Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 21:35 Á þriðja þúsund barna hafa verið tekin af foreldrum sínum eftir að ríkisstjórn Trump ákvað að ákæra alla þá sem koma ólöglega yfir landamærin frá Mexíkó. Vísir/Getty Yfirmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna segist hafa skipað landamæravörðum sínum að hætta að vísa málum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna með börn sín til ákærumeðferðar hjá saksóknurum. Skipunin er tímabundin á meðan stofnunin stillir saman strengi sína við dómsmálaráðuneytið. Sú aðgerð bandarískra yfirvalda að skilja að fjölskyldur sem koma ólöglega yfir suðurlandamærin hefur vakið harða gagnrýni innanlands og utan síðustu daga. Orsök aðskilnaðarins er nýleg stefnubreyting ríkisstjórnar Donalds Trump forseta um að nú skili ákæra alla sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Í ljósi gríðarlegs þrýstings gaf Trump út tilskipun í síðustu viku um að hætta aðskilnaðinum þannig að börn verði nú haldið með foreldrum sínum á meðan mál þeirra er til umfjöllunar. Hún olli hins vegar glundroða þar sem ólíkar alríkisstofnanir sem koma að málunum túlkuðu tilskipunina á ólíkan hátt. Nú segir Kevin McAleenan, forstjóri Tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, að hann hafi mælt fyrir um að fólki sem kemur ólöglega inn í landið með börn verði ekki vísað til saksóknara þar til stofnun hans og dómsmálaráðuneytið geta komið sér saman um stefnu sem gerir þeim kleift að ákæra foreldrana án þess að taka af þeim börnin.New York Times segir að ákvörðunin þýði að mörgum fjölskyldum verði brátt sleppt gegn loforði um að fólk mæti fyrir dóm seinna. Það væri í reynd svipuð stefna og rekin var í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega. Ástæðan er sú að landamæraeftirlitið skortir húsnæði til að vista þann fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin. Margir fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa engu að síður fullyrt að hún reki ennþá harðlínustefnu á landamærunum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir enga breytingu hafa orðið á stefnunni. Raunveruleikinn sé hins vegar að ekki sé til húsrúm til að hýsa fólkið. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Yfirmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna segist hafa skipað landamæravörðum sínum að hætta að vísa málum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna með börn sín til ákærumeðferðar hjá saksóknurum. Skipunin er tímabundin á meðan stofnunin stillir saman strengi sína við dómsmálaráðuneytið. Sú aðgerð bandarískra yfirvalda að skilja að fjölskyldur sem koma ólöglega yfir suðurlandamærin hefur vakið harða gagnrýni innanlands og utan síðustu daga. Orsök aðskilnaðarins er nýleg stefnubreyting ríkisstjórnar Donalds Trump forseta um að nú skili ákæra alla sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Í ljósi gríðarlegs þrýstings gaf Trump út tilskipun í síðustu viku um að hætta aðskilnaðinum þannig að börn verði nú haldið með foreldrum sínum á meðan mál þeirra er til umfjöllunar. Hún olli hins vegar glundroða þar sem ólíkar alríkisstofnanir sem koma að málunum túlkuðu tilskipunina á ólíkan hátt. Nú segir Kevin McAleenan, forstjóri Tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, að hann hafi mælt fyrir um að fólki sem kemur ólöglega inn í landið með börn verði ekki vísað til saksóknara þar til stofnun hans og dómsmálaráðuneytið geta komið sér saman um stefnu sem gerir þeim kleift að ákæra foreldrana án þess að taka af þeim börnin.New York Times segir að ákvörðunin þýði að mörgum fjölskyldum verði brátt sleppt gegn loforði um að fólk mæti fyrir dóm seinna. Það væri í reynd svipuð stefna og rekin var í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega. Ástæðan er sú að landamæraeftirlitið skortir húsnæði til að vista þann fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin. Margir fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa engu að síður fullyrt að hún reki ennþá harðlínustefnu á landamærunum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir enga breytingu hafa orðið á stefnunni. Raunveruleikinn sé hins vegar að ekki sé til húsrúm til að hýsa fólkið.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira