Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 14:47 Brexit var mótmælt í London í gær á tveggja ára afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar örlagaríku. Vísir/Getty Viðvaranir stórfyrirtækja um afleiðingar þess ef Bretar segja skilið við Evrópusambandsins án þess að fyrir liggi samningur um framtíðarsamband þeirra eru „fullkomlega óviðeigandi“ að mati Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra Bretlands. Hann segir viðvaranirnar grafa undan Theresu May, forsætisráðherra, í viðræðum hennar við fulltrúa ESB. Merki eru um að gjá sé að myndast á milli stjórnenda fyrirtækja og forystu Íhaldsflokksins vegna Brexit. Flugvélaframleiðandinn Airbus varaði við því að framtíð fyrirtækisins á Bretlandi gæti verið í uppnámi ef svonefnt hart Brexit verður ofan á með engum samningi á milli Breta og ESB. Fyrirtækið framleiðir alla vængi á farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fleiri fyrirtæki hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni en lítið hefur þokast í samkomulagsátt á milli breska stjórnvalda og ESB. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum hafa ennfremur þrýst á May að útiloka ekki að segja skilið við sambandið án nokkurs samnings ef kjörin sem ESB býður eru ekki Bretum þóknanleg. Hunt, sem er talinn áhrifamikill innan Íhaldsflokksins, er ekki sáttur við viðvaranir fyrirtækjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC vísaði hann til viðkvæmrar stöðu í Brexit-samningaviðræðunum og mikilvægis þess að Bretar fylktu sér að baki May. „Því meira sem við gröfum undan Theresu May því líklegra er að við endum með graut sem verður alger hörmung fyrir alla,“ sagði Hunt. Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherrann, tók í sama streng og sagði viðvörunarorð fyrirtækjanna grafa undan samningsstöðu Breta, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fólkið sem setur þessi ummæli fram verður að skilja að það gæti verið að setja Bretland í krappa stöðu með því að setja þau fram,“ sagði Fox. Þá bárust fréttir af því um helgina að Boris Johnson, utanríkisráðherra, hefði hafnað áhyggjum viðskiptalífsins með fúkyrði á fundi með evrópskum erindrekum. Brexit Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Viðvaranir stórfyrirtækja um afleiðingar þess ef Bretar segja skilið við Evrópusambandsins án þess að fyrir liggi samningur um framtíðarsamband þeirra eru „fullkomlega óviðeigandi“ að mati Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra Bretlands. Hann segir viðvaranirnar grafa undan Theresu May, forsætisráðherra, í viðræðum hennar við fulltrúa ESB. Merki eru um að gjá sé að myndast á milli stjórnenda fyrirtækja og forystu Íhaldsflokksins vegna Brexit. Flugvélaframleiðandinn Airbus varaði við því að framtíð fyrirtækisins á Bretlandi gæti verið í uppnámi ef svonefnt hart Brexit verður ofan á með engum samningi á milli Breta og ESB. Fyrirtækið framleiðir alla vængi á farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fleiri fyrirtæki hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni en lítið hefur þokast í samkomulagsátt á milli breska stjórnvalda og ESB. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum hafa ennfremur þrýst á May að útiloka ekki að segja skilið við sambandið án nokkurs samnings ef kjörin sem ESB býður eru ekki Bretum þóknanleg. Hunt, sem er talinn áhrifamikill innan Íhaldsflokksins, er ekki sáttur við viðvaranir fyrirtækjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC vísaði hann til viðkvæmrar stöðu í Brexit-samningaviðræðunum og mikilvægis þess að Bretar fylktu sér að baki May. „Því meira sem við gröfum undan Theresu May því líklegra er að við endum með graut sem verður alger hörmung fyrir alla,“ sagði Hunt. Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherrann, tók í sama streng og sagði viðvörunarorð fyrirtækjanna grafa undan samningsstöðu Breta, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fólkið sem setur þessi ummæli fram verður að skilja að það gæti verið að setja Bretland í krappa stöðu með því að setja þau fram,“ sagði Fox. Þá bárust fréttir af því um helgina að Boris Johnson, utanríkisráðherra, hefði hafnað áhyggjum viðskiptalífsins með fúkyrði á fundi með evrópskum erindrekum.
Brexit Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira