Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2018 17:05 Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í flóttamannabúðum við landamærin. Vísir/EPA Barnageðlæknum sem eru með börn í meðferð, sem hafa verið skilin að frá foreldrum sínum vegna innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar, er vandi á höndum vegna þess að skjólstæðingar þeirra glíma við nær fordæmalausar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á. Geðlæknarnir vita varla hvernig þeir eiga að snúa sér í þessum óvanalegu aðstæðum vegna þess að í áfallameðferð er sá háttur vanalega hafður á að skjólstæðingurinn er kominn í örugga höfn og áfallið liðið hjá áður en meðferð er hafin að sögn Dr. Ruth Gerson, yfirlæknis við Bellevue barnaspítalans sem tjáði sig um ástandið á spítalanum við New York Times. Þetta sé aftur á móti langt því frá að vera tilfellið hjá þeim börnum sem voru skilin að frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Þau búi enn við hörmungarástand, áföllin haldi áfram að dynja yfir þau og þá viti mörg þeirra ekki hvernig komið er fyrir fjölskyldum þeirra. „Við sem geðlæknar erum í erfiðari stöðu en venjulega vegna þess að við vitum ekki hvernig við eigum að hjálpa þeim. Við erum ekki með allar staðreyndir málsins á hreinu og það gerir áfallameðferðina mun flóknari en ella,“ segir Dr. Gerson sem lýsir yfir áhyggjum sínum af börnunum.Fjölskyldur eiga skilið að vera saman, segir á kröfuspjaldi í mótmælum gegn innflytjendastefnu Trump forseta. Byrjað var að skilja að fjölskyldur eftir að ríkisstjórn hans ákvað að ákæra alla sem koma ólöglega til landsins.Vísir/EPAHún segir að áföll í æsku geti haft hamlandi áhrif á þroska. Börn geti jafnvel glatað hæfileikum sem þau hafi þróað með sér og tileinkað sér. Hún segir líka að afleiðingar af áfallinu geti brotist út í skapofsaköstum og svefnröskunum. „Það er mikilvægt fyrir fólk að hafa í huga að börn geta líka veikst af alvarlegu þunglyndi og sjálfsvígshugsanir geta jafnvel sótt á þau, jafnvel á leikskólabörn.“ Hún biðlar til fósturforeldra að taka allri tjáningu, í þá veruna frá börnum, alvarlega. Hún segir að ófaglært fólk geti mistúlkað einkenni þeirra barna sem eru með áfallastreituröskun. Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar hvað varðar andlega heilsu þeirra. Það er ekki aðeins andleg heilsa sem læknarnir hafa áhyggjur af, þeir hafa líka áhyggjur af líkamlegu ástandi þeirra þar sem mörg börn séu um þessar mundir í umsjá fósturforeldra sem þekki ekki til sjúkrasögu þeirra. Fósturforeldrar að minnsta kosti tólf barna hafa þurft að leita til spítalans með börnin vegna þess að þau hafi ekki vitað hvað amaði að þeim. Fósturforeldrarnir hafi þó staðið sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Sum barnanna glíma við astma en sökum þess að foreldrar þeirra voru sendir í burtu hafi verið erfitt að átta sig á sjúkrasögu þeirra. Nokkrir læknar brugðu á það ráð að spyrja systkini barnanna, sem sjálf voru börn, um sjúkrasöguna. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35 Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Fleiri fréttir Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Sjá meira
Barnageðlæknum sem eru með börn í meðferð, sem hafa verið skilin að frá foreldrum sínum vegna innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar, er vandi á höndum vegna þess að skjólstæðingar þeirra glíma við nær fordæmalausar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á. Geðlæknarnir vita varla hvernig þeir eiga að snúa sér í þessum óvanalegu aðstæðum vegna þess að í áfallameðferð er sá háttur vanalega hafður á að skjólstæðingurinn er kominn í örugga höfn og áfallið liðið hjá áður en meðferð er hafin að sögn Dr. Ruth Gerson, yfirlæknis við Bellevue barnaspítalans sem tjáði sig um ástandið á spítalanum við New York Times. Þetta sé aftur á móti langt því frá að vera tilfellið hjá þeim börnum sem voru skilin að frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Þau búi enn við hörmungarástand, áföllin haldi áfram að dynja yfir þau og þá viti mörg þeirra ekki hvernig komið er fyrir fjölskyldum þeirra. „Við sem geðlæknar erum í erfiðari stöðu en venjulega vegna þess að við vitum ekki hvernig við eigum að hjálpa þeim. Við erum ekki með allar staðreyndir málsins á hreinu og það gerir áfallameðferðina mun flóknari en ella,“ segir Dr. Gerson sem lýsir yfir áhyggjum sínum af börnunum.Fjölskyldur eiga skilið að vera saman, segir á kröfuspjaldi í mótmælum gegn innflytjendastefnu Trump forseta. Byrjað var að skilja að fjölskyldur eftir að ríkisstjórn hans ákvað að ákæra alla sem koma ólöglega til landsins.Vísir/EPAHún segir að áföll í æsku geti haft hamlandi áhrif á þroska. Börn geti jafnvel glatað hæfileikum sem þau hafi þróað með sér og tileinkað sér. Hún segir líka að afleiðingar af áfallinu geti brotist út í skapofsaköstum og svefnröskunum. „Það er mikilvægt fyrir fólk að hafa í huga að börn geta líka veikst af alvarlegu þunglyndi og sjálfsvígshugsanir geta jafnvel sótt á þau, jafnvel á leikskólabörn.“ Hún biðlar til fósturforeldra að taka allri tjáningu, í þá veruna frá börnum, alvarlega. Hún segir að ófaglært fólk geti mistúlkað einkenni þeirra barna sem eru með áfallastreituröskun. Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar hvað varðar andlega heilsu þeirra. Það er ekki aðeins andleg heilsa sem læknarnir hafa áhyggjur af, þeir hafa líka áhyggjur af líkamlegu ástandi þeirra þar sem mörg börn séu um þessar mundir í umsjá fósturforeldra sem þekki ekki til sjúkrasögu þeirra. Fósturforeldrar að minnsta kosti tólf barna hafa þurft að leita til spítalans með börnin vegna þess að þau hafi ekki vitað hvað amaði að þeim. Fósturforeldrarnir hafi þó staðið sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Sum barnanna glíma við astma en sökum þess að foreldrar þeirra voru sendir í burtu hafi verið erfitt að átta sig á sjúkrasögu þeirra. Nokkrir læknar brugðu á það ráð að spyrja systkini barnanna, sem sjálf voru börn, um sjúkrasöguna.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35 Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Fleiri fréttir Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Sjá meira
Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35
Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00
Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent