Stuðningsmenn í Volgograd: Mættir til að „fara á leikinn maður og drekka brennivín“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 12:30 Stemmingin var að magnast á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd fyrir leik Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan 15:00. Arnar Björnsson hitti á hressa stuðningsmenn sem voru tilbúnir til leiks. Hann hitti á tvo hressa menn, þá Ásgeir Gunnarsson og Bjarna Má Jónsson, sem hafa marga fjöruna sopið og spurði hvað þeir væru að gera. „Nú, fara á leikinn maður,“ sagði Ásgeir. „Og drekka brennivín,“ bætti Bjarni Már við. „Samkvæmt læknisráði, ef maður er kominn yfir sjötugt, þá á maður að fá sér snafs alltaf klukkan sex á kvöldin. Ég virði það og ef ég gleymi því þá fæ ég mér tvo daginn eftir.“ Ásgeir sagði þetta vera fyrsta leikinn sinn erlendis en Bjarni er búinn að fara oft. Spurðir um spá sagði Bjarni hann fara 2-0 fyrir Ísland en Ásgeir var aðeins svartsýnni og sagði 1-0 fyrir Ísland. Bjarni er greinilega að njóta lífsins til hins ýtrasta en hann ætlar að skella sér til Póllands og sjá Rolling Stones. Kapparnir lofuðu Arnari að þeir ætluðu að vera til friðs í stúkunni, „allavega fram í miðjan seinni hálfleik.“ Þetta stórkostlega viðtal má hlusta á og horfa hér í sjónvarpsglugganum í fréttinni. Leikur Íslands og Nígeríu hefst eins og áður segir klukkan 15:00 og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 „Vertu til er vorið kallar á þig“ gæti gert Volgograd að íslenskri gryfju Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. 22. júní 2018 10:15 Nígeríumenn „frusu“ úr kulda 1981 en „kafna“ Íslendingar úr hita 2018 Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. 22. júní 2018 12:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Sjá meira
Stemmingin var að magnast á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd fyrir leik Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan 15:00. Arnar Björnsson hitti á hressa stuðningsmenn sem voru tilbúnir til leiks. Hann hitti á tvo hressa menn, þá Ásgeir Gunnarsson og Bjarna Má Jónsson, sem hafa marga fjöruna sopið og spurði hvað þeir væru að gera. „Nú, fara á leikinn maður,“ sagði Ásgeir. „Og drekka brennivín,“ bætti Bjarni Már við. „Samkvæmt læknisráði, ef maður er kominn yfir sjötugt, þá á maður að fá sér snafs alltaf klukkan sex á kvöldin. Ég virði það og ef ég gleymi því þá fæ ég mér tvo daginn eftir.“ Ásgeir sagði þetta vera fyrsta leikinn sinn erlendis en Bjarni er búinn að fara oft. Spurðir um spá sagði Bjarni hann fara 2-0 fyrir Ísland en Ásgeir var aðeins svartsýnni og sagði 1-0 fyrir Ísland. Bjarni er greinilega að njóta lífsins til hins ýtrasta en hann ætlar að skella sér til Póllands og sjá Rolling Stones. Kapparnir lofuðu Arnari að þeir ætluðu að vera til friðs í stúkunni, „allavega fram í miðjan seinni hálfleik.“ Þetta stórkostlega viðtal má hlusta á og horfa hér í sjónvarpsglugganum í fréttinni. Leikur Íslands og Nígeríu hefst eins og áður segir klukkan 15:00 og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 „Vertu til er vorið kallar á þig“ gæti gert Volgograd að íslenskri gryfju Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. 22. júní 2018 10:15 Nígeríumenn „frusu“ úr kulda 1981 en „kafna“ Íslendingar úr hita 2018 Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. 22. júní 2018 12:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Sjá meira
Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00
„Vertu til er vorið kallar á þig“ gæti gert Volgograd að íslenskri gryfju Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. 22. júní 2018 10:15
Nígeríumenn „frusu“ úr kulda 1981 en „kafna“ Íslendingar úr hita 2018 Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. 22. júní 2018 12:30