Vandmeðfarin lyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:30 Bensódíazepínlyf eru meðal annars notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum. Vísir/Vilhelm Þórgunnur Ársælsdóttir, yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala, segir bensódíazepín-lyf almennt örugg í notkun. Þau geti þó verið hættuleg ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum. „Bensódíazepín eru í flokki róandi lyfja. Þau hafa kvíðastillandi og róandi áhrif, eru vöðvaslakandi og krampastillandi. Þau eru almennt örugg lyf í notkun, en geta verið hættuleg og valdið öndunarslævingu ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum,“ segir Þórgunnur og minnir á mikilvægi þeirra. „Þau eru notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum, og eru afar mikilvæg og gagnleg lyf þegar þau eru notuð á réttan hátt. Eins og með öll áhrifarík lyf verður að gæta varúðar við notkun þeirra, og þau eru í flokki ávanabindandi lyfja, sem þýðir að þau geta valdið ávanabindingu, fíkn og fráhvörfum,“ segir Þórgunnur og segir almennt ekki æskilegt fyrir fólk með fíknisjúkdóma að nota þessi lyf. Þá séu lyfin gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. „Það er almennt ekki æskilegt fyrir fólk sem er með fíknisjúkdóm að nota þessi lyf, en fyrir aðra er ávanahætta lítil og lyfin eru almennt gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. Fyrir fólk sem er alvarlega veikt geta þau veitt mikla og mikilvæga líkn á erfiðum stundum, en eru sjaldan hjálpleg í langtíma notkun. Þó eru sumir sem hafa gagn af þessum lyfjum til lengri tíma, ef önnur lyf eða úrræði duga ekki, og ekki er um fíknivanda að ræða,“ segir Þórgunnur. Þórgunnur segir róandi lyf geta truflað meðferð við kvíða. „Við kvíðaröskunum er gagnlegra að nota önnur lyf, til dæmis svokölluð SSRI-lyf, sem eru ekki slævandi, og/eða viðtalsmeðferð, til dæmis hugræna atferlismeðferð. Ef róandi lyf eru notuð samhliða hugrænni atferlismeðferð getur það truflað meðferðina, því að í meðferðinni er mikilvægt að ná að upplifa kvíðann og læra að takast á við hann á annan hátt en áður, en það er ekki eins áhrifaríkt ef kvíðinn er dempaður af lyfjunum. Flest leitumst við við að upplifa góða líðan og hugarró í okkar daglega lífi, en það er ekki alltaf raunin alla daga. Eins og við komust ekki hjá því að upplifa stundum rigningardaga, þá líður okkur ekki alltaf vel, og það að finna fyrir kvíða og stundum svefnerfiðleikum, er eðlilegur hluti af lífinu. Við getum gert margt í daglegu lífi sem stuðlar að því að bæta líðan og auka þol okkar fyrir kvíða og erfiðum tilfinningum, og mikilvægt er að nota ekki lyf sem þessi af léttúð eða nauðsynjalausu. Fyrir þá sem glíma við slæman kvíða eða mikla vanlíðan er mikilvægt að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, og aldrei að fá „lánuð“ lyf sem eru ætluð öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Þórgunnur Ársælsdóttir, yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala, segir bensódíazepín-lyf almennt örugg í notkun. Þau geti þó verið hættuleg ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum. „Bensódíazepín eru í flokki róandi lyfja. Þau hafa kvíðastillandi og róandi áhrif, eru vöðvaslakandi og krampastillandi. Þau eru almennt örugg lyf í notkun, en geta verið hættuleg og valdið öndunarslævingu ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum,“ segir Þórgunnur og minnir á mikilvægi þeirra. „Þau eru notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum, og eru afar mikilvæg og gagnleg lyf þegar þau eru notuð á réttan hátt. Eins og með öll áhrifarík lyf verður að gæta varúðar við notkun þeirra, og þau eru í flokki ávanabindandi lyfja, sem þýðir að þau geta valdið ávanabindingu, fíkn og fráhvörfum,“ segir Þórgunnur og segir almennt ekki æskilegt fyrir fólk með fíknisjúkdóma að nota þessi lyf. Þá séu lyfin gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. „Það er almennt ekki æskilegt fyrir fólk sem er með fíknisjúkdóm að nota þessi lyf, en fyrir aðra er ávanahætta lítil og lyfin eru almennt gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. Fyrir fólk sem er alvarlega veikt geta þau veitt mikla og mikilvæga líkn á erfiðum stundum, en eru sjaldan hjálpleg í langtíma notkun. Þó eru sumir sem hafa gagn af þessum lyfjum til lengri tíma, ef önnur lyf eða úrræði duga ekki, og ekki er um fíknivanda að ræða,“ segir Þórgunnur. Þórgunnur segir róandi lyf geta truflað meðferð við kvíða. „Við kvíðaröskunum er gagnlegra að nota önnur lyf, til dæmis svokölluð SSRI-lyf, sem eru ekki slævandi, og/eða viðtalsmeðferð, til dæmis hugræna atferlismeðferð. Ef róandi lyf eru notuð samhliða hugrænni atferlismeðferð getur það truflað meðferðina, því að í meðferðinni er mikilvægt að ná að upplifa kvíðann og læra að takast á við hann á annan hátt en áður, en það er ekki eins áhrifaríkt ef kvíðinn er dempaður af lyfjunum. Flest leitumst við við að upplifa góða líðan og hugarró í okkar daglega lífi, en það er ekki alltaf raunin alla daga. Eins og við komust ekki hjá því að upplifa stundum rigningardaga, þá líður okkur ekki alltaf vel, og það að finna fyrir kvíða og stundum svefnerfiðleikum, er eðlilegur hluti af lífinu. Við getum gert margt í daglegu lífi sem stuðlar að því að bæta líðan og auka þol okkar fyrir kvíða og erfiðum tilfinningum, og mikilvægt er að nota ekki lyf sem þessi af léttúð eða nauðsynjalausu. Fyrir þá sem glíma við slæman kvíða eða mikla vanlíðan er mikilvægt að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, og aldrei að fá „lánuð“ lyf sem eru ætluð öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00