Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma.
Tvö þúsund Íslendingar verða á leiknum en eins og áður segir er uppselt á leikinn. Um 43 þúsund manns verða því á leiknum og fá Íslendingar vonandi góðan stuðning frá heimamönnum.
Þrír leikmenn íslenska liðsins spila nefnilega með Rostov en það eru þeir Sverrir Ingi Ingason, Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson.
Nægur er áhugi blaðamanna fyrir leiknum á morgun en 125 blaðamenn verða á leiknum auk 50 ljósmyndara. 35 sjónvarpsstöðvar sýna beint frá leiknum.
Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov

Tengdar fréttir

Heimir um úrslitin í hinum leiknum: „Ef við þurfum upplýsingar þá fáum við þær“
Heimir Hallgrímsson segir að þjálfarateymið muni einblína á að vinna Króatíu en hugsa sem minnst um úrslitin í leik Argentínu og Nígeríu.

Heimir: Höldum alltaf að við munum vinna Eurovision
Bjartsýni íslensku þjóðarinnar vegna strákanna okkar á HM hefur vakið athygli út fyrir landsteinanna.

Völdu Gelendzhik útaf hitanum
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi að íslenska landsliðið æfði í miklum hita á milli leikja á heimameistaramótinu í Rússlandi.

Heimir: Sigurinn gegn Englandi ekki frábrugðinn öðrum
Sigurinn gegn Englandi á EM 2014 var ekki frábrugðinn öðrum sigum sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands, á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun.