Því miður gæti farið svo að sigur dugi ekki einu sinni ef úrslitin í leik Argentínu og Nígeríu verða óhagstæð en Tómas Þór og Arnar Björnsson fóru yfir möguleikana og þennan risa leik strákanna okkar í nýjasta þætti HM í dag.
Þeir eru ósammála um úrslitin í leik Argentínu og Nígeríu þar sem að Arnar trúir ekki öðru en að Messi rífi sig í gang og tryggi þeim sigur. Hann má þó ekki vera of stór.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.