Hrósaði Íslandi fyrir baráttuna og hugrekkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2018 20:52 Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins. Getty „Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Dalic við blaðamenn. „Við fengum þrjú stig, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. Stundum vinnur maður og stundum tapar maður.“ Dalic skilar Króötum upp úr riðlinum á HM með níu stig, fullt hús og liðið þykir til alls líklegt. Íslenska liðið spilaði afar vel gegn Króötunum í dag. „Ísland hefur það sem er mjög mikilvægt; karakter, aga og baráttukraft.“ Króatar hafi gert það sem þeir vildu gera. „Ég get bara óskað íslenska liðinu til hamingju með frammistöðuna, baráttuna og hugrekkið. Þetta er frábært lið sem leikur fótbolta á eins góðan hátt og það passar þeim,“ sagði Dalic. Honum var tíðrætt um háar sendingar Íslands fram völlinn sem reyndust Króötum á köflum afar erfiðar. „Það er mjög erfitt að leika gegn löngu sendingunum og föstu leikatriðunum,“ sagði Dalic sem ítrekaði hrós sitt en það væri fyrst og fremst frammistaða Króatanna sem skipti máli. Dalic var einnig spurður hvort að það hafi verið svekkjandi að fá á sig mark í kvöld og fara upp úr riðlinum eftir að hafa haldið hreinu í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar. „Það var svekkandi að fá mark á okkur en við vorum líka heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í kvöld. Markvörðurinn okkar bjargaði okkur,“ sagði hann. Dalic segir að markatala liðsins sé þrátt fyrir allt mjög góð og ekki síst stigasöfnunin sem öllu máli skiptir. „Það bjóst enginn við því að við myndum ná níu stigum en við fengum þau. En nú er riðlakeppnin búin. Við þurfum að skilja við þessa þrjá leiki og einbeita okkur að Danmörku. Það er stund sannleikans fyrir okkur og við bíðum spenntir eftir leiknum,“ sagði hann. „Við höfum spilað vel og gefið nánast öllum leikmönnum tækifæri til að spila á HM sem eiga það skilið. En nú er þetta stig keppninnar búið. Ég held að við munum ekki falla úr leik í næstu umferð en við þurfum að einbeita okkur að Dönum og taka einn leik fyrir í einu.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
„Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Dalic við blaðamenn. „Við fengum þrjú stig, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. Stundum vinnur maður og stundum tapar maður.“ Dalic skilar Króötum upp úr riðlinum á HM með níu stig, fullt hús og liðið þykir til alls líklegt. Íslenska liðið spilaði afar vel gegn Króötunum í dag. „Ísland hefur það sem er mjög mikilvægt; karakter, aga og baráttukraft.“ Króatar hafi gert það sem þeir vildu gera. „Ég get bara óskað íslenska liðinu til hamingju með frammistöðuna, baráttuna og hugrekkið. Þetta er frábært lið sem leikur fótbolta á eins góðan hátt og það passar þeim,“ sagði Dalic. Honum var tíðrætt um háar sendingar Íslands fram völlinn sem reyndust Króötum á köflum afar erfiðar. „Það er mjög erfitt að leika gegn löngu sendingunum og föstu leikatriðunum,“ sagði Dalic sem ítrekaði hrós sitt en það væri fyrst og fremst frammistaða Króatanna sem skipti máli. Dalic var einnig spurður hvort að það hafi verið svekkjandi að fá á sig mark í kvöld og fara upp úr riðlinum eftir að hafa haldið hreinu í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar. „Það var svekkandi að fá mark á okkur en við vorum líka heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í kvöld. Markvörðurinn okkar bjargaði okkur,“ sagði hann. Dalic segir að markatala liðsins sé þrátt fyrir allt mjög góð og ekki síst stigasöfnunin sem öllu máli skiptir. „Það bjóst enginn við því að við myndum ná níu stigum en við fengum þau. En nú er riðlakeppnin búin. Við þurfum að skilja við þessa þrjá leiki og einbeita okkur að Danmörku. Það er stund sannleikans fyrir okkur og við bíðum spenntir eftir leiknum,“ sagði hann. „Við höfum spilað vel og gefið nánast öllum leikmönnum tækifæri til að spila á HM sem eiga það skilið. En nú er þetta stig keppninnar búið. Ég held að við munum ekki falla úr leik í næstu umferð en við þurfum að einbeita okkur að Dönum og taka einn leik fyrir í einu.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira