Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2018 07:30 Miðjumaðurinn Emil Hallfreðsson og varnarmaðurinn Kári Árnason svara spurningum blaðamanna á fundinum í gær. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir afbragðs frammistöðu gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM þurfti Emil Hallfreðsson að gera sér að góðu að sitja á bekknum allan tímann gegn Nígeríu á föstudaginn. Eftir að hafa leikið leikkerfið 4-4-1-1 gegn Argentínu breytti landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson yfir í 4-4-2 fyrir leikinn gegn Nígeríu og fórnaði Emil fyrir annan framherja. „Það var auðvitað fúlt að vera á bekknum. Það er alltaf fúlt að vera á bekknum, sama hvar það er,“ sagði Emil þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í gær ásamt Kára Árnasyni. „Það var búið að ákveða fyrirfram að breyta um leikkerfi og spila með tvo framherja. Ég var tilbúinn að koma inn og er tilbúinn í næsta leik ef þarf. Liðið gengur fyrir og það er enginn leikmaður hjá okkur of stór til að vera á bekknum.“ Íslenska liðið hélt til Rostov við Don í gær. Það æfir á Rostov Arena í dag og á morgun er svo komið að leiknum mikilvæga gegn Króatíu, sem Ísland hefur mætt svo oft á síðustu árum. Til að ná markmiði sínu, að komast í 16-liða úrslit, þurfa Íslendingar að vinna Króata og treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríumenn á sama tíma, þó ekki stærra en íslenska liðið vinnur það króatíska sem er þegar komið áfram og svo gott sem búið að vinna riðilinn. Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, hefur gefið það út að hann muni gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Íslandi, m.a. til að koma í veg fyrir að leikmenn sem hafa fengið gult spjald fari í leikbann fyrir 16-liða úrslitin. Króatíski hópurinn er hins vegar breiður og góður eins og Kári sagði á blaðamannafundinum í gær. „Þetta er frábært lið. Það hefur ekki of mikil áhrif á þá þótt þeir breyti byrjunarliðinu því þeir eru með góða leikmenn sem leika í góðum liðum á bekknum,“ sagði Kári. „Við þurfum að spila mjög vel til að eiga möguleika.“ Miðvörðurinn öflugi segir að frammistaðan gegn Nígeríu hafi ekki verið alslæm en fyrsta markið hafi breytt leiknum. „Skipulagið riðlaðist full mikið og ég veit ekki af hverju. Við vorum alveg með þá í fyrri hálfleik þar sem þeir áttu ekki skot á markið. Fólk talar eins og við eigum að vinna Nígeríu. Það er ekki einn maður í liðinu sem hugsaði þannig. Við hugsuðum að við gætum unnið Nígeríu og ætluðum að gera það en þetta er engu að síður stórþjóð í fótbolta. Við hugsuðum ekki að við værum það góðir að við myndum rústa Nígeríu og halda svo í næsta leik. Það var ekki þannig,“ sagði Kári að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Þrátt fyrir afbragðs frammistöðu gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM þurfti Emil Hallfreðsson að gera sér að góðu að sitja á bekknum allan tímann gegn Nígeríu á föstudaginn. Eftir að hafa leikið leikkerfið 4-4-1-1 gegn Argentínu breytti landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson yfir í 4-4-2 fyrir leikinn gegn Nígeríu og fórnaði Emil fyrir annan framherja. „Það var auðvitað fúlt að vera á bekknum. Það er alltaf fúlt að vera á bekknum, sama hvar það er,“ sagði Emil þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í gær ásamt Kára Árnasyni. „Það var búið að ákveða fyrirfram að breyta um leikkerfi og spila með tvo framherja. Ég var tilbúinn að koma inn og er tilbúinn í næsta leik ef þarf. Liðið gengur fyrir og það er enginn leikmaður hjá okkur of stór til að vera á bekknum.“ Íslenska liðið hélt til Rostov við Don í gær. Það æfir á Rostov Arena í dag og á morgun er svo komið að leiknum mikilvæga gegn Króatíu, sem Ísland hefur mætt svo oft á síðustu árum. Til að ná markmiði sínu, að komast í 16-liða úrslit, þurfa Íslendingar að vinna Króata og treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríumenn á sama tíma, þó ekki stærra en íslenska liðið vinnur það króatíska sem er þegar komið áfram og svo gott sem búið að vinna riðilinn. Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, hefur gefið það út að hann muni gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Íslandi, m.a. til að koma í veg fyrir að leikmenn sem hafa fengið gult spjald fari í leikbann fyrir 16-liða úrslitin. Króatíski hópurinn er hins vegar breiður og góður eins og Kári sagði á blaðamannafundinum í gær. „Þetta er frábært lið. Það hefur ekki of mikil áhrif á þá þótt þeir breyti byrjunarliðinu því þeir eru með góða leikmenn sem leika í góðum liðum á bekknum,“ sagði Kári. „Við þurfum að spila mjög vel til að eiga möguleika.“ Miðvörðurinn öflugi segir að frammistaðan gegn Nígeríu hafi ekki verið alslæm en fyrsta markið hafi breytt leiknum. „Skipulagið riðlaðist full mikið og ég veit ekki af hverju. Við vorum alveg með þá í fyrri hálfleik þar sem þeir áttu ekki skot á markið. Fólk talar eins og við eigum að vinna Nígeríu. Það er ekki einn maður í liðinu sem hugsaði þannig. Við hugsuðum að við gætum unnið Nígeríu og ætluðum að gera það en þetta er engu að síður stórþjóð í fótbolta. Við hugsuðum ekki að við værum það góðir að við myndum rústa Nígeríu og halda svo í næsta leik. Það var ekki þannig,“ sagði Kári að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30