Óvíst hvort uppsögnin standist lög Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 29. júní 2018 06:00 Frestur hluthafa HB Granda til þess að taka afstöðu til yfirtökutilboðs Brims rennur út í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Óvíst er hvort stjórn HB Granda hafi verið heimilt að víkja Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra úr starfi og ráða í hans stað stjórnarformanninn Guðmund Kristjánsson, aðaleiganda Brims, stærsta hluthafa útgerðarinnar, meðan á yfirtökutilboði Brims stendur. Þetta er mat lögmanna er Fréttablaðið ræddi við. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er stjórn félags sem yfirtökutilboð tekur til óheimilt að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á tilboðið, þar á meðal ákvarðanir um samninga sem falla ekki undir venjulega starfsemi félagsins, nema að fengnu samþykki hluthafafundar. Reglan gildir þar til niðurstöður tilboðsins hafa verið gerðar opinberar. Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu, segir ráðningar- og uppsagnarsamninga við forstjóra dæmi um samninga sem séu á forræði stjórnar og því sé vandséð að þeir falli undir venjulega starfsemi félags samkvæmt samþykktum þess.Sjá einnig: Studdu ekki brottrekstur forstjórans „Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnar er að gera uppsagnar- og ráðningarsamning við forstjóra. Slíkir samningar fela í sér sérstök tilvik sem aðeins eru á færi stjórnar og því vandséð að þeir geti fallið undir venjubundna starfsemi fyrirtækis,“ segir Helga.Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins StrategíuHluthafar HB Granda hafa frest fram til klukkan fimm í dag til þess að taka afstöðu til tilboðs Brims, sem keypti í apríl 34 prósenta hlut í útgerðinni. Þegar hafa hluthafar sem eiga alls 90,5 prósenta hlut sagst ekki ætla að ganga að tilboðinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja það álitamál hvort ákvarðanir stjórnar HB Granda um að segja Vilhjálmi upp og ráða Guðmund, sem teknar voru á fundi hennar í síðustu viku, fari í bága við lög. Bent er á að allar ákvarðanir „sem geta haft áhrif á yfirtökutilboð“, líkt og það er orðað í lögum, séu óheimilar. Enginn greinarmunur sé gerður á því hvort ákvarðanirnar geti haft lítil eða mikil áhrif á tilboðið. Í tilboðsyfirliti Brims, sem var birt í byrjun mánaðarins, er sérstaklega tekið fram að félagið hafi ekki áform um að breyta starfsmannahaldi HB Granda.Sjá einnig: Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Fjármálaeftirlitið segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Rannveig Rist sagði sig sem kunnugt er úr stjórn HB Granda í fyrrakvöld vegna ósættis um uppsögn Vilhjálms. Hún og stjórnarmaðurinn Anna G. Sverrisdóttir lögðust gegn uppsögninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Helga Hlín nefnir að umræddu lagaákvæði sé ætlað að koma í veg fyrir að veigamiklar ákvarðanir séu teknar á vettvangi stjórnar á meðan óvissuástand varir. Fara þurfi „afar varlega“ í að taka óafturkræfar ákvarðanir á meðan yfirtökutilboðið er enn í gildi. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, hefur sagt sig úr stjórn HB Granda. 27. júní 2018 22:24 Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Óvíst er hvort stjórn HB Granda hafi verið heimilt að víkja Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra úr starfi og ráða í hans stað stjórnarformanninn Guðmund Kristjánsson, aðaleiganda Brims, stærsta hluthafa útgerðarinnar, meðan á yfirtökutilboði Brims stendur. Þetta er mat lögmanna er Fréttablaðið ræddi við. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er stjórn félags sem yfirtökutilboð tekur til óheimilt að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á tilboðið, þar á meðal ákvarðanir um samninga sem falla ekki undir venjulega starfsemi félagsins, nema að fengnu samþykki hluthafafundar. Reglan gildir þar til niðurstöður tilboðsins hafa verið gerðar opinberar. Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu, segir ráðningar- og uppsagnarsamninga við forstjóra dæmi um samninga sem séu á forræði stjórnar og því sé vandséð að þeir falli undir venjulega starfsemi félags samkvæmt samþykktum þess.Sjá einnig: Studdu ekki brottrekstur forstjórans „Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnar er að gera uppsagnar- og ráðningarsamning við forstjóra. Slíkir samningar fela í sér sérstök tilvik sem aðeins eru á færi stjórnar og því vandséð að þeir geti fallið undir venjubundna starfsemi fyrirtækis,“ segir Helga.Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins StrategíuHluthafar HB Granda hafa frest fram til klukkan fimm í dag til þess að taka afstöðu til tilboðs Brims, sem keypti í apríl 34 prósenta hlut í útgerðinni. Þegar hafa hluthafar sem eiga alls 90,5 prósenta hlut sagst ekki ætla að ganga að tilboðinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja það álitamál hvort ákvarðanir stjórnar HB Granda um að segja Vilhjálmi upp og ráða Guðmund, sem teknar voru á fundi hennar í síðustu viku, fari í bága við lög. Bent er á að allar ákvarðanir „sem geta haft áhrif á yfirtökutilboð“, líkt og það er orðað í lögum, séu óheimilar. Enginn greinarmunur sé gerður á því hvort ákvarðanirnar geti haft lítil eða mikil áhrif á tilboðið. Í tilboðsyfirliti Brims, sem var birt í byrjun mánaðarins, er sérstaklega tekið fram að félagið hafi ekki áform um að breyta starfsmannahaldi HB Granda.Sjá einnig: Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Fjármálaeftirlitið segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Rannveig Rist sagði sig sem kunnugt er úr stjórn HB Granda í fyrrakvöld vegna ósættis um uppsögn Vilhjálms. Hún og stjórnarmaðurinn Anna G. Sverrisdóttir lögðust gegn uppsögninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Helga Hlín nefnir að umræddu lagaákvæði sé ætlað að koma í veg fyrir að veigamiklar ákvarðanir séu teknar á vettvangi stjórnar á meðan óvissuástand varir. Fara þurfi „afar varlega“ í að taka óafturkræfar ákvarðanir á meðan yfirtökutilboðið er enn í gildi.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, hefur sagt sig úr stjórn HB Granda. 27. júní 2018 22:24 Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, hefur sagt sig úr stjórn HB Granda. 27. júní 2018 22:24
Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00
Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18