Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. júní 2018 06:00 Ármann Kr., bæjarstjóri Kópavogs, vill lækka laun sín og bæjarfulltrúa um 15 prósent. Laun hans hækkuðu um 32,7 prósent. fréttablaðið/anton brink „Þetta er í þá átt sem rætt var um í aðdraganda síðustu kosninga,“ segir Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, um tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra um að lækka laun bæjarstjóra og kjörinna fulltrúa bæjarins um 15 prósent. Tillagan kemur í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um launaskrið bæjarstjórans en launin hækkuðu um 612 þúsund krónur á mánuði milli áranna 2016 og 2017. Sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri er Ármann með tæpar 2,5 milljónir króna í laun á mánuði, nokkuð sem gagnrýnt hefur verið harðlega, meðal annars af Birki Jóni. Fyrir kosningar sendi Birkir frá sér yfirlýsingu um að laun bæjarstjórans hefðu keyrt fram úr öllu hófi og að hann myndi beita sér fyrir því að þau yrðu endurskoðuð og lækkuð á nýju kjörtímabili. Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs í Kópavogi.Svo fór að Birkir Jón myndaði sem oddviti Framsóknarflokksins meirihluta með Sjálfstæðisflokki Ármanns Kr. í bænum. Birkir Jón tiltók hins vegar aðeins kjör bæjarstjóra, ekki bæjarfulltrúa.En í ljósi þess að gagnrýnin sneri öll að launakjörum bæjarstjórans, er virkilega þörf á að lækka laun bæjarfulltrúa líka? „Það er eitthvað sem forsætisnefnd og allir kjörnir fulltrúar þurfa að skoða í framhaldinu. Ég hef sagt að það sé rétt að skoða þessa hluti í samhengi við önnur sveitarfélög og við erum rétt að hefja það samtal,“ segir Birkir Jón. Í tillögu bæjarstjórans, sem hann segir vera til að svara gagnrýni á launakjör bæjarstjórnenda, er gert ráð fyrir 15 prósenta lækkun launa en líkt og Fréttablaðið greindi frá hækkuðu laun hans um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Nái lækkunin fram að ganga þýðir það að mánaðarlaun Ármanns, sem bæjarstjóra og bæjarfulltrúa, lækka um 347 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlaun bæjarstjórans færu því úr tæpum 2,5 milljónum í rúmlega 2,1 milljón. Það gerir hann, eftir sem áður, að næstlaunahæsta bæjarstjóra landsins. Aðeins Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fær greidd hærri laun fyrir starfið. Algeng laun bæjarstjóra á Íslandi eru á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Þetta er í þá átt sem rætt var um í aðdraganda síðustu kosninga,“ segir Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, um tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra um að lækka laun bæjarstjóra og kjörinna fulltrúa bæjarins um 15 prósent. Tillagan kemur í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um launaskrið bæjarstjórans en launin hækkuðu um 612 þúsund krónur á mánuði milli áranna 2016 og 2017. Sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri er Ármann með tæpar 2,5 milljónir króna í laun á mánuði, nokkuð sem gagnrýnt hefur verið harðlega, meðal annars af Birki Jóni. Fyrir kosningar sendi Birkir frá sér yfirlýsingu um að laun bæjarstjórans hefðu keyrt fram úr öllu hófi og að hann myndi beita sér fyrir því að þau yrðu endurskoðuð og lækkuð á nýju kjörtímabili. Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs í Kópavogi.Svo fór að Birkir Jón myndaði sem oddviti Framsóknarflokksins meirihluta með Sjálfstæðisflokki Ármanns Kr. í bænum. Birkir Jón tiltók hins vegar aðeins kjör bæjarstjóra, ekki bæjarfulltrúa.En í ljósi þess að gagnrýnin sneri öll að launakjörum bæjarstjórans, er virkilega þörf á að lækka laun bæjarfulltrúa líka? „Það er eitthvað sem forsætisnefnd og allir kjörnir fulltrúar þurfa að skoða í framhaldinu. Ég hef sagt að það sé rétt að skoða þessa hluti í samhengi við önnur sveitarfélög og við erum rétt að hefja það samtal,“ segir Birkir Jón. Í tillögu bæjarstjórans, sem hann segir vera til að svara gagnrýni á launakjör bæjarstjórnenda, er gert ráð fyrir 15 prósenta lækkun launa en líkt og Fréttablaðið greindi frá hækkuðu laun hans um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Nái lækkunin fram að ganga þýðir það að mánaðarlaun Ármanns, sem bæjarstjóra og bæjarfulltrúa, lækka um 347 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlaun bæjarstjórans færu því úr tæpum 2,5 milljónum í rúmlega 2,1 milljón. Það gerir hann, eftir sem áður, að næstlaunahæsta bæjarstjóra landsins. Aðeins Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fær greidd hærri laun fyrir starfið. Algeng laun bæjarstjóra á Íslandi eru á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31