddu til þess að liðið féll úr leik of snemma, í fyrstu umferð Heimsmeistarakeppninnar," er meðal þess sem segir í bréfinu. Í bréfinu eru listuð upp helstu dómarnir sem Marokkóar eru ósáttir með en um er að ræða þrjú atvik í 1-0 tapi gegn Portúgal og fimm atvik í 2-2 jafnteflinu gegn Spánverjum. Cristiano Ronaldo gerði eina mark Portúgals með skalla eftir hornspyrnu en þar vildu Marokkóar meina að Portúgalar hefðu brotið af sér inn í vítateignum áður en Ronaldo skallaði boltann í netið. Marokkóar gerðu tilkall til vítaspyrnu tvisvar í leiknum og eru mjög ósáttir með að dómari leiksins hafi ekki nýtt sér myndbandatæknina. Í kjölfar tapsins gegn Portúgal var Marokkó úr leik fyrir lokaleikinn gegn Spáni. Meðal þess sem þeir kvarta yfir í þeim leik var jöfnunarmark Spánverja sem skorað var á lokaandartökum leiksins.رسالة رئيس الجامعة لرئيس الفيفا بخصوص الأخطاء التحكيمية التي تعرض لها المنتخب المغربي في كأس العالم pic.twitter.com/Gxxp2Hp57D— FRMF (@FRMFOFFICIEL) June 28, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir FIFA neitar því að dómari hafi beðið um treyju Ronaldo Marokkó er úr leik á HM í fótbolta eftir 1-0 tap gegn Portúgal í gær þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Eftir leik sagði Nordin Amrabat dómara leiksins hafa beðið um treyju Ronaldo eftir leik. 21. júní 2018 16:00 Ótrúleg dramatík þegar Íranir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. 15. júní 2018 17:00 Spánn sigraði B-riðil eftir dramatískar lokamínútur Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. 25. júní 2018 20:00 Ronaldo refsaði Marokkó fyrir dýrkeyptan klaufaskap Portúgal er í vænlegri stöðu en Marokkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir eins marks sigur Portúgala í fyrsta leik dagsins. Mark Cristiano Ronaldo á fjórðu mínútu gerði út um leikinn. 20. júní 2018 14:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Sjá meira
FIFA neitar því að dómari hafi beðið um treyju Ronaldo Marokkó er úr leik á HM í fótbolta eftir 1-0 tap gegn Portúgal í gær þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Eftir leik sagði Nordin Amrabat dómara leiksins hafa beðið um treyju Ronaldo eftir leik. 21. júní 2018 16:00
Ótrúleg dramatík þegar Íranir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. 15. júní 2018 17:00
Spánn sigraði B-riðil eftir dramatískar lokamínútur Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. 25. júní 2018 20:00
Ronaldo refsaði Marokkó fyrir dýrkeyptan klaufaskap Portúgal er í vænlegri stöðu en Marokkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir eins marks sigur Portúgala í fyrsta leik dagsins. Mark Cristiano Ronaldo á fjórðu mínútu gerði út um leikinn. 20. júní 2018 14:00