Innlent

Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Kjartan Kjartansson skrifar
Héraðsdómur Austurlands.
Héraðsdómur Austurlands. Vísir/Pjetur
Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði tvo menn sem grunaðir eru um afbrot á Austurlandi og víðar í tveggja vikna gæsluvarðhald í dag. Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík í gær en áður höfðu þeir reynt að flýja lögreglu á ofsaferð.

Annar maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar en hinn ákvað að una niðurstöðunni, að því er segir í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi. Lögreglan segist hafa rökstuddan grun um að mennirnir hafi brotið af sér víðar á landinu síðustu daga.

Það var í hádeginu í gær sem íbúi á Fáskrúðsfirði kom að öðrum mannanna í íbúð sinni. Innbrotsþjófurinn kýldu íbúann í kviðinn og flúði í framhaldinu á bifreið á ofsaferð.

Á Breiðdalsvík setti lögregla upp stöðvunarpóst sem ökumaður bifreiðarinnar sinnti ekki og var henni ekið fram hjá lögreglubifreiðinni og út af veginum. Bifreiðin var þó á lítilli ferð þegar henni var ekið útaf svo ekki hlutust slys af.

Mennirnir tveir sem voru í bifreiðinni eru grunaðir um að taka þátt í skipulagðri brotastarfssemi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×