Útsofinn Birkir segir strákana okkar í bullandi séns Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 24. júní 2018 12:30 Birkir Bjarnason átti erfiðan dag á skrifstofunni á móti Nígeríu. vísr/vilhelm Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, bar höfuðið hátt þegar að hann ræddi við fjölmiðla á æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær, daginn eftir tapið gegn Nígeríu í Volgograd. Þrátt fyrir að hlaupa úr sér lifur og lungu þurftu strákarnir okkar að sætta sig við 2-0 tap sem þýðir að ekki einu sinni sigur gegn Króatíu tryggir sæti Íslands í 16 liða úrslitum. Birkir átti auðvelt með að leggjast á koddann þegar heim var komið í gærkvöldi en okkar menn flugu rakleiðis til Kabardinka eftir að leik lauk í Volgograd.Lokaflautið var erfitt.vísir/vilhelmÞeir voru gríðarlega góðir „Ég svaf miklu betur núna en eftir Argentínuleikinn. Ég veit ekki af hverju það er. Mér líður bara ágætlega,“ segir Birkir sem lagði allt í verkefnið í ríflega 30 stiga hita. Það var ekki auðvelt. „Það var náttúrlega erfitt en við erum búnir að vera hérna í miklum hita í svolítinn tíma. Við erum kannski aðeins búnir að venjast hitanum en miðað við hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik var þetta mjög erfitt,“ segir Birkir. Íslenska liðið fékk á sig fyrsta markið úr skyndisókn sem kom upp úr föstu leikatriði. Það er eitthvað sem er óvanalegt að sjá til íslenska liðsins. Áttar Birkir sig á hvar leikurinn tapaðist? „Það er erfitt að segja til um. Ég er ekki búinn að sjá leikinn aftur. Þeir komast í skyndisókn eftir fast leikatriði frá okkur sem við erum ekki vanir að gera. Við erum vanir að loka á þetta og klára sókninar okkar. Svo voru Nígeríumenn bara gríðarlega góðir. Þetta var vel gert hjá þeim,“ segir Birkir.Birkir fær hér að finna fyrir því á móti Nígeríu.vísri/vilhelmErum með sterkt lið „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa þessu en það eru þrír dagar í næsta leik þannig að við verðum að gleyma þessum leik og undirbúa okkur fyrir þann næsta eins vel og við getum.“ Þrátt fyrir að örlögin séu úr höndum strákanna getur liðið enn komist áfram svo framarlega að það vinni Króatíu. Því munu íslensku strákarnir berjast til síðasta blóðdropa. „Við erum enn í bullandi séns. Allt getur gerst. Við þekkjum þetta króatíska lið inn og út. Við unnum það síðast og verðum að gera það aftur. Það verður erfitt en við erum sjálfir með gríðarlega sterkt lið og erum með mikið sjálfstraust og ætlum okkur að vinna,“ segir Birkir Bjarnason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, bar höfuðið hátt þegar að hann ræddi við fjölmiðla á æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær, daginn eftir tapið gegn Nígeríu í Volgograd. Þrátt fyrir að hlaupa úr sér lifur og lungu þurftu strákarnir okkar að sætta sig við 2-0 tap sem þýðir að ekki einu sinni sigur gegn Króatíu tryggir sæti Íslands í 16 liða úrslitum. Birkir átti auðvelt með að leggjast á koddann þegar heim var komið í gærkvöldi en okkar menn flugu rakleiðis til Kabardinka eftir að leik lauk í Volgograd.Lokaflautið var erfitt.vísir/vilhelmÞeir voru gríðarlega góðir „Ég svaf miklu betur núna en eftir Argentínuleikinn. Ég veit ekki af hverju það er. Mér líður bara ágætlega,“ segir Birkir sem lagði allt í verkefnið í ríflega 30 stiga hita. Það var ekki auðvelt. „Það var náttúrlega erfitt en við erum búnir að vera hérna í miklum hita í svolítinn tíma. Við erum kannski aðeins búnir að venjast hitanum en miðað við hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik var þetta mjög erfitt,“ segir Birkir. Íslenska liðið fékk á sig fyrsta markið úr skyndisókn sem kom upp úr föstu leikatriði. Það er eitthvað sem er óvanalegt að sjá til íslenska liðsins. Áttar Birkir sig á hvar leikurinn tapaðist? „Það er erfitt að segja til um. Ég er ekki búinn að sjá leikinn aftur. Þeir komast í skyndisókn eftir fast leikatriði frá okkur sem við erum ekki vanir að gera. Við erum vanir að loka á þetta og klára sókninar okkar. Svo voru Nígeríumenn bara gríðarlega góðir. Þetta var vel gert hjá þeim,“ segir Birkir.Birkir fær hér að finna fyrir því á móti Nígeríu.vísri/vilhelmErum með sterkt lið „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa þessu en það eru þrír dagar í næsta leik þannig að við verðum að gleyma þessum leik og undirbúa okkur fyrir þann næsta eins vel og við getum.“ Þrátt fyrir að örlögin séu úr höndum strákanna getur liðið enn komist áfram svo framarlega að það vinni Króatíu. Því munu íslensku strákarnir berjast til síðasta blóðdropa. „Við erum enn í bullandi séns. Allt getur gerst. Við þekkjum þetta króatíska lið inn og út. Við unnum það síðast og verðum að gera það aftur. Það verður erfitt en við erum sjálfir með gríðarlega sterkt lið og erum með mikið sjálfstraust og ætlum okkur að vinna,“ segir Birkir Bjarnason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira