Haraldur gleymdist við útskriftarathöfn hjá HÍ Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Haraldur Sigþórsson átti ekki góðan útskriftardag. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Haraldur Sigþórsson verkfræðingur segist niðurlægður og hafa sárnað mjög að Háskóli Íslands gleymdi honum við útskrift úr kvikmyndafræði við skólann síðastliðinn laugardag. „Mannleg mistök,“ segir forseti Hugvísindasviðs. Haraldur er doktor í verkfræði. Líf hans breyttist töluvert eftir að hann þurfti að venja sig við að nota hjólastól. „Mig langaði að prufa eitthvað nýtt og þessi litla endurmenntun vatt upp á sig með því að ég kláraði kvikmyndafræði til BA-prófs. Langaði að auðga andann með því að viða að mér þekkingu í hugvísindum ofan á verkfræðina,“ segir Haraldur. „En útskriftin var algjört klúður,“ segir hann. „Þeir sem eru í hjólastól eða þurfa aðstoð fá aðstoð við að komast upp ramp og skella sér svo inn í röðina með hinum kandídötunum. Ég er þarna kominn upp á svið og svo er ég ekkert lesinn upp með hinum,“ segir Haraldur.Jón Atli Benediktsson háskólarektor bað Harald Sigþórsson afsökunar.Kristinn Ingvarsson„Ég sit þarna eins og ég hafi ekkert verið að útskrifast. Ég þurfti því eiginlega að grípa fram í þegar átti að fara að byrja á að útskrifa listfræðinemana,“ segir hann. „Svo var nafnið mitt lesið upp og mér bara rétt eitthvað annað en prófskírteini til að þetta liti betur út.“ Haraldur segir þetta hafa verið niðurlægjandi lífsreynslu. „Ég mæti yfirleitt ekki í svona. Í þessu tilfelli var ég hins vegar búinn að gera allar þær ráðstafanir sem ég gat, senda tvo tölvupósta á sviðið til að tryggja að allt yrði í lagi. Svo bara varð þetta ekkert í lagi. Mig langaði helst að fara strax í burtu og yfirgefa samkomuna en það var erfitt því ég átti pantaðan bíl klukkutíma seinna. Venjulega hefði ég komið mér út strax.“ Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs HÍ, segir þetta mannleg mistök. „Nafn hans gleymdist og við hörmum það. Starfsmaður sviðsins hafði samband við hann seinna um daginn og afhenti honum rétt prófskírteini og útskýrði fyrir honum mistökin,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Haraldur Sigþórsson verkfræðingur segist niðurlægður og hafa sárnað mjög að Háskóli Íslands gleymdi honum við útskrift úr kvikmyndafræði við skólann síðastliðinn laugardag. „Mannleg mistök,“ segir forseti Hugvísindasviðs. Haraldur er doktor í verkfræði. Líf hans breyttist töluvert eftir að hann þurfti að venja sig við að nota hjólastól. „Mig langaði að prufa eitthvað nýtt og þessi litla endurmenntun vatt upp á sig með því að ég kláraði kvikmyndafræði til BA-prófs. Langaði að auðga andann með því að viða að mér þekkingu í hugvísindum ofan á verkfræðina,“ segir Haraldur. „En útskriftin var algjört klúður,“ segir hann. „Þeir sem eru í hjólastól eða þurfa aðstoð fá aðstoð við að komast upp ramp og skella sér svo inn í röðina með hinum kandídötunum. Ég er þarna kominn upp á svið og svo er ég ekkert lesinn upp með hinum,“ segir Haraldur.Jón Atli Benediktsson háskólarektor bað Harald Sigþórsson afsökunar.Kristinn Ingvarsson„Ég sit þarna eins og ég hafi ekkert verið að útskrifast. Ég þurfti því eiginlega að grípa fram í þegar átti að fara að byrja á að útskrifa listfræðinemana,“ segir hann. „Svo var nafnið mitt lesið upp og mér bara rétt eitthvað annað en prófskírteini til að þetta liti betur út.“ Haraldur segir þetta hafa verið niðurlægjandi lífsreynslu. „Ég mæti yfirleitt ekki í svona. Í þessu tilfelli var ég hins vegar búinn að gera allar þær ráðstafanir sem ég gat, senda tvo tölvupósta á sviðið til að tryggja að allt yrði í lagi. Svo bara varð þetta ekkert í lagi. Mig langaði helst að fara strax í burtu og yfirgefa samkomuna en það var erfitt því ég átti pantaðan bíl klukkutíma seinna. Venjulega hefði ég komið mér út strax.“ Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs HÍ, segir þetta mannleg mistök. „Nafn hans gleymdist og við hörmum það. Starfsmaður sviðsins hafði samband við hann seinna um daginn og afhenti honum rétt prófskírteini og útskýrði fyrir honum mistökin,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30