Er betra að tapa en að vinna í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2018 11:30 Thierry Henry, aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins, vakir yfir sínum leikmanni á æfingu liðsins. Vísir/Getty Landslið Englands og Belgíu spila í kvöld hreinan úrslitaleik um efsta sæti G-riðils á HM í fótbolta. Liðin eru bæði komin áfram en toppsætið í riðlinum er í boði. En er kannski bara verra að enda í fyrsta sæti riðilsins upp á framhaldið? BBC veltir þessu fyrir sér í frétt á heimasíðu sinni þar sem er farið nánar yfir það sem bíður liðanna tveggja í sextán liða úrslitunum. Liðin þurfa eins og áður sagði ekki að hafa neinar áhygjur af því að komast í sextán liða úrslitin en nú þarf að finna út hvort liðið fer á hægri vænginn og hvort liðið fer á vinstri væng í útsláttarkeppni HM 2018. BBC tekur fyrir þá staðreynd að leiðin gæti orðið talvert erfiðari í úrslitaleikinn í Moskvu fyrir það lið sem vinnur riðilinn sinn. Liðin sem vinnur riðilinn mætir liðinu í öðru sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður síðan sigurvegarinn úr leik Brasilíu og Mexíkó og í undanúrslitunum gæti mótherjinn orðið Frakkland, Argentína, Portúgal eða Úrúgvæ. Liðið sem tapar leiknum og lendir í öðru sæti í sínum riðli fær það hlutskipti að mæta liðinu í fyrsta sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður aftur á móti sigurvegarinn úr leik Svíþjóðar og Sviss og í undanúrslitunum gæti mótherji liðsins orðið Spánn, Króatía, Danmörk eða Rússland. Tölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið saman líkur enska landsliðsins að komast í undanúrslitin eftir því hvorum megin liðið lendir. Þar er mikill munur og samkvæmt því væri mun betra að enda í öðru sæti riðilsins. Vinni enska landsliðið riðilinn þá segir Gracenote að það séu 24 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 12 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Tapi enska landsliðið leiknum í kvöld og endi í öðru sæti þá segja útreikningar Gracenote að það séu 35 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 18 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Það er því ekki nema von að margir velti því fyrir sér hvort að það væri betra að tapa en vinna leikinn í Kaliningrad í kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Landslið Englands og Belgíu spila í kvöld hreinan úrslitaleik um efsta sæti G-riðils á HM í fótbolta. Liðin eru bæði komin áfram en toppsætið í riðlinum er í boði. En er kannski bara verra að enda í fyrsta sæti riðilsins upp á framhaldið? BBC veltir þessu fyrir sér í frétt á heimasíðu sinni þar sem er farið nánar yfir það sem bíður liðanna tveggja í sextán liða úrslitunum. Liðin þurfa eins og áður sagði ekki að hafa neinar áhygjur af því að komast í sextán liða úrslitin en nú þarf að finna út hvort liðið fer á hægri vænginn og hvort liðið fer á vinstri væng í útsláttarkeppni HM 2018. BBC tekur fyrir þá staðreynd að leiðin gæti orðið talvert erfiðari í úrslitaleikinn í Moskvu fyrir það lið sem vinnur riðilinn sinn. Liðin sem vinnur riðilinn mætir liðinu í öðru sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður síðan sigurvegarinn úr leik Brasilíu og Mexíkó og í undanúrslitunum gæti mótherjinn orðið Frakkland, Argentína, Portúgal eða Úrúgvæ. Liðið sem tapar leiknum og lendir í öðru sæti í sínum riðli fær það hlutskipti að mæta liðinu í fyrsta sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður aftur á móti sigurvegarinn úr leik Svíþjóðar og Sviss og í undanúrslitunum gæti mótherji liðsins orðið Spánn, Króatía, Danmörk eða Rússland. Tölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið saman líkur enska landsliðsins að komast í undanúrslitin eftir því hvorum megin liðið lendir. Þar er mikill munur og samkvæmt því væri mun betra að enda í öðru sæti riðilsins. Vinni enska landsliðið riðilinn þá segir Gracenote að það séu 24 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 12 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Tapi enska landsliðið leiknum í kvöld og endi í öðru sæti þá segja útreikningar Gracenote að það séu 35 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 18 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Það er því ekki nema von að margir velti því fyrir sér hvort að það væri betra að tapa en vinna leikinn í Kaliningrad í kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira