Hannes vinsæll á kínverskum samfélagsmiðlum Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2018 07:51 Hannes Þór Halldórsson grípur ekki bara bolta - heldur líka athygli. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir grátlegt tap gegn Nígeríu á föstudag hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vakið mikla eftirtekt í Kína frá því að heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi. Kínverjar, þrátt fyrir að vera ríflega 1,4 milljarðar talsins, eiga ekki landslið á mótinu í ár. Þeim þykir því harla merkilegt að smáþjóðin Íslendingar leiki nú á stærsta fótboltasviði heimsins. Jafntefli íslenska landsliðsins gegn Argentínu þótti mikið afrek á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. „Ísland er kannski lítið land á heimsmeistaramótinu, en það fangaði hug og hjörtu okkar,“ segir í færslu eins kínversks netverja sem deilt hefur verið mörgþúsund sinnum. Forvitnilegar greinar um íslenska landsliðið hafa að sama skapi farið á mikið flug á Weibo. Það að landsliðsþjálfarinn sé tannlæknir og markmaðurinn sé kvikmyndagerðarmaður þykir þannig gríðarlega merkilegt eystra, en rúmlega 100 þúsund kínverjar hafa deilt frétt um málið á samfélagsmiðlinum. Þá er Hannes Þór Halldórsson sagður hafa öðlast rúmlega 30 þúsund nýja fylgjendur á Weibo á tveimur sólarhringum eftir fræknar markvörslur hans gegn Argentínu. Næstum 50 þúsund Kínverjar fylgjast nú með færslum markmannsins á miðlinum.Á síðu Hannesar má sjá myndbandsskilaboð hans til fylgjenda sinna. Í þeim hvetur hann þá til að styðja íslenska landsliðið í blíðu og stríðu. Skilaboðunum hefur verið deilt næstum 7 þúsund sinnum og fengið rúmlega 50 þúsund kínversk „læk.“ Þessi mikla athygli í Kína er sögð hafa skilað sér í auknum áhuga á Íslandsferðum. Haft er eftir starfsmanni ferðaskrifstofu í Peking á vef ECNS að fyrirspurnum um Ísland hafi fjölgað mikið frá því að heimsmeistaramótið hófst. Sendiherra Íslands í Kína, Gunnar Snorri Gunnarsson, segir í samtali við sama miðil að Íslendingar taki Kínverjum fagnandi. Um 20 þúsund kínverskir ferðamenn hafi sótt landið heim á síðasta ári og unnið sé að því að einfalda vegabréfsáritunarferlið fyrir Kínverja. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að kínverskum ferðamönnum fjölgi á Íslandi á næstu árum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19 „Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38 Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Eftir mynd með ungri stelpu enduðu Hera og Gurrý í viðtölum við fjölmargar fréttastofur, fólk dreif að og bað um mynd. Fylgjendunum fjölgar á Instagram og eru þær í hópi flottustu áhorfenda HM að mati íþróttavefsíðu. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Þrátt fyrir grátlegt tap gegn Nígeríu á föstudag hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vakið mikla eftirtekt í Kína frá því að heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi. Kínverjar, þrátt fyrir að vera ríflega 1,4 milljarðar talsins, eiga ekki landslið á mótinu í ár. Þeim þykir því harla merkilegt að smáþjóðin Íslendingar leiki nú á stærsta fótboltasviði heimsins. Jafntefli íslenska landsliðsins gegn Argentínu þótti mikið afrek á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. „Ísland er kannski lítið land á heimsmeistaramótinu, en það fangaði hug og hjörtu okkar,“ segir í færslu eins kínversks netverja sem deilt hefur verið mörgþúsund sinnum. Forvitnilegar greinar um íslenska landsliðið hafa að sama skapi farið á mikið flug á Weibo. Það að landsliðsþjálfarinn sé tannlæknir og markmaðurinn sé kvikmyndagerðarmaður þykir þannig gríðarlega merkilegt eystra, en rúmlega 100 þúsund kínverjar hafa deilt frétt um málið á samfélagsmiðlinum. Þá er Hannes Þór Halldórsson sagður hafa öðlast rúmlega 30 þúsund nýja fylgjendur á Weibo á tveimur sólarhringum eftir fræknar markvörslur hans gegn Argentínu. Næstum 50 þúsund Kínverjar fylgjast nú með færslum markmannsins á miðlinum.Á síðu Hannesar má sjá myndbandsskilaboð hans til fylgjenda sinna. Í þeim hvetur hann þá til að styðja íslenska landsliðið í blíðu og stríðu. Skilaboðunum hefur verið deilt næstum 7 þúsund sinnum og fengið rúmlega 50 þúsund kínversk „læk.“ Þessi mikla athygli í Kína er sögð hafa skilað sér í auknum áhuga á Íslandsferðum. Haft er eftir starfsmanni ferðaskrifstofu í Peking á vef ECNS að fyrirspurnum um Ísland hafi fjölgað mikið frá því að heimsmeistaramótið hófst. Sendiherra Íslands í Kína, Gunnar Snorri Gunnarsson, segir í samtali við sama miðil að Íslendingar taki Kínverjum fagnandi. Um 20 þúsund kínverskir ferðamenn hafi sótt landið heim á síðasta ári og unnið sé að því að einfalda vegabréfsáritunarferlið fyrir Kínverja. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að kínverskum ferðamönnum fjölgi á Íslandi á næstu árum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19 „Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38 Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Eftir mynd með ungri stelpu enduðu Hera og Gurrý í viðtölum við fjölmargar fréttastofur, fólk dreif að og bað um mynd. Fylgjendunum fjölgar á Instagram og eru þær í hópi flottustu áhorfenda HM að mati íþróttavefsíðu. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19
„Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38
Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Eftir mynd með ungri stelpu enduðu Hera og Gurrý í viðtölum við fjölmargar fréttastofur, fólk dreif að og bað um mynd. Fylgjendunum fjölgar á Instagram og eru þær í hópi flottustu áhorfenda HM að mati íþróttavefsíðu. 22. júní 2018 07:00
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp