ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. júní 2018 07:15 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Anton Brink „Ef Hvalur kemst upp með þetta, að skikka starfsmenn til að sniðganga tiltekið stéttarfélag, þá er um svo gróft brot að ræða að annað eins hefur ekki sést,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþýðusamband Íslands steig í gær fram og fordæmdi það sem sambandið kallar hefndaraðgerðir Hvals hf. gegn Verkalýðsfélagi Akraness. Eins og komið hefur fram tapaði Hvalur nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann. Þar voru honum dæmdar, með dráttarvöxtum, 700 þúsund krónur vegna brota á ráðningarsamningi. Vilhjálmur bendir á að allir samningar starfsmanna Hvals séu nákvæmlega eins og félagið telji því fordæmisgildi dómsins algert og geta numið 300 milljónum króna, þegar tillit er tekið til fjölda starfsmanna og þriggja vertíða. Við upphaf hvalvertíðar á dögunum bárust síðan þau tíðindi að Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, krefði starfsmenn sína um að þeir ættu ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness, heldur væru í Stéttarfélagi Vesturlands. ASÍ segir þetta klárt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið sé á um að atvinnurekendum sé óheimilt að hafa áhrif á, meðal annars, félagsaðild starfsmanna sinna. „Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekenda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur segir að félagið hafi mótmælt framgöngu Hvals harðlega bæði við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur kveðst ekkert hafa heyrt frá þeim. „Það á greinilega að svæfa málið, en fólk verður að átta sig á að þetta snýst ekki aðeins um félagið hér, einhver félagsgjöld eða félagssvæði, heldur allt launafólk. Að atvinnurekandi sé að refsa stéttarfélagi sem uppfyllir lagalega skyldu sína til að sækja réttindi félagsmanna sinna.“ Vilhjálmur bendir einnig á að svo virðist sem Kristján Loftsson sé fljótur að gleyma hvaða félag hafi staðið með honum í baráttunni fyrir því að hefja hvalveiðar á ný árið 2009 þegar til stóð að afturkalla veiðiheimildir. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjaramál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
„Ef Hvalur kemst upp með þetta, að skikka starfsmenn til að sniðganga tiltekið stéttarfélag, þá er um svo gróft brot að ræða að annað eins hefur ekki sést,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþýðusamband Íslands steig í gær fram og fordæmdi það sem sambandið kallar hefndaraðgerðir Hvals hf. gegn Verkalýðsfélagi Akraness. Eins og komið hefur fram tapaði Hvalur nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann. Þar voru honum dæmdar, með dráttarvöxtum, 700 þúsund krónur vegna brota á ráðningarsamningi. Vilhjálmur bendir á að allir samningar starfsmanna Hvals séu nákvæmlega eins og félagið telji því fordæmisgildi dómsins algert og geta numið 300 milljónum króna, þegar tillit er tekið til fjölda starfsmanna og þriggja vertíða. Við upphaf hvalvertíðar á dögunum bárust síðan þau tíðindi að Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, krefði starfsmenn sína um að þeir ættu ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness, heldur væru í Stéttarfélagi Vesturlands. ASÍ segir þetta klárt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið sé á um að atvinnurekendum sé óheimilt að hafa áhrif á, meðal annars, félagsaðild starfsmanna sinna. „Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekenda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur segir að félagið hafi mótmælt framgöngu Hvals harðlega bæði við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur kveðst ekkert hafa heyrt frá þeim. „Það á greinilega að svæfa málið, en fólk verður að átta sig á að þetta snýst ekki aðeins um félagið hér, einhver félagsgjöld eða félagssvæði, heldur allt launafólk. Að atvinnurekandi sé að refsa stéttarfélagi sem uppfyllir lagalega skyldu sína til að sækja réttindi félagsmanna sinna.“ Vilhjálmur bendir einnig á að svo virðist sem Kristján Loftsson sé fljótur að gleyma hvaða félag hafi staðið með honum í baráttunni fyrir því að hefja hvalveiðar á ný árið 2009 þegar til stóð að afturkalla veiðiheimildir. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjaramál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira