Ævistarf á fimm diskum Tómas G. skrifar 25. júní 2018 06:00 Stórstjarnan Ragnar Bjarnason er einn þeirra fjölmörgu sem túlkað hafa tónsmíðar Bjarna Hafþórs Helgasonar. „Ég gleymi aldrei þegar ég var í fyrsta skipti kallaður tónskáld. Það var 17. júní árið 1978 við útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri í Akureyrarkirkju. Tryggvi Gíslason skólameistari ávarpaði mig sem tónskáld þegar hann kallaði mig upp á svið,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem gaf út í síðasta mánuði stærsta útgáfuverkefni í sögu íslenskrar dægurtónlistar. Plötusafnið Fuglar hugans inniheldur nýjar upptökur og útsendingar á tónlist eftir hann. Samtals er um að ræða 75 lög á 5 diskum. Bjarni Hafþór segir að það hafi í raun verið eiginkona hans, Ingunn Wernersdóttir, sem stóð upp og sagði að nú þyrfti að gefa þetta út, að það yrði gert almennilega og með öllu tilheyrandi. Það varð síðan raunin. Mörg laga Bjarna Hafþórs eru þekkt en stór hluti laganna hefur ekki komið út áður. Lögin eru samin á heilu æviskeiði, tilefnin af ýmsum toga og þau því mjög ólík innbyrðis, popplög, ballöður, rokk, barnalög og allt þar á milli. Lögin eru frá árunum 1974-2016 og var 61 lag tekið upp í Lundgaard Studios í Danmörku í maí 2017, eftirvinnsla fór fram á Íslandi og tók eitt ár. Bjarni átti feikivinsæl lög með Skriðjöklunum og að sögn Bjarna lentu þau þar fyrir tilviljun. Annars hefur hann ekki mikið verið að auglýsa það sem hann hefur samið og oft verið spurður í gegnum tíðina hvar lögin séu. „Ég var alltaf í öðru og sinnti tónlist ekkert það mikið, en ég hef aldrei losnað við þörfina fyrir að semja lög og var bara að því fyrir sjálfan mig. Sjálfur hef eg aldrei farið fram sjálfur og spilað fyrir framan fólk.“ Gríðarleg vinna er á bak við plötuna og er tónlistarfólkið sem kemur að verkefninu samtals um 100 manns. Þar af eru söngvarar á plötunni 21.Útsetningar og stjórn voru í höndum Þóris Úlfarssonar. Bjarni gefur safnið út sjálfur og er það selt í Pennanum Eymundsson og á bensínstöðvum N1 um land allt. Einnig er allt safnið á Spotify og tonlist.is. Metnaðurinn á bak við útgáfu safnsins er mikill og skrifaðar voru út nótur fyrir öll lögin af Óskari Einarssyni sem fólk getur hlaðið niður endurgjaldslaust. Bjarni Hafþór segir að viðbrögðin við plötunni séu frábær enda sé um að ræða fjóra klukkutíma og tuttugu mínútur af tónlist. Svona verkefni er óhemju dýrt og mun ekki borga sig en Bjarni segir það vera forréttindi fyrir sig sem lagasmið að geta séð þetta allt saman á einum stað. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
„Ég gleymi aldrei þegar ég var í fyrsta skipti kallaður tónskáld. Það var 17. júní árið 1978 við útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri í Akureyrarkirkju. Tryggvi Gíslason skólameistari ávarpaði mig sem tónskáld þegar hann kallaði mig upp á svið,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem gaf út í síðasta mánuði stærsta útgáfuverkefni í sögu íslenskrar dægurtónlistar. Plötusafnið Fuglar hugans inniheldur nýjar upptökur og útsendingar á tónlist eftir hann. Samtals er um að ræða 75 lög á 5 diskum. Bjarni Hafþór segir að það hafi í raun verið eiginkona hans, Ingunn Wernersdóttir, sem stóð upp og sagði að nú þyrfti að gefa þetta út, að það yrði gert almennilega og með öllu tilheyrandi. Það varð síðan raunin. Mörg laga Bjarna Hafþórs eru þekkt en stór hluti laganna hefur ekki komið út áður. Lögin eru samin á heilu æviskeiði, tilefnin af ýmsum toga og þau því mjög ólík innbyrðis, popplög, ballöður, rokk, barnalög og allt þar á milli. Lögin eru frá árunum 1974-2016 og var 61 lag tekið upp í Lundgaard Studios í Danmörku í maí 2017, eftirvinnsla fór fram á Íslandi og tók eitt ár. Bjarni átti feikivinsæl lög með Skriðjöklunum og að sögn Bjarna lentu þau þar fyrir tilviljun. Annars hefur hann ekki mikið verið að auglýsa það sem hann hefur samið og oft verið spurður í gegnum tíðina hvar lögin séu. „Ég var alltaf í öðru og sinnti tónlist ekkert það mikið, en ég hef aldrei losnað við þörfina fyrir að semja lög og var bara að því fyrir sjálfan mig. Sjálfur hef eg aldrei farið fram sjálfur og spilað fyrir framan fólk.“ Gríðarleg vinna er á bak við plötuna og er tónlistarfólkið sem kemur að verkefninu samtals um 100 manns. Þar af eru söngvarar á plötunni 21.Útsetningar og stjórn voru í höndum Þóris Úlfarssonar. Bjarni gefur safnið út sjálfur og er það selt í Pennanum Eymundsson og á bensínstöðvum N1 um land allt. Einnig er allt safnið á Spotify og tonlist.is. Metnaðurinn á bak við útgáfu safnsins er mikill og skrifaðar voru út nótur fyrir öll lögin af Óskari Einarssyni sem fólk getur hlaðið niður endurgjaldslaust. Bjarni Hafþór segir að viðbrögðin við plötunni séu frábær enda sé um að ræða fjóra klukkutíma og tuttugu mínútur af tónlist. Svona verkefni er óhemju dýrt og mun ekki borga sig en Bjarni segir það vera forréttindi fyrir sig sem lagasmið að geta séð þetta allt saman á einum stað.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira