Hrósaði Íslandi fyrir baráttuna og hugrekkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2018 20:52 Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins. Getty „Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Dalic við blaðamenn. „Við fengum þrjú stig, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. Stundum vinnur maður og stundum tapar maður.“ Dalic skilar Króötum upp úr riðlinum á HM með níu stig, fullt hús og liðið þykir til alls líklegt. Íslenska liðið spilaði afar vel gegn Króötunum í dag. „Ísland hefur það sem er mjög mikilvægt; karakter, aga og baráttukraft.“ Króatar hafi gert það sem þeir vildu gera. „Ég get bara óskað íslenska liðinu til hamingju með frammistöðuna, baráttuna og hugrekkið. Þetta er frábært lið sem leikur fótbolta á eins góðan hátt og það passar þeim,“ sagði Dalic. Honum var tíðrætt um háar sendingar Íslands fram völlinn sem reyndust Króötum á köflum afar erfiðar. „Það er mjög erfitt að leika gegn löngu sendingunum og föstu leikatriðunum,“ sagði Dalic sem ítrekaði hrós sitt en það væri fyrst og fremst frammistaða Króatanna sem skipti máli. Dalic var einnig spurður hvort að það hafi verið svekkjandi að fá á sig mark í kvöld og fara upp úr riðlinum eftir að hafa haldið hreinu í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar. „Það var svekkandi að fá mark á okkur en við vorum líka heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í kvöld. Markvörðurinn okkar bjargaði okkur,“ sagði hann. Dalic segir að markatala liðsins sé þrátt fyrir allt mjög góð og ekki síst stigasöfnunin sem öllu máli skiptir. „Það bjóst enginn við því að við myndum ná níu stigum en við fengum þau. En nú er riðlakeppnin búin. Við þurfum að skilja við þessa þrjá leiki og einbeita okkur að Danmörku. Það er stund sannleikans fyrir okkur og við bíðum spenntir eftir leiknum,“ sagði hann. „Við höfum spilað vel og gefið nánast öllum leikmönnum tækifæri til að spila á HM sem eiga það skilið. En nú er þetta stig keppninnar búið. Ég held að við munum ekki falla úr leik í næstu umferð en við þurfum að einbeita okkur að Dönum og taka einn leik fyrir í einu.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Dalic við blaðamenn. „Við fengum þrjú stig, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. Stundum vinnur maður og stundum tapar maður.“ Dalic skilar Króötum upp úr riðlinum á HM með níu stig, fullt hús og liðið þykir til alls líklegt. Íslenska liðið spilaði afar vel gegn Króötunum í dag. „Ísland hefur það sem er mjög mikilvægt; karakter, aga og baráttukraft.“ Króatar hafi gert það sem þeir vildu gera. „Ég get bara óskað íslenska liðinu til hamingju með frammistöðuna, baráttuna og hugrekkið. Þetta er frábært lið sem leikur fótbolta á eins góðan hátt og það passar þeim,“ sagði Dalic. Honum var tíðrætt um háar sendingar Íslands fram völlinn sem reyndust Króötum á köflum afar erfiðar. „Það er mjög erfitt að leika gegn löngu sendingunum og föstu leikatriðunum,“ sagði Dalic sem ítrekaði hrós sitt en það væri fyrst og fremst frammistaða Króatanna sem skipti máli. Dalic var einnig spurður hvort að það hafi verið svekkjandi að fá á sig mark í kvöld og fara upp úr riðlinum eftir að hafa haldið hreinu í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar. „Það var svekkandi að fá mark á okkur en við vorum líka heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í kvöld. Markvörðurinn okkar bjargaði okkur,“ sagði hann. Dalic segir að markatala liðsins sé þrátt fyrir allt mjög góð og ekki síst stigasöfnunin sem öllu máli skiptir. „Það bjóst enginn við því að við myndum ná níu stigum en við fengum þau. En nú er riðlakeppnin búin. Við þurfum að skilja við þessa þrjá leiki og einbeita okkur að Danmörku. Það er stund sannleikans fyrir okkur og við bíðum spenntir eftir leiknum,“ sagði hann. „Við höfum spilað vel og gefið nánast öllum leikmönnum tækifæri til að spila á HM sem eiga það skilið. En nú er þetta stig keppninnar búið. Ég held að við munum ekki falla úr leik í næstu umferð en við þurfum að einbeita okkur að Dönum og taka einn leik fyrir í einu.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira