Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta æfa í heimasveit í Kabardinka klukkan 11.00 að rússneskum tíma en þeir lentu rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi eftir tapið gegn Nígeríu.
Veðurfar í Kabardinka hefur frábært allan tímann á meðan dvöl strákanna hefur staðið yfir en einu sinni skellti á rigningu með þrumum og eldingum en það var síðdegis og truflaði æfingu okkar manna ekkert.
Það er algjört skýfall í Kabardinka og einnig heyrist í þrumum en Heimir Hallgrímsson virðist það ekkert láta á sig fá og er byrjað að stilla upp fyrir æfingu dagsins. Íslendingar auðvitað vanir því að æfa í allskonar veðri.
Óvíst er hversu margir taka þátt í æfingunni í dag en daginn eftir síðasta leik voru þeir Gylfi, Aron og Jóhann Berg eftir upp á hóteli í meðhöndlun og aðrir tóku minna á því á æfingasvæðinu.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka
Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti


Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
