Áhrifamáttur ljósmynda: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlku við landamærin Margrét Helga Erlingsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 23. júní 2018 00:27 Ljósmyndin sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur víða vakið athygli. Vísir/Getty Mynd af tveggja ára grátandi stúlku við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna hefur vakið athygli víða um heim og hefur orðið eins konar táknmynd fyrir hina harðneskjulegu innflytjendastefnu „ekkert umburðarlyndi“. Fleiri en 2.300 börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðan stefnan var tekin upp. Þrátt fyrir að stúlkan á myndinni sé jafnan notuð við fréttir sem fjalla um aðskilnað barna og foreldra sem koma ólöglega til Bandaríkjanna þá var það ekki raunin í þessu tilviki. Myndin er vissulega tekin við erfiðar aðstæður og við landamærin en mæðgurnar voru ekki aðskildar heldur dvelja þær saman í landamærabúðum í Texas. John Moore, fréttaljósmyndari fyrir Getty Images, tók myndina og sagði frá því sem fyrir augu bar þegar hún var tekin. Móðir stúlkunnar, Sandra Sanchez, var nýbúin að gefa dóttur sinni brjóst og var beðin um að setja hana niður rétt á meðan að landamæravörður leitaði á henni og þá hafi myndin verið tekin. Mæðgurnar eru saman í landamærabúðum í Texas og bíða þar eftir hæli. Mæðgurnar eru frá Hondúras. Í samtali við Reuters segir faðir stelpunnar, Denis Valera, að hún sé orðin einskonar táknmynd fyrir þá aðskilnaðarstefnu sem Bandaríkin framfylgja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Myndin hafi jafnvel orðið til þess að hreyfa við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Það nístir inn að beini að sjá það sem hún upplifði akkúrat á þessu augnabliki“ segir Dennis Valera. Tímaritið TIME notaði myndina á nýjustu forsíðu sinni þar sem stelpunni er telft á móti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Áhrifamáttur myndarinnar hefur auk þess orðið til þess að háar fjárhæðir hafa safnast í sjóði til styrktar innflytjendum.Forsíðan þykir áhrifarík.Vísir/TimesForsíða Time hefur einnig vakið mikla athygli. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45 Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Mynd af tveggja ára grátandi stúlku við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna hefur vakið athygli víða um heim og hefur orðið eins konar táknmynd fyrir hina harðneskjulegu innflytjendastefnu „ekkert umburðarlyndi“. Fleiri en 2.300 börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðan stefnan var tekin upp. Þrátt fyrir að stúlkan á myndinni sé jafnan notuð við fréttir sem fjalla um aðskilnað barna og foreldra sem koma ólöglega til Bandaríkjanna þá var það ekki raunin í þessu tilviki. Myndin er vissulega tekin við erfiðar aðstæður og við landamærin en mæðgurnar voru ekki aðskildar heldur dvelja þær saman í landamærabúðum í Texas. John Moore, fréttaljósmyndari fyrir Getty Images, tók myndina og sagði frá því sem fyrir augu bar þegar hún var tekin. Móðir stúlkunnar, Sandra Sanchez, var nýbúin að gefa dóttur sinni brjóst og var beðin um að setja hana niður rétt á meðan að landamæravörður leitaði á henni og þá hafi myndin verið tekin. Mæðgurnar eru saman í landamærabúðum í Texas og bíða þar eftir hæli. Mæðgurnar eru frá Hondúras. Í samtali við Reuters segir faðir stelpunnar, Denis Valera, að hún sé orðin einskonar táknmynd fyrir þá aðskilnaðarstefnu sem Bandaríkin framfylgja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Myndin hafi jafnvel orðið til þess að hreyfa við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Það nístir inn að beini að sjá það sem hún upplifði akkúrat á þessu augnabliki“ segir Dennis Valera. Tímaritið TIME notaði myndina á nýjustu forsíðu sinni þar sem stelpunni er telft á móti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Áhrifamáttur myndarinnar hefur auk þess orðið til þess að háar fjárhæðir hafa safnast í sjóði til styrktar innflytjendum.Forsíðan þykir áhrifarík.Vísir/TimesForsíða Time hefur einnig vakið mikla athygli.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45 Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45
Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00