Studdu ekki brottrekstur forstjórans Hörður Ægisson skrifar 27. júní 2018 07:00 HB Grandi er eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð í Kauphöllina og nemur markaðsvirði félagsins um 61 milljarði. Fréttablaðið/Anton Brink Tveir stjórnarmenn í HB Granda studdu ekki að Vilhjálmi Vilhjálmssyni yrði vikið úr starfi forstjóra á fimmtudaginn. Um er að ræða þær Rannveigu Rist, varaformann stjórnar, og Önnu G. Sverrisdóttur. Þetta herma heimildir Markaðarins. Aftur á móti ríkti samstaða í stjórn um að ráða stjórnarformanninn Guðmund Kristjánsson, aðaleiganda Brims sem keypti nýverið 34 prósenta hlut í útgerðinni, sem forstjóra HB Granda. Hann sagði starfi sínu lausu sem forstjóri Brims eftir ráðninguna. Magnús Gústafsson, fyrrverandi forstjóri Coldwater í Bandaríkjunum, tók við stjórnarformennsku í HB Granda af Guðmundi sem gekk úr stjórn félagsins. Rannveig og Anna töldu, samkvæmt heimildum blaðsins, að rétt væri að bíða með að ráða nýjan forstjóra að minnsta kosti þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda væri um garð gengið. Fjárfestar hafa frest fram á föstudag til að taka afstöðu til þess. Guðmundur taldi hins vegar æskilegt að það lægi fyrir hver yrði forstjóri útgerðarinnar á meðan yfirtökutilboðið væri enn í gildi til þess að það kæmi fjárfestum ekki í opna skjöldu. Hann var kjörinn í stjórn HB Granda og tók við sem formaður fyrir skemmstu, eða hinn 4. maí, í kjölfar kaupa Brims á kjölfestuhlut í útgerðinni af Vogun og Fiskveiðihlutafélaginu Venusi fyrir 21,7 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Stærsti hluthafi fyrirtækjanna sem seldu bréfin er Kristján Loftsson. Sökum þess hve stóran hlut Brim keypti var því skylt að leggja fram yfirtökutilboð í HB Granda. Hluthafar sem eiga alls 90,5 prósenta hlut í HB Granda hafa skrifað undir samkomulag við Brim þar sem þeir staðfesta að þeir muni ekki ganga að yfirtökutilboðinu. Eignarhald félagsins þykir nokkuð þröngt miðað við skráð félag á hlutabréfamarkaði. Stærstu fimm hluthafarnir fara saman með 70,2 prósenta hlut og stærstu 20 ráða yfir 95,1 prósenti hlutafjár útgerðarinnar, samkvæmt hluthafalista. Þeir hluthafar sem Markaðurinn ræddi við segja að það muni ekki hafa áhrif á ákvörðun þeirra um að eiga áfram hlut í HB Granda að Guðmundur hafi tekið við sem forstjóri.Guðmundur Kristjánsson.Fréttablaðið/Anton BrinkTímasetningin kom á óvart Ráðningu Guðmundar bar brátt að og kom mörgum stórum hluthöfum í HB Granda á óvart, ekki síst í ljósi þess að hann hafði aðeins tæplega tveimur mánuðum áður verið kjörinn í stjórn sem formaður. Guðmundur á að hafa látið í það skína í samtölum við hluthafa að ekki stæði til á næstunni að ráða nýjan forstjóra í stað Vilhjálms. Þeir hafi hins vegar margir hverjir engu að síður átt von á því að nýr forstjóri yrði síðar fenginn að félaginu enda hafi Guðmundur ekki farið leynt með þau áform sín að vilja ná fram breytingum á rekstri fyrirtækisins. Þeir hluthafar gerðu þó fæstir ráð fyrir því að Guðmundur sjálfur myndi verða forstjóri fyrirtækisins. Að sögn þeirra sem standa Guðmundi nærri á hann hins vegar að hafa fljótt komist að því að það yrði erfiðara fyrir hann, sem stjórnarmann í skráðu félagi þar sem gilda reglur um samskipti stjórnar og forstjóra, að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd sem stjórnarformaður. Því væri líklegra til árangurs að taka að sér starf forstjóra til að ná skjótar fram þeim breytingum sem hann hefur talað fyrir. Fram hefur komið í tilkynningu frá HB Granda að áherslur hans séu einfaldur og sjálfbær rekstur, vöxtur og aukin arðsemi, öflugt samstarf á sviði markaðs- og sölumála og markviss nýting fiskveiðiheimilda. Guðmundur er umsvifamikill útgerðarmaður. Brim á þannig 3,5 prósent allra aflahlutdeilda og Ögurvík, sem er í eigu Brims, á 1,5 prósent. Hann á auk þess þriðjungshlut í Vinnslustöðinni sem á 4,4 prósent heildarkvótans. Fram hefur komið að með kaupum Brims á hlutnum í HB Granda stefni Guðmundur að því að auka samstarf og samvinnu á milli félaganna tveggja. Sérstaklega sé horft til markaðs- og sölumála í þeim efnum. Engin áform séu um að breyta aðalstarfsemi HB Granda, meginþáttum rekstrar og starfsmannahaldi félagsins eða starfsstöð. Á meðal hluthafa HB Granda, einkum í hópi lífeyrissjóða, óttast sumir að meiri líkur séu nú en áður á að persónulegir hagsmunir Guðmundar kunni að rekast á við hagsmuni HB Granda eftir að hann tók við starfi forstjóri.Vilhjálmur Vilhjálmsson.Fréttablaðið/GVALandsbankinn fjármagnaði kaupin Fram hefur komið í Markaðnum að skuldir Brims við Landsbankann nema orðið yfir 20 prósentum af eiginfjárgrunni bankans eftir að bankinn fjármagnaði 22 milljarða króna kaup sjávarútvegsfélagsins á ríflega þriðjungshlut í HB Granda. Bankinn er ekki reiðubúinn að lána Brimi fyrir kaupum á stærri hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins, enda gæti þá áhætta hans gagnvart sjávarútvegsfélaginu fljótt farið yfir 25 prósenta leyfilega hámarkið sem kveðið er á um í reglum Fjármálaeftirlitsins. Frestur til að svara yfirtökutilboði Brims, sem hljóðar upp á 34,3 krónur á hlut, rennur út 29. júní. Þá fyrst kemur í ljós hve stóran hlut Brim þarf að kaupa til viðbótar. Ef allir þeir hluthafar sem hafa ekki skuldbundið sig til að selja, og eiga samtals um 9,5 prósenta hlut, ákveða að ganga að tilboði Brims þyrfti félagið að reiða fram um 6,5 milljarða króna til viðbótar. Afar ólíklegt er þó talið að svo stór hópur hluthafa muni samþykkja yfirtökutilboðið. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir 65 milljarða yfirtaka í pípunum þvert á vilja stærsta hluthafans Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. 20. apríl 2018 06:00 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tveir stjórnarmenn í HB Granda studdu ekki að Vilhjálmi Vilhjálmssyni yrði vikið úr starfi forstjóra á fimmtudaginn. Um er að ræða þær Rannveigu Rist, varaformann stjórnar, og Önnu G. Sverrisdóttur. Þetta herma heimildir Markaðarins. Aftur á móti ríkti samstaða í stjórn um að ráða stjórnarformanninn Guðmund Kristjánsson, aðaleiganda Brims sem keypti nýverið 34 prósenta hlut í útgerðinni, sem forstjóra HB Granda. Hann sagði starfi sínu lausu sem forstjóri Brims eftir ráðninguna. Magnús Gústafsson, fyrrverandi forstjóri Coldwater í Bandaríkjunum, tók við stjórnarformennsku í HB Granda af Guðmundi sem gekk úr stjórn félagsins. Rannveig og Anna töldu, samkvæmt heimildum blaðsins, að rétt væri að bíða með að ráða nýjan forstjóra að minnsta kosti þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda væri um garð gengið. Fjárfestar hafa frest fram á föstudag til að taka afstöðu til þess. Guðmundur taldi hins vegar æskilegt að það lægi fyrir hver yrði forstjóri útgerðarinnar á meðan yfirtökutilboðið væri enn í gildi til þess að það kæmi fjárfestum ekki í opna skjöldu. Hann var kjörinn í stjórn HB Granda og tók við sem formaður fyrir skemmstu, eða hinn 4. maí, í kjölfar kaupa Brims á kjölfestuhlut í útgerðinni af Vogun og Fiskveiðihlutafélaginu Venusi fyrir 21,7 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Stærsti hluthafi fyrirtækjanna sem seldu bréfin er Kristján Loftsson. Sökum þess hve stóran hlut Brim keypti var því skylt að leggja fram yfirtökutilboð í HB Granda. Hluthafar sem eiga alls 90,5 prósenta hlut í HB Granda hafa skrifað undir samkomulag við Brim þar sem þeir staðfesta að þeir muni ekki ganga að yfirtökutilboðinu. Eignarhald félagsins þykir nokkuð þröngt miðað við skráð félag á hlutabréfamarkaði. Stærstu fimm hluthafarnir fara saman með 70,2 prósenta hlut og stærstu 20 ráða yfir 95,1 prósenti hlutafjár útgerðarinnar, samkvæmt hluthafalista. Þeir hluthafar sem Markaðurinn ræddi við segja að það muni ekki hafa áhrif á ákvörðun þeirra um að eiga áfram hlut í HB Granda að Guðmundur hafi tekið við sem forstjóri.Guðmundur Kristjánsson.Fréttablaðið/Anton BrinkTímasetningin kom á óvart Ráðningu Guðmundar bar brátt að og kom mörgum stórum hluthöfum í HB Granda á óvart, ekki síst í ljósi þess að hann hafði aðeins tæplega tveimur mánuðum áður verið kjörinn í stjórn sem formaður. Guðmundur á að hafa látið í það skína í samtölum við hluthafa að ekki stæði til á næstunni að ráða nýjan forstjóra í stað Vilhjálms. Þeir hafi hins vegar margir hverjir engu að síður átt von á því að nýr forstjóri yrði síðar fenginn að félaginu enda hafi Guðmundur ekki farið leynt með þau áform sín að vilja ná fram breytingum á rekstri fyrirtækisins. Þeir hluthafar gerðu þó fæstir ráð fyrir því að Guðmundur sjálfur myndi verða forstjóri fyrirtækisins. Að sögn þeirra sem standa Guðmundi nærri á hann hins vegar að hafa fljótt komist að því að það yrði erfiðara fyrir hann, sem stjórnarmann í skráðu félagi þar sem gilda reglur um samskipti stjórnar og forstjóra, að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd sem stjórnarformaður. Því væri líklegra til árangurs að taka að sér starf forstjóra til að ná skjótar fram þeim breytingum sem hann hefur talað fyrir. Fram hefur komið í tilkynningu frá HB Granda að áherslur hans séu einfaldur og sjálfbær rekstur, vöxtur og aukin arðsemi, öflugt samstarf á sviði markaðs- og sölumála og markviss nýting fiskveiðiheimilda. Guðmundur er umsvifamikill útgerðarmaður. Brim á þannig 3,5 prósent allra aflahlutdeilda og Ögurvík, sem er í eigu Brims, á 1,5 prósent. Hann á auk þess þriðjungshlut í Vinnslustöðinni sem á 4,4 prósent heildarkvótans. Fram hefur komið að með kaupum Brims á hlutnum í HB Granda stefni Guðmundur að því að auka samstarf og samvinnu á milli félaganna tveggja. Sérstaklega sé horft til markaðs- og sölumála í þeim efnum. Engin áform séu um að breyta aðalstarfsemi HB Granda, meginþáttum rekstrar og starfsmannahaldi félagsins eða starfsstöð. Á meðal hluthafa HB Granda, einkum í hópi lífeyrissjóða, óttast sumir að meiri líkur séu nú en áður á að persónulegir hagsmunir Guðmundar kunni að rekast á við hagsmuni HB Granda eftir að hann tók við starfi forstjóri.Vilhjálmur Vilhjálmsson.Fréttablaðið/GVALandsbankinn fjármagnaði kaupin Fram hefur komið í Markaðnum að skuldir Brims við Landsbankann nema orðið yfir 20 prósentum af eiginfjárgrunni bankans eftir að bankinn fjármagnaði 22 milljarða króna kaup sjávarútvegsfélagsins á ríflega þriðjungshlut í HB Granda. Bankinn er ekki reiðubúinn að lána Brimi fyrir kaupum á stærri hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins, enda gæti þá áhætta hans gagnvart sjávarútvegsfélaginu fljótt farið yfir 25 prósenta leyfilega hámarkið sem kveðið er á um í reglum Fjármálaeftirlitsins. Frestur til að svara yfirtökutilboði Brims, sem hljóðar upp á 34,3 krónur á hlut, rennur út 29. júní. Þá fyrst kemur í ljós hve stóran hlut Brim þarf að kaupa til viðbótar. Ef allir þeir hluthafar sem hafa ekki skuldbundið sig til að selja, og eiga samtals um 9,5 prósenta hlut, ákveða að ganga að tilboði Brims þyrfti félagið að reiða fram um 6,5 milljarða króna til viðbótar. Afar ólíklegt er þó talið að svo stór hópur hluthafa muni samþykkja yfirtökutilboðið.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir 65 milljarða yfirtaka í pípunum þvert á vilja stærsta hluthafans Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. 20. apríl 2018 06:00 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
65 milljarða yfirtaka í pípunum þvert á vilja stærsta hluthafans Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. 20. apríl 2018 06:00
Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18