Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason æfðu ekki í dag en þeir voru í meðhöndlun upp á hóteli. Þeir sem að spiluðu leikinn í gær tóku því rólega á meðan varamennirnir voru látnir hafa fyrir því og hoppa í pollum.
Eitt af skemmtilegri atvikum dagsins átti sér stað fyrir æfinguna þegar að Þorgrímur Þráinsson, landsliðsnefndarmaður, og Víðir Reynison, öryggisstjóri, spreyttu sig í íslenskri glímu en náðu ekki að fella hvorn annan.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með vélina á lofti í rigningunni í dag og tók myndirnar sem má sjá hér að ofan og neðan.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.







