Cristiano Ronaldo og Leo Messi geta mæst í átta liða úrslitunum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2018 10:30 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi daginn eftir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal urðu sér úti um farseðilinn sinn í útsláttarkeppni HM 2018. Báðar þjóðir voru hársbreidd frá því að falla úr keppni og á lokamínútum hefði mark frá Íran og mark frá Íslandi geta séð til þess að enginn Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi yrðu meira með á HM. Portúgal slapp með skrekkinn á móti Íran og Argentína fékk góða hjálp frá Króötum sem skoruðu úr skyndisókn á móti íslensku strákunum. Þetta þýðir að Argentína mætir Frakklandi í sextán liða úrslitum á laugardaginn og Portúgal spilar við Úrúgvæ. Það er hinsvegar afar freistandi að horfa aðeins lengra. Vinni Argentínumenn og Portúgalar leiki sína í sextán liða úrslitum þá myndu Argentína og Portúgal mætast í átta liða úrslitunum. Sá leikur færi fram í Nizhny Novgorod föstudaginn 6. júlí og yrði fyrsti leikur átta liða úrslitanna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um hnossið besti knattspyrnumaður heims undanfarin áratug og þeir hafa mæst mörgum sinnum með félagsliðum sínumm, Barcelona og Real Madrid. Mætist þeir í átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi eftir níu daga þá yrði það í fyrsta sinn sem þeir mætast með landsliðum sínum á heimsmeistaramóti. Portúgalar komust ekki upp úr sínum riðli á HM 2014 og liðin gátu því aldrei mæst í þeirri keppni.If Argentina beat France and Portugal beat Uruguay Leo Messi and Cristiano Ronaldo will face each other in #WorldCup quarter-final. The internet will break if that happens. pic.twitter.com/cvBG9HFa7h — Football Memes (@FootballMemesCo) June 27, 2018 Þeir Ronaldo og Messi áttu möguleika á því að mætast í undanúrslitum á HM í Suður-Afríku 2010 en lið þeirra komust hvorg þangað. Spánn sló Portúgal út úr sextán liða úrslitunum og Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Báðir voru þeir Cristiano Ronaldo og Leo Messi með á HM í fyrsta sinn þegar keppnin var haldi í Þýskalandi 2006. Þá hefðu lið ekki geta mæst fyrr en í úrslitaleiknu. Portúgal tapaði á móti Frakklandi í undanúrslitunum en Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitum. Það er því ekkert skrýtið að suma sé farið að dreyma um þennan leik á milli Argentínu og Portúgal nú þegar þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru mögulega að keppa á sínu síðasta heimsmeistaramóti. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi daginn eftir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal urðu sér úti um farseðilinn sinn í útsláttarkeppni HM 2018. Báðar þjóðir voru hársbreidd frá því að falla úr keppni og á lokamínútum hefði mark frá Íran og mark frá Íslandi geta séð til þess að enginn Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi yrðu meira með á HM. Portúgal slapp með skrekkinn á móti Íran og Argentína fékk góða hjálp frá Króötum sem skoruðu úr skyndisókn á móti íslensku strákunum. Þetta þýðir að Argentína mætir Frakklandi í sextán liða úrslitum á laugardaginn og Portúgal spilar við Úrúgvæ. Það er hinsvegar afar freistandi að horfa aðeins lengra. Vinni Argentínumenn og Portúgalar leiki sína í sextán liða úrslitum þá myndu Argentína og Portúgal mætast í átta liða úrslitunum. Sá leikur færi fram í Nizhny Novgorod föstudaginn 6. júlí og yrði fyrsti leikur átta liða úrslitanna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um hnossið besti knattspyrnumaður heims undanfarin áratug og þeir hafa mæst mörgum sinnum með félagsliðum sínumm, Barcelona og Real Madrid. Mætist þeir í átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi eftir níu daga þá yrði það í fyrsta sinn sem þeir mætast með landsliðum sínum á heimsmeistaramóti. Portúgalar komust ekki upp úr sínum riðli á HM 2014 og liðin gátu því aldrei mæst í þeirri keppni.If Argentina beat France and Portugal beat Uruguay Leo Messi and Cristiano Ronaldo will face each other in #WorldCup quarter-final. The internet will break if that happens. pic.twitter.com/cvBG9HFa7h — Football Memes (@FootballMemesCo) June 27, 2018 Þeir Ronaldo og Messi áttu möguleika á því að mætast í undanúrslitum á HM í Suður-Afríku 2010 en lið þeirra komust hvorg þangað. Spánn sló Portúgal út úr sextán liða úrslitunum og Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Báðir voru þeir Cristiano Ronaldo og Leo Messi með á HM í fyrsta sinn þegar keppnin var haldi í Þýskalandi 2006. Þá hefðu lið ekki geta mæst fyrr en í úrslitaleiknu. Portúgal tapaði á móti Frakklandi í undanúrslitunum en Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitum. Það er því ekkert skrýtið að suma sé farið að dreyma um þennan leik á milli Argentínu og Portúgal nú þegar þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru mögulega að keppa á sínu síðasta heimsmeistaramóti.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira