Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Henry Birgir Gunnarsson á Rostov Arena skrifar 26. júní 2018 20:07 Emil var eins og kóngur í ríki sínu í kvöld. vísir/getty Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. Strákarnir voru lengi vel mun sterkari en Króatar en skelfileg nýting á færum varð liðinu að falli. Það vantaði nefnilega ekkert upp á að strákarnir fengu færin í leiknum. Þeir voru grátlega nálægt því að tryggja sig inn 16-liða úrslitin á HM og mega vera stoltir af sinni frammistöðu.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Hannes gat lítið gert við fyrra marki Króata. Reyndi ekki mikið á hann en greip vel inn í er á þurfti að halda. Hefði getað gert betur í seinna marki Króatíu í leiknum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 8 Króatar komust lítið í gegnum hann. Kannski viljað sjá meira fram á við en steig vart feilspor og var gríðarlega traustur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 8 Ótrúlega sterkur í vörninni og fór ekkert í gegnum hann. Fékk tvö hörkufæri eftir að Króatar skoruðu fyrra markið sitt en því miður náði hann ekki að nýta færin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8 Kletturinn var frábær sem fyrr í kvöld. Hann og Sverrir náðu vel saman á heimavelli sínum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 7 Svolítið óöruggur á köflum en gaf ekkert. Vann marga skallabolta og skilaði sínu í föstu leikatriðunum.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 9 Spilaði eins og kóngur í kvöld. Það er þyngra en tárum taki að hann hafi gefið seinna markið eftir stórbrotna frammistöðu. Það núllar þó ekki út magnaðar 90 mínútur. Frábær á þessu móti.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Fyrirliðinn átti sinn besta leik í kvöld. Virkaði loksins almennilega í formi. Spilaði vel, öskraði menn áfram og var næstum búinn að skora í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 8 Alltaf duglegastur og sífellt að búa til. Steig á punktinn þó svo hann hafi klikkað síðast. Sýndi þá að hann er með ís í æðum með því að skjóta upp í þaknetið.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 7 Virkaði því miður ekki alveg heill heilsu. Gat ekkert í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í þeim síðari.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Fékk blóðnasir snemma og varð aftur gamli, góði Birkir. Ótrúleg vinnsla og harka og betri fram á við en áður. Flottur leikur.Alfreð Finnbogason, framherji - 8 Æðislegur. Duglegur og láku af honum gæðin. Komst í fínt færi í fyrri og var ekki fjarri því að skora. Komst í þrju frábær sendingafæri í fyrri sem hann nýtti ekki. Heilt yfir samt frábær.Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 70. mínútu) 6 Fékk úr litlu að moða.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 85. mínútu) -Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 90. mínútu) -Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. Strákarnir voru lengi vel mun sterkari en Króatar en skelfileg nýting á færum varð liðinu að falli. Það vantaði nefnilega ekkert upp á að strákarnir fengu færin í leiknum. Þeir voru grátlega nálægt því að tryggja sig inn 16-liða úrslitin á HM og mega vera stoltir af sinni frammistöðu.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Hannes gat lítið gert við fyrra marki Króata. Reyndi ekki mikið á hann en greip vel inn í er á þurfti að halda. Hefði getað gert betur í seinna marki Króatíu í leiknum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 8 Króatar komust lítið í gegnum hann. Kannski viljað sjá meira fram á við en steig vart feilspor og var gríðarlega traustur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 8 Ótrúlega sterkur í vörninni og fór ekkert í gegnum hann. Fékk tvö hörkufæri eftir að Króatar skoruðu fyrra markið sitt en því miður náði hann ekki að nýta færin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8 Kletturinn var frábær sem fyrr í kvöld. Hann og Sverrir náðu vel saman á heimavelli sínum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 7 Svolítið óöruggur á köflum en gaf ekkert. Vann marga skallabolta og skilaði sínu í föstu leikatriðunum.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 9 Spilaði eins og kóngur í kvöld. Það er þyngra en tárum taki að hann hafi gefið seinna markið eftir stórbrotna frammistöðu. Það núllar þó ekki út magnaðar 90 mínútur. Frábær á þessu móti.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Fyrirliðinn átti sinn besta leik í kvöld. Virkaði loksins almennilega í formi. Spilaði vel, öskraði menn áfram og var næstum búinn að skora í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 8 Alltaf duglegastur og sífellt að búa til. Steig á punktinn þó svo hann hafi klikkað síðast. Sýndi þá að hann er með ís í æðum með því að skjóta upp í þaknetið.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 7 Virkaði því miður ekki alveg heill heilsu. Gat ekkert í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í þeim síðari.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Fékk blóðnasir snemma og varð aftur gamli, góði Birkir. Ótrúleg vinnsla og harka og betri fram á við en áður. Flottur leikur.Alfreð Finnbogason, framherji - 8 Æðislegur. Duglegur og láku af honum gæðin. Komst í fínt færi í fyrri og var ekki fjarri því að skora. Komst í þrju frábær sendingafæri í fyrri sem hann nýtti ekki. Heilt yfir samt frábær.Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 70. mínútu) 6 Fékk úr litlu að moða.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 85. mínútu) -Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 90. mínútu) -Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45