Vandmeðfarin lyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:30 Bensódíazepínlyf eru meðal annars notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum. Vísir/Vilhelm Þórgunnur Ársælsdóttir, yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala, segir bensódíazepín-lyf almennt örugg í notkun. Þau geti þó verið hættuleg ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum. „Bensódíazepín eru í flokki róandi lyfja. Þau hafa kvíðastillandi og róandi áhrif, eru vöðvaslakandi og krampastillandi. Þau eru almennt örugg lyf í notkun, en geta verið hættuleg og valdið öndunarslævingu ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum,“ segir Þórgunnur og minnir á mikilvægi þeirra. „Þau eru notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum, og eru afar mikilvæg og gagnleg lyf þegar þau eru notuð á réttan hátt. Eins og með öll áhrifarík lyf verður að gæta varúðar við notkun þeirra, og þau eru í flokki ávanabindandi lyfja, sem þýðir að þau geta valdið ávanabindingu, fíkn og fráhvörfum,“ segir Þórgunnur og segir almennt ekki æskilegt fyrir fólk með fíknisjúkdóma að nota þessi lyf. Þá séu lyfin gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. „Það er almennt ekki æskilegt fyrir fólk sem er með fíknisjúkdóm að nota þessi lyf, en fyrir aðra er ávanahætta lítil og lyfin eru almennt gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. Fyrir fólk sem er alvarlega veikt geta þau veitt mikla og mikilvæga líkn á erfiðum stundum, en eru sjaldan hjálpleg í langtíma notkun. Þó eru sumir sem hafa gagn af þessum lyfjum til lengri tíma, ef önnur lyf eða úrræði duga ekki, og ekki er um fíknivanda að ræða,“ segir Þórgunnur. Þórgunnur segir róandi lyf geta truflað meðferð við kvíða. „Við kvíðaröskunum er gagnlegra að nota önnur lyf, til dæmis svokölluð SSRI-lyf, sem eru ekki slævandi, og/eða viðtalsmeðferð, til dæmis hugræna atferlismeðferð. Ef róandi lyf eru notuð samhliða hugrænni atferlismeðferð getur það truflað meðferðina, því að í meðferðinni er mikilvægt að ná að upplifa kvíðann og læra að takast á við hann á annan hátt en áður, en það er ekki eins áhrifaríkt ef kvíðinn er dempaður af lyfjunum. Flest leitumst við við að upplifa góða líðan og hugarró í okkar daglega lífi, en það er ekki alltaf raunin alla daga. Eins og við komust ekki hjá því að upplifa stundum rigningardaga, þá líður okkur ekki alltaf vel, og það að finna fyrir kvíða og stundum svefnerfiðleikum, er eðlilegur hluti af lífinu. Við getum gert margt í daglegu lífi sem stuðlar að því að bæta líðan og auka þol okkar fyrir kvíða og erfiðum tilfinningum, og mikilvægt er að nota ekki lyf sem þessi af léttúð eða nauðsynjalausu. Fyrir þá sem glíma við slæman kvíða eða mikla vanlíðan er mikilvægt að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, og aldrei að fá „lánuð“ lyf sem eru ætluð öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Sjá meira
Þórgunnur Ársælsdóttir, yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala, segir bensódíazepín-lyf almennt örugg í notkun. Þau geti þó verið hættuleg ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum. „Bensódíazepín eru í flokki róandi lyfja. Þau hafa kvíðastillandi og róandi áhrif, eru vöðvaslakandi og krampastillandi. Þau eru almennt örugg lyf í notkun, en geta verið hættuleg og valdið öndunarslævingu ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum,“ segir Þórgunnur og minnir á mikilvægi þeirra. „Þau eru notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum, og eru afar mikilvæg og gagnleg lyf þegar þau eru notuð á réttan hátt. Eins og með öll áhrifarík lyf verður að gæta varúðar við notkun þeirra, og þau eru í flokki ávanabindandi lyfja, sem þýðir að þau geta valdið ávanabindingu, fíkn og fráhvörfum,“ segir Þórgunnur og segir almennt ekki æskilegt fyrir fólk með fíknisjúkdóma að nota þessi lyf. Þá séu lyfin gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. „Það er almennt ekki æskilegt fyrir fólk sem er með fíknisjúkdóm að nota þessi lyf, en fyrir aðra er ávanahætta lítil og lyfin eru almennt gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. Fyrir fólk sem er alvarlega veikt geta þau veitt mikla og mikilvæga líkn á erfiðum stundum, en eru sjaldan hjálpleg í langtíma notkun. Þó eru sumir sem hafa gagn af þessum lyfjum til lengri tíma, ef önnur lyf eða úrræði duga ekki, og ekki er um fíknivanda að ræða,“ segir Þórgunnur. Þórgunnur segir róandi lyf geta truflað meðferð við kvíða. „Við kvíðaröskunum er gagnlegra að nota önnur lyf, til dæmis svokölluð SSRI-lyf, sem eru ekki slævandi, og/eða viðtalsmeðferð, til dæmis hugræna atferlismeðferð. Ef róandi lyf eru notuð samhliða hugrænni atferlismeðferð getur það truflað meðferðina, því að í meðferðinni er mikilvægt að ná að upplifa kvíðann og læra að takast á við hann á annan hátt en áður, en það er ekki eins áhrifaríkt ef kvíðinn er dempaður af lyfjunum. Flest leitumst við við að upplifa góða líðan og hugarró í okkar daglega lífi, en það er ekki alltaf raunin alla daga. Eins og við komust ekki hjá því að upplifa stundum rigningardaga, þá líður okkur ekki alltaf vel, og það að finna fyrir kvíða og stundum svefnerfiðleikum, er eðlilegur hluti af lífinu. Við getum gert margt í daglegu lífi sem stuðlar að því að bæta líðan og auka þol okkar fyrir kvíða og erfiðum tilfinningum, og mikilvægt er að nota ekki lyf sem þessi af léttúð eða nauðsynjalausu. Fyrir þá sem glíma við slæman kvíða eða mikla vanlíðan er mikilvægt að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, og aldrei að fá „lánuð“ lyf sem eru ætluð öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00