Ekki svo flókið Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. júní 2018 07:00 Það er ekki ofsögum sagt að íslensk fyrirtæki standi frammi fyrir breyttri heimsmynd. Alþjóðavæðing, breytt neytendahegðun og stórstígar tækniframfarir hafa leitt til harðvítugrar samkeppni og þurrkað út landamæri að nánast öllu leyti nema að nafninu til með þeim afleiðingum að heimurinn fer stöðugt minnkandi. Við þessu þurfa fyrirtæki, sér í lagi á örmarkaði eins og þeim íslenska, nauðsynlega að bregðast ætli þau sér ekki að verða undir í samkeppninni. Þau verða að leita allra leiða til þess að hagræða og spara. Fyrir mörg þeirra er það einfaldlega lífsspursmál. Það er því ekki nema von að ýmsir stórir samrunar standi fyrir dyrum, sér í lagi á smásölumarkaði, þar sem fyrirtæki reyna að mæta samkeppni að utan, hvort sem er frá verslunarrisum á borð við Costco og H&M eða netrisum eins og Amazon og ASOS. Samkeppnisyfirvöld þurfa, ekki síður en fyrirtæki, að taka mið af breyttri heimsmynd í stað þess að reiða sig áfram á úreltar markaðsskilgreiningar. Jafnframt verða þau að hraða rannsóknum sínum á samrunamálum. Það þýðir ekki að fyrirtæki bíði mánuðum, ef ekki árum, saman upp á von og óvon á meðan yfirvöld gera upp hug sinn. Fjórtán mánuðir eru frá því að Hagar og Olís skrifuðu undir kaupsamning og átta mánuðir síðan N1 og Festi gerðu slíkt hið sama. Engu að síður er enn óvíst hvenær niðurstöður liggja fyrir. Til samanburðar tók það bandarísk yfirvöld aðeins tvo mánuði að samþykkja kaup Amazon, stærstu netverslunar heims, á matvörurisanum Whole Foods. Samrunar upp á fáeina tugi milljarða króna á litla Íslandi geta vart verið flóknari en slík 1.500 milljarða króna risakaup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að íslensk fyrirtæki standi frammi fyrir breyttri heimsmynd. Alþjóðavæðing, breytt neytendahegðun og stórstígar tækniframfarir hafa leitt til harðvítugrar samkeppni og þurrkað út landamæri að nánast öllu leyti nema að nafninu til með þeim afleiðingum að heimurinn fer stöðugt minnkandi. Við þessu þurfa fyrirtæki, sér í lagi á örmarkaði eins og þeim íslenska, nauðsynlega að bregðast ætli þau sér ekki að verða undir í samkeppninni. Þau verða að leita allra leiða til þess að hagræða og spara. Fyrir mörg þeirra er það einfaldlega lífsspursmál. Það er því ekki nema von að ýmsir stórir samrunar standi fyrir dyrum, sér í lagi á smásölumarkaði, þar sem fyrirtæki reyna að mæta samkeppni að utan, hvort sem er frá verslunarrisum á borð við Costco og H&M eða netrisum eins og Amazon og ASOS. Samkeppnisyfirvöld þurfa, ekki síður en fyrirtæki, að taka mið af breyttri heimsmynd í stað þess að reiða sig áfram á úreltar markaðsskilgreiningar. Jafnframt verða þau að hraða rannsóknum sínum á samrunamálum. Það þýðir ekki að fyrirtæki bíði mánuðum, ef ekki árum, saman upp á von og óvon á meðan yfirvöld gera upp hug sinn. Fjórtán mánuðir eru frá því að Hagar og Olís skrifuðu undir kaupsamning og átta mánuðir síðan N1 og Festi gerðu slíkt hið sama. Engu að síður er enn óvíst hvenær niðurstöður liggja fyrir. Til samanburðar tók það bandarísk yfirvöld aðeins tvo mánuði að samþykkja kaup Amazon, stærstu netverslunar heims, á matvörurisanum Whole Foods. Samrunar upp á fáeina tugi milljarða króna á litla Íslandi geta vart verið flóknari en slík 1.500 milljarða króna risakaup.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar