Erlent

Hafna meiri plastúrgangi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Nóg komið af plastúrgangi frá útlöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Nóg komið af plastúrgangi frá útlöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kína, sem í nær 30 ár hefur tekið á móti plastúrgangi frá iðnaðarlöndum og endurunnið hann, hefur nú bannað slíkan innflutning.

Í frétt Dagens Næringsliv segir að undanfarin ár hafi plastúrgangurinn sem Kína hefur tekið við verið lélegur. Kínverjar framleiði sjálfir plast og séu ekki lengur háðir öðrum.

Innflutningsbannið er á næstum allt venjulegt plast sem notað er, allt frá sogrörum til plastpoka.

Yfir 45 lönd fluttu út plastúrgang til Kína árið 2016. Vegna innflutningsbannsins í Kína er búist við að sorpflokkun verði hætt sums staðar í Bandaríkjunum. Nú hafa ýmis ríki Bandaríkjanna aflétt takmörkunum á urðun plasts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×