Grindvíkingar eru byrjaðir að safna liði fyrir Dominos-deild karla á næsta ári en tveir nýir leikmenn gengu til liðs við félagið á dögunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Grindavíkur.
Hlynur Hreinsson skrifaði undir eins árs samning um að spila með liðinu en hann kemur frá FSu þar sem hann hefur verið lykilmaður undanfarin ár að því er segir í tilkynningunni.
Þá hefur Grindvíkingurinn Nökkvi Harðarson ákveðið að snúa aftur til Grindavíkur eftir dvöl hjá Vestra þar sem hann var meðal annars fyrirliði liðsins á síðasta tímabili.
Þeir Kristófer Breki Gylfason og Hilmir Kristjánsson framlengdu sína samninga við liðið en þeir hafa verið hluti af leikmannahópi Grindavíkur undanfarin ár.
Grindavík nær í tvo úr fyrstu deildinni
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn


Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti
