Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 15:04 Íhaldsmenn hafa lengi haft undirtökun í hæstarétti. Nýjasti liðsstyrkur þeirra er Neil Gorsuch sem Trump skipaði í fyrra eftir að Repúblikanar beittu öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að Obama tækist að skipa sinn mann Vísir/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. Atkvæði dómaranna níu skiptust eftir flokkslínum; fimm íhaldsmenn studdu Trump í málinu en hinir fjórir eru frjálslyndari og voru á öndverðu meiði. Þetta er mikill sigur fyrir Trump en hann var sakaður um að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár um mismunun þegar hann setti hömlur á ferðafrelsi fólks frá sjö löndum: Íran, Sýrlandi, Líbíu, Jemen, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Var þetta útfærsla Trumps á kosningaloforði sínu um að stöðva flæði múslima til Bandaríkjanna. Úrskurður hæstaréttar sendir skýr skilaboð um að forsetinn hafi víðar valdheimildir þegar kemur að innflytjendamálum í þágu þjóðaröryggis. Sonia Sotomayor, sem var skipuð hæstaréttadómari af Obama forvera Trumps, skilaði séráliti. Hún sagði að meirihlutinn hafi hunsað gildishlaðnar yfirlýsingar Trump um múslima og þann tilgang ferðabannsins að halda óæskilegum trúarbrögðum í skefjum. Það grafi undan grunnstoðum trúfrelsis og umburðarlyndis í samfélaginu og sendi þau skilaboð að fólk sem aðhyllist öðrum trúarbrögðum en meirihlutinn séu annars flokks þegnar og utangarðs. Þá líkti hún ákvörðun kollega sinna við úrskurðinn árið 1944 þegar hæstiréttur lagði blessun sína yfir vistun japansk-ættaða Bandaríkjamanna í fangabúðum til stríðsloka. Eins og sjá má á Twitter skilaboðum forsetans er hann meira en lítið sáttur og kannski örlítið hissa.SUPREME COURT UPHOLDS TRUMP TRAVEL BAN. Wow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018 Jemen Líbía Sómalía Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. Atkvæði dómaranna níu skiptust eftir flokkslínum; fimm íhaldsmenn studdu Trump í málinu en hinir fjórir eru frjálslyndari og voru á öndverðu meiði. Þetta er mikill sigur fyrir Trump en hann var sakaður um að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár um mismunun þegar hann setti hömlur á ferðafrelsi fólks frá sjö löndum: Íran, Sýrlandi, Líbíu, Jemen, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Var þetta útfærsla Trumps á kosningaloforði sínu um að stöðva flæði múslima til Bandaríkjanna. Úrskurður hæstaréttar sendir skýr skilaboð um að forsetinn hafi víðar valdheimildir þegar kemur að innflytjendamálum í þágu þjóðaröryggis. Sonia Sotomayor, sem var skipuð hæstaréttadómari af Obama forvera Trumps, skilaði séráliti. Hún sagði að meirihlutinn hafi hunsað gildishlaðnar yfirlýsingar Trump um múslima og þann tilgang ferðabannsins að halda óæskilegum trúarbrögðum í skefjum. Það grafi undan grunnstoðum trúfrelsis og umburðarlyndis í samfélaginu og sendi þau skilaboð að fólk sem aðhyllist öðrum trúarbrögðum en meirihlutinn séu annars flokks þegnar og utangarðs. Þá líkti hún ákvörðun kollega sinna við úrskurðinn árið 1944 þegar hæstiréttur lagði blessun sína yfir vistun japansk-ættaða Bandaríkjamanna í fangabúðum til stríðsloka. Eins og sjá má á Twitter skilaboðum forsetans er hann meira en lítið sáttur og kannski örlítið hissa.SUPREME COURT UPHOLDS TRUMP TRAVEL BAN. Wow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018
Jemen Líbía Sómalía Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira