Strákarnir okkar mæta þessu ógnvænlega liði Króatíu, sem ætlar þó að hvíla nokkra leikmenn, á Rostov-vellinum í Rostov við Don í kvöld í lokaumferð D-riðils á HM 2018 í fótbolta.
Ekkert annað en sigur kemur strákunum okkar áfram í 16 liða úrslitin en það gæti svo ekki dugað ef allt fer á versta veg í leik Argentínu og Nígeríu.
“We know they are one of the best national teams in the world”@footballiceland's Gylfi Sigurdsson speaks ahead of facing #CRO#ISLCROpic.twitter.com/7RaSrr0LsS
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 26, 2018
Ísland og Króatía hafa mæst fjórum sinnum á síðustu fimm árum; í umspili um sæti á HM 2014 og aftur í undankeppni HM 2018. Króatía vann tvo leiki, einu sinni enduðu leikar með jafntefli en Ísland vann síðast þegar að þau mættust í fyrra. Til að vinna Króatana aftur þarf þrennt til að mati Gylfa.
„Þetta verður allt öðruvísi leikur en það er gott að hafa sýnt að við getum unnið þá. Við þurfum fulla einbeitingu, fullt sjálfstraust og þolinmæði til að vinna,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.