Real Madrid reyndi að koma í veg fyrir að hann spilaði úrslitaleikinn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 11:45 Angel di Maria vill hér fá boltann frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Vísir/AP Argentínumaðurinn Angel di Maria á ýmislegt óuppgert frá tíma sínum í stórliðinu Real Madrid. Hann sakar spænska félagið um að hafa reynt að koma í veg fyrir að hann spilaði úrslitaleikinn á HM 2014. Argentínumenn mættu Þjóðverjum í úrslitaleik HM 2014 þar sem liðið tapaði 1-0 í framlengingu. Angel di Maria skrifaði pistil fyrir Players Tribune þar sem hann segir frá tilraunum forráðamanna Real Madrid til að stöðva þáttöku hans í leiknum. Angel di Maria meiddist í átta liða úrslitunum eftir að hafa lagt upp sigurmarkið sem kom Argentínu í undanúrslitin. Hann tognaði í læri og það var talið ólíklegt að hann spilaði meira á mótinu. Úrslitaleikurinn fór fram átta dögum eftir að hann tognaði. Di Maria segir frá því að forráðamenn argentínska landsliðsins hafi fengið bréf frá Real Madrid að morgni dagsins sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég vissi um leið hvað var í gangi. Það höfðu allir heyrt sögusagnirnar um að Real ætlaði að kaupa James Rodríguez eftir HM og ég vissi að þeir ætluðu að selja mig til að búa til pláss fyrir hann,“ sagði Angel di Maria.Before the 2014 #WorldCup final, Ángel Di María received a letter from the Real Madrid staff urging him not to play. “Throw it away. The one who decides here is me.” He shares: https://t.co/rHAQR32ySOpic.twitter.com/lkzaQzqx82 — The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 25, 2018 „Þeir vildu því ekki að eignin þeirra myndi verða fyrir hnjaski í þessum leik. Það var svo einfalt,“ sagði Di Maria. „Ég opnaði ekki einu sinni bréfið heldur reif það niður í marga hluta og sagði við: Hendið þessu. Sá eini sem ákveður þetta er ég,“ sagði Di Maria. Di Maria fékk þó aldrei að koma við sögu í leiknum. Sat á bekknum allan tímann. Sóknarmönnunum Sergio Agüero og Rodrigo Palacio var skipt inná fyrir þá Ezequiel Lavezzi og Gonzalo Higuaín. Miðjumaðurinn Fernando Gago kom svo inn fyrir kantmanninn Enzo Pérez. Real Madrid seldi síðan Angel di Maria til Manchester United fyrir 59,7 milljónir punda 26. ágúst 2014. Di María gerði fimm ára samning við United en var seldur til Paris Saint-Germain í júlí árið eftir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Argentínumaðurinn Angel di Maria á ýmislegt óuppgert frá tíma sínum í stórliðinu Real Madrid. Hann sakar spænska félagið um að hafa reynt að koma í veg fyrir að hann spilaði úrslitaleikinn á HM 2014. Argentínumenn mættu Þjóðverjum í úrslitaleik HM 2014 þar sem liðið tapaði 1-0 í framlengingu. Angel di Maria skrifaði pistil fyrir Players Tribune þar sem hann segir frá tilraunum forráðamanna Real Madrid til að stöðva þáttöku hans í leiknum. Angel di Maria meiddist í átta liða úrslitunum eftir að hafa lagt upp sigurmarkið sem kom Argentínu í undanúrslitin. Hann tognaði í læri og það var talið ólíklegt að hann spilaði meira á mótinu. Úrslitaleikurinn fór fram átta dögum eftir að hann tognaði. Di Maria segir frá því að forráðamenn argentínska landsliðsins hafi fengið bréf frá Real Madrid að morgni dagsins sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég vissi um leið hvað var í gangi. Það höfðu allir heyrt sögusagnirnar um að Real ætlaði að kaupa James Rodríguez eftir HM og ég vissi að þeir ætluðu að selja mig til að búa til pláss fyrir hann,“ sagði Angel di Maria.Before the 2014 #WorldCup final, Ángel Di María received a letter from the Real Madrid staff urging him not to play. “Throw it away. The one who decides here is me.” He shares: https://t.co/rHAQR32ySOpic.twitter.com/lkzaQzqx82 — The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 25, 2018 „Þeir vildu því ekki að eignin þeirra myndi verða fyrir hnjaski í þessum leik. Það var svo einfalt,“ sagði Di Maria. „Ég opnaði ekki einu sinni bréfið heldur reif það niður í marga hluta og sagði við: Hendið þessu. Sá eini sem ákveður þetta er ég,“ sagði Di Maria. Di Maria fékk þó aldrei að koma við sögu í leiknum. Sat á bekknum allan tímann. Sóknarmönnunum Sergio Agüero og Rodrigo Palacio var skipt inná fyrir þá Ezequiel Lavezzi og Gonzalo Higuaín. Miðjumaðurinn Fernando Gago kom svo inn fyrir kantmanninn Enzo Pérez. Real Madrid seldi síðan Angel di Maria til Manchester United fyrir 59,7 milljónir punda 26. ágúst 2014. Di María gerði fimm ára samning við United en var seldur til Paris Saint-Germain í júlí árið eftir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira