Kári líklega hættur: Engar yfirlýsingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2018 21:50 Kári Árnason með fjölskyldu sinni eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Kári Árnason er líklega hættur með íslenska landsliðinu en þetta staðfesti hann í samtali við fjölmiðla eftir leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi. Hann segist þó ekki útiloka að spila aftur ef óskað verði eftir því. Aron Einar Gunnarsson sagði frá því á Instagram-síðu sinni að Kári væri hættur en Kári sló á létta strengi þegar hann var spurður út í það. „Er hann búinn að greina frá því? Já, það er gott að hann tekur ákvörðun um það,“ sagði Kári og hló. „Við sjáum til. Það er að líða á seinni hlutann á ferlinum og kannski kominn tími á að stoppa. En ef að Heimir ákveður að velja mig þá get ég ekki sagt nei við landsliðinu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og mín stoltustu augnablik á lífsleiðinni hafa verið með landsliðinu,“ sagði Kári enn fremur. „Ég er mjög stoltur að hafa verið partur af þessu liði. Stoltur af þessum strákum og frábært að hafa verið partur af þessu.“ Kári var búinn að leiða hugann að því að HM yrði hans svanasöngur með landsliðinu. „Ég ætla ekki að vera með stóra yfirlýsingu um að ég sé hættur en það lítur þannig út,“ sagði hann. „Okkar mesta legend [Eiður Smári Guðjohnsen] brenndi sig svolítið af því að hafa sagst vera hættur en sneri svo aftur,“ sagði Kári spurður að því hvort að hann myndi nokkru sinni gefa það formlega út að hann væri hættur. Kári var ekki í byrjunarliði Íslands í dag eftir að hafa spilað hina tvo leikina. Hann sagðist ekki vera svekktur vegna þessa og skildi ákvörðun Heimis fullkomnlega. „Sverrir Ingi [Ingason] stóð sig frábærlega í dag og þetta er bara partur af fótbolta. Að þurfa að stíga til hliðar og yngri og ferskari menn koma inn. Ég er stoltur af mínu framlagi til landsliðsins,“ sagði Kári. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira
Kári Árnason er líklega hættur með íslenska landsliðinu en þetta staðfesti hann í samtali við fjölmiðla eftir leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi. Hann segist þó ekki útiloka að spila aftur ef óskað verði eftir því. Aron Einar Gunnarsson sagði frá því á Instagram-síðu sinni að Kári væri hættur en Kári sló á létta strengi þegar hann var spurður út í það. „Er hann búinn að greina frá því? Já, það er gott að hann tekur ákvörðun um það,“ sagði Kári og hló. „Við sjáum til. Það er að líða á seinni hlutann á ferlinum og kannski kominn tími á að stoppa. En ef að Heimir ákveður að velja mig þá get ég ekki sagt nei við landsliðinu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og mín stoltustu augnablik á lífsleiðinni hafa verið með landsliðinu,“ sagði Kári enn fremur. „Ég er mjög stoltur að hafa verið partur af þessu liði. Stoltur af þessum strákum og frábært að hafa verið partur af þessu.“ Kári var búinn að leiða hugann að því að HM yrði hans svanasöngur með landsliðinu. „Ég ætla ekki að vera með stóra yfirlýsingu um að ég sé hættur en það lítur þannig út,“ sagði hann. „Okkar mesta legend [Eiður Smári Guðjohnsen] brenndi sig svolítið af því að hafa sagst vera hættur en sneri svo aftur,“ sagði Kári spurður að því hvort að hann myndi nokkru sinni gefa það formlega út að hann væri hættur. Kári var ekki í byrjunarliði Íslands í dag eftir að hafa spilað hina tvo leikina. Hann sagðist ekki vera svekktur vegna þessa og skildi ákvörðun Heimis fullkomnlega. „Sverrir Ingi [Ingason] stóð sig frábærlega í dag og þetta er bara partur af fótbolta. Að þurfa að stíga til hliðar og yngri og ferskari menn koma inn. Ég er stoltur af mínu framlagi til landsliðsins,“ sagði Kári.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira