Órói innan lögreglunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2018 19:50 Mál lögregluþjóns sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisbrot liggur þungt á mörgum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn starfar ennþá hjá embættinu en ásakanir á hendur honum leiddu aldrei til ákæru. Að sögn lögreglustjóra þarf eitthvað nýtt að koma fram í málinu svo unnt sé að taka það upp að nýju. Á árunum 2009-2013 var umræddur lögregluþjónn nokkrum sinnum kærður fyrir kynferðisafbrot. Þá hafa þrjár stúlkur stigið fram í fjölmiðlum og greint frá meintu ofbeldi. Málið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu í framhaldi af því að fyrir nokkrum vikum þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu á heimili einnar stúlkunnar. Mannlíf greindi fyrst frá og þá hefur Stundin einnig fjallað um málið. Svo vildi til að rannsóknarlögreglumaðurinn sem sendur var á vettvang var sá sami og stúlkan hafði kært fyrir kynferðisbrot nokkrum árum áður. Annar lögreglumaður var að endingu fenginn í verkefnið eftir að móðir stúlkunnar útskýrði fyrir lögreglu hvernig í pottinn væri búið og tók skýrt fram að hann væri ekki velkominn á heimili mæðgnanna.Aldrei verið ákærður Það hefur sætt gagnrýni að á sínum tíma var manninum ekki vikið frá störfum á meðan rannsókn stóð yfir en starfar ennþá hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu yrði honum vikið frá störfum. Samkvæmt svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það ákvörðun ríkislögreglustjóra að víkja manninum ekki úr starfi og hefur ríkislögreglustjóri gert grein fyrir þeirri ákvörðun opinberlega. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru og maðurinn aldrei verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu, yrði honum vikið frá störfum nú. Lögreglan á Akranesi fór með rannsóknina á sínum tíma þar sem hún beindist að starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Saksóknari lét málið aftur á móti niður falla. Það er nú til skoðunar hjá sérstakri nefnd um eftirlit með lögreglu og eftir því sem fréttastofa kemst næst verður það tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal en sendi þess í stað skriflegt svar.Fréttablaðið/ErnirEitthvað nýtt þurfi að koma fram Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja með það innan lögreglunnar að málið hafi ekki verið tekið fastari tökum strax í upphafi. Þá eru einhverjir uggandi yfir því að hann starfi yfir höfuð ennþá hjá embættinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag en það var Stefán Eiríksson sem var lögreglustjóri þegar umrædd mál voru til rannsóknar. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Sigríður þó að þegar málum sé lokið í rannsókn og þau leiði ekki til ákæru þurfi eitthvað nýtt að koma fram eða líklegt að eitthvað nýtt komi fram til að unnt sé að taka þau upp að nýju. Þá segir hún aðspurð að engar kvartanir hafi borist embættinu vegna umrædds lögreglumanns síðan haustið 2014, hvorki af hálfu starfsmanna lögreglunnar né skjólstæðinga. Lögreglumál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Mál lögregluþjóns sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisbrot liggur þungt á mörgum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn starfar ennþá hjá embættinu en ásakanir á hendur honum leiddu aldrei til ákæru. Að sögn lögreglustjóra þarf eitthvað nýtt að koma fram í málinu svo unnt sé að taka það upp að nýju. Á árunum 2009-2013 var umræddur lögregluþjónn nokkrum sinnum kærður fyrir kynferðisafbrot. Þá hafa þrjár stúlkur stigið fram í fjölmiðlum og greint frá meintu ofbeldi. Málið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu í framhaldi af því að fyrir nokkrum vikum þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu á heimili einnar stúlkunnar. Mannlíf greindi fyrst frá og þá hefur Stundin einnig fjallað um málið. Svo vildi til að rannsóknarlögreglumaðurinn sem sendur var á vettvang var sá sami og stúlkan hafði kært fyrir kynferðisbrot nokkrum árum áður. Annar lögreglumaður var að endingu fenginn í verkefnið eftir að móðir stúlkunnar útskýrði fyrir lögreglu hvernig í pottinn væri búið og tók skýrt fram að hann væri ekki velkominn á heimili mæðgnanna.Aldrei verið ákærður Það hefur sætt gagnrýni að á sínum tíma var manninum ekki vikið frá störfum á meðan rannsókn stóð yfir en starfar ennþá hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu yrði honum vikið frá störfum. Samkvæmt svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það ákvörðun ríkislögreglustjóra að víkja manninum ekki úr starfi og hefur ríkislögreglustjóri gert grein fyrir þeirri ákvörðun opinberlega. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru og maðurinn aldrei verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu, yrði honum vikið frá störfum nú. Lögreglan á Akranesi fór með rannsóknina á sínum tíma þar sem hún beindist að starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Saksóknari lét málið aftur á móti niður falla. Það er nú til skoðunar hjá sérstakri nefnd um eftirlit með lögreglu og eftir því sem fréttastofa kemst næst verður það tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal en sendi þess í stað skriflegt svar.Fréttablaðið/ErnirEitthvað nýtt þurfi að koma fram Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja með það innan lögreglunnar að málið hafi ekki verið tekið fastari tökum strax í upphafi. Þá eru einhverjir uggandi yfir því að hann starfi yfir höfuð ennþá hjá embættinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag en það var Stefán Eiríksson sem var lögreglustjóri þegar umrædd mál voru til rannsóknar. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Sigríður þó að þegar málum sé lokið í rannsókn og þau leiði ekki til ákæru þurfi eitthvað nýtt að koma fram eða líklegt að eitthvað nýtt komi fram til að unnt sé að taka þau upp að nýju. Þá segir hún aðspurð að engar kvartanir hafi borist embættinu vegna umrædds lögreglumanns síðan haustið 2014, hvorki af hálfu starfsmanna lögreglunnar né skjólstæðinga.
Lögreglumál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira