Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 15:04 Íhaldsmenn hafa lengi haft undirtökun í hæstarétti. Nýjasti liðsstyrkur þeirra er Neil Gorsuch sem Trump skipaði í fyrra eftir að Repúblikanar beittu öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að Obama tækist að skipa sinn mann Vísir/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. Atkvæði dómaranna níu skiptust eftir flokkslínum; fimm íhaldsmenn studdu Trump í málinu en hinir fjórir eru frjálslyndari og voru á öndverðu meiði. Þetta er mikill sigur fyrir Trump en hann var sakaður um að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár um mismunun þegar hann setti hömlur á ferðafrelsi fólks frá sjö löndum: Íran, Sýrlandi, Líbíu, Jemen, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Var þetta útfærsla Trumps á kosningaloforði sínu um að stöðva flæði múslima til Bandaríkjanna. Úrskurður hæstaréttar sendir skýr skilaboð um að forsetinn hafi víðar valdheimildir þegar kemur að innflytjendamálum í þágu þjóðaröryggis. Sonia Sotomayor, sem var skipuð hæstaréttadómari af Obama forvera Trumps, skilaði séráliti. Hún sagði að meirihlutinn hafi hunsað gildishlaðnar yfirlýsingar Trump um múslima og þann tilgang ferðabannsins að halda óæskilegum trúarbrögðum í skefjum. Það grafi undan grunnstoðum trúfrelsis og umburðarlyndis í samfélaginu og sendi þau skilaboð að fólk sem aðhyllist öðrum trúarbrögðum en meirihlutinn séu annars flokks þegnar og utangarðs. Þá líkti hún ákvörðun kollega sinna við úrskurðinn árið 1944 þegar hæstiréttur lagði blessun sína yfir vistun japansk-ættaða Bandaríkjamanna í fangabúðum til stríðsloka. Eins og sjá má á Twitter skilaboðum forsetans er hann meira en lítið sáttur og kannski örlítið hissa.SUPREME COURT UPHOLDS TRUMP TRAVEL BAN. Wow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018 Jemen Líbía Sómalía Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. Atkvæði dómaranna níu skiptust eftir flokkslínum; fimm íhaldsmenn studdu Trump í málinu en hinir fjórir eru frjálslyndari og voru á öndverðu meiði. Þetta er mikill sigur fyrir Trump en hann var sakaður um að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár um mismunun þegar hann setti hömlur á ferðafrelsi fólks frá sjö löndum: Íran, Sýrlandi, Líbíu, Jemen, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Var þetta útfærsla Trumps á kosningaloforði sínu um að stöðva flæði múslima til Bandaríkjanna. Úrskurður hæstaréttar sendir skýr skilaboð um að forsetinn hafi víðar valdheimildir þegar kemur að innflytjendamálum í þágu þjóðaröryggis. Sonia Sotomayor, sem var skipuð hæstaréttadómari af Obama forvera Trumps, skilaði séráliti. Hún sagði að meirihlutinn hafi hunsað gildishlaðnar yfirlýsingar Trump um múslima og þann tilgang ferðabannsins að halda óæskilegum trúarbrögðum í skefjum. Það grafi undan grunnstoðum trúfrelsis og umburðarlyndis í samfélaginu og sendi þau skilaboð að fólk sem aðhyllist öðrum trúarbrögðum en meirihlutinn séu annars flokks þegnar og utangarðs. Þá líkti hún ákvörðun kollega sinna við úrskurðinn árið 1944 þegar hæstiréttur lagði blessun sína yfir vistun japansk-ættaða Bandaríkjamanna í fangabúðum til stríðsloka. Eins og sjá má á Twitter skilaboðum forsetans er hann meira en lítið sáttur og kannski örlítið hissa.SUPREME COURT UPHOLDS TRUMP TRAVEL BAN. Wow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018
Jemen Líbía Sómalía Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira