Fótbolti

Southgate segir Kane besta framherjann á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir er Kane var skipt af velli efti þrennuna í gær.
Félagarnir er Kane var skipt af velli efti þrennuna í gær. vísir/getty
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segir að Harry Kane sé besti framherjinn á HM í Rússlandi og segist ekki vilja skipta honum út fyrir neinn annan framherja.

„Hann er þar, á toppnum. Við myndum ekki skipta honum fyrir neinn annan framherja á þessu móti,” sagði Southgate aðspurður um hvort að Kane væri besti framherjinn.

Kane skoraði þrjú mörk er England slátraði Panama, 6-1, í öðrum leik liðsins á HM. Með sigrinum er England komið áfram í 16-liða úrslitin þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í riðlinum.

„Þú vest að þegar hann fær færin þá er hann að fara jarða þau. Þú situr mjög rólegur þegar hann fær færin en hann fórnar sér fyrir liðið, hvernig hann pressar, heldur boltanum vel og leggur á sig fyrir liðið.”

„Hann er ekki leikmaður sem stendur bara frammi og bíður eftir færunum. Það er mikilvægt í þeirri spilamennsku sem við erum að reyna að búa til. Hann hefur byrjað frábærlega,” sagði Southgate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×