Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur gert samning við Gerald Robinson þess efnis að hann leiki með liðinu í Dominos-deild karla á komandi leiktíð. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga.
Robinson þessi er 34 ára gamall með bandarískan og hollenskan ríkisborgararétt. Hann hefur áður leikið á Íslandi en hann lék með Haukum 2010-2011 og hálft tímabil með Hetti í 1.deildinni árið 2014.
Hann er 202 sentimetrar á hæð og spilar í stöðu kraftframherja auk þess að geta leikið sem miðherji. Hann lék síðast í Englandi en hefur einnig leikið í Frakklandi og Hollandi. Í sumar mun hann leika í Bólivíu en kemur svo til móts við Njarðvíkinga í haust þegar nær dregur Dominos-deildinni.
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Njarðvíkur frá síðustu leiktíð en liðið samdi á dögunum við tvo aðra erlenda leikmenn í þeim Mario Matasovic og Jeb Ivey. Þá eru Njarðvíkingar búnir að næla í Ólaf Helga Jónsson og Jón Arnór Sverrisson auk þess sem Einar Árni Jóhannsson tók við þjálfun liðsins á vordögum.
Njarðvíkingar safna Íslandsvinum fyrir næsta vetur

Tengdar fréttir

Tvöfaldur Íslandsmeistari í Njarðvík
Jeb Ivey hefur skrifað undir eins árs samning við Njarðvík en hann mun leika með liðinu í Dominos-deildinni á næstu leiktíð.

Króatískur miðherji til Njarðvíkur
Njarðvík hefur samið við 203 sentimetra miðherja frá Króatíu um að leika með liðinu í Dominos-deild karla á næstu leiktíð.

Nat-vélin spilar ekki áfram í Njarðvík næsta vetur
Ragnar Ágúst Nathanaelsson spilar ekki með Njarðvík í Domino´s deild karla næsta vetur. Njarðvíkingar tilkynntu í dag að samstarfi Njarðvíkur og miðherjans verði ekki áframhaldið á næstu leiktíð.

Ólafur Helgi til Njarðvíkur
Ólafur Helgi Jónsson er genginn til liðs við Njarðvík en körfuknattleiksdeild félagsins staðfesti það fyrr í dag en hann skrifaði undir þriggja ára samning.

Oddur og Vilhjálmur yfirgefa Njarðvík
Vilhjálmur Theodór Jónsson og Oddur Rúnar Kristjánsson munu ekki leika með Njarðvík í Domino's deild karla næsta vetur.