Fyrstu tvö árin liðu hratt að sögn forsetans Tómas G. skrifar 25. júní 2018 06:00 Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid fagna 2016. FrÉttablaðið/ANTON BRINK „Það er einstakur heiður að gegna þessu embætti, eins og fyrri forsetar geta líka vitnað um. Þessi tvö ár hafa liðið hratt, margt drifið á dagana og þannig verður það eflaust áfram,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við blaðið. Tilefnið er að í dag eru tvö ár síðan hann var kjörinn sjötti forseti lýðveldisins með 39,08 prósent atkvæða. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta. Hann var miðpunktur kosningabaráttunnar eftir að hann tilkynnti um framboð sitt 5. maí 2016, enda mældist hann ítrekað með langmest fylgi í könnunum í baráttunni. „Ég þakka öllum sem hafa stutt mig og okkur hjónin hér á Bessastöðum, og sjálfur sendi ég góðar kveðjur til strákanna okkar austur í Rússlandi.“Stefanía Óskarsdóttir.vísirÁ þessum tveimur árum sem Guðni hefur verið í embætti hefur ekki farið fram hjá neinum að forsetinn hefur ástríðu fyrir íþróttum. Greinilegt er að hugur hans er hjá strákunum okkar fyrir leikinn stóra á morgun. „Ef maður gerir sitt besta geta draumar ræst, og hvernig sem fer getur maður þó alltaf verið sáttur við sjálfan sig,“ segir forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að Guðni hafi verið farsæll og notið hylli í embætti og sér í lagi í fjölmiðlum fyrir að vera alþýðlegur. Greinilegt sé að mjög sé sóst eftir að fá Guðna til að koma hingað og þangað. Á hinu pólitíska sviði hafi hann ekki lent í neinum erfiðleikum. „Guðni var auðvitað strax í eldlínunni og reyndi á hann við stjórnarmyndunarviðræður 2016 og síðan aftur 2017. Þjóðin var ánægð með hann í því hlutverki og hvernig hann tókst á við það verkefni,“ segir Stefanía og nefnir tvö mál sem Guðni hefur beitt sér fyrir hvað varðar stjórnmálin innanlands. „Það er málið í kringum uppreist æru þegar hann skrifaði undir eins og formið gerir ráð fyrir og síðan þessi skipun dómara í landsrétt þegar hann óskaði eftir skýringu á staðfestingu dómara í landsrétt,“ segir Stefanía. Þessi tvö mál hafi reynt á eldri og nýrri túlkun á hlutverki forsetaembættisins. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
„Það er einstakur heiður að gegna þessu embætti, eins og fyrri forsetar geta líka vitnað um. Þessi tvö ár hafa liðið hratt, margt drifið á dagana og þannig verður það eflaust áfram,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við blaðið. Tilefnið er að í dag eru tvö ár síðan hann var kjörinn sjötti forseti lýðveldisins með 39,08 prósent atkvæða. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta. Hann var miðpunktur kosningabaráttunnar eftir að hann tilkynnti um framboð sitt 5. maí 2016, enda mældist hann ítrekað með langmest fylgi í könnunum í baráttunni. „Ég þakka öllum sem hafa stutt mig og okkur hjónin hér á Bessastöðum, og sjálfur sendi ég góðar kveðjur til strákanna okkar austur í Rússlandi.“Stefanía Óskarsdóttir.vísirÁ þessum tveimur árum sem Guðni hefur verið í embætti hefur ekki farið fram hjá neinum að forsetinn hefur ástríðu fyrir íþróttum. Greinilegt er að hugur hans er hjá strákunum okkar fyrir leikinn stóra á morgun. „Ef maður gerir sitt besta geta draumar ræst, og hvernig sem fer getur maður þó alltaf verið sáttur við sjálfan sig,“ segir forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að Guðni hafi verið farsæll og notið hylli í embætti og sér í lagi í fjölmiðlum fyrir að vera alþýðlegur. Greinilegt sé að mjög sé sóst eftir að fá Guðna til að koma hingað og þangað. Á hinu pólitíska sviði hafi hann ekki lent í neinum erfiðleikum. „Guðni var auðvitað strax í eldlínunni og reyndi á hann við stjórnarmyndunarviðræður 2016 og síðan aftur 2017. Þjóðin var ánægð með hann í því hlutverki og hvernig hann tókst á við það verkefni,“ segir Stefanía og nefnir tvö mál sem Guðni hefur beitt sér fyrir hvað varðar stjórnmálin innanlands. „Það er málið í kringum uppreist æru þegar hann skrifaði undir eins og formið gerir ráð fyrir og síðan þessi skipun dómara í landsrétt þegar hann óskaði eftir skýringu á staðfestingu dómara í landsrétt,“ segir Stefanía. Þessi tvö mál hafi reynt á eldri og nýrri túlkun á hlutverki forsetaembættisins.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57
Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58
Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26