Vængstýfðir Ofurernir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2018 12:00 Victor Moses er ein stærsta sjarna níígeríska liðsins. Vísir/Getty Nígería hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum frá 1994 ef frá er talið HM í Þýskalandi 2006. Nígeríumenn voru öflugir á HM 1994 og 1998 en á síðustu mótum hefur uppskeran verið rýr, þótt mannskapurinn hafi oftar en ekki verið öflugur. Nígería tapaði 2-0 fyrir Króatíu í fyrsta leik sínum á HM á laugardaginn. Nígeríska liðið sýndi ekki sínar bestu hliðar og það króatíska þurfti ekki að spila vel til að ná í öll þrjú stigin. Pressan er á Nígeríu fyrir leikinn gegn Íslandi en Ofurernirnir þurfa að fá eitthvað út úr leiknum ætli liðið sér áfram í 16-liða úrslit. Síðan Þjóðverjinn Gernot Rohr tók við nígeríska liðinu 2016 hefur hann sett traust sitt á unga leikmenn. Til marks um það er nígeríska liðið það yngsta á HM en meðalaldurinn er rétt tæp 26 ár. Elsti leikmaðurinn í hópnum er varamarkvörðurinn Daniel Akpeyi sem verður 32 ára í ágúst. Nígería hefur oft haft stærri stjörnur innanborðs en liðsheildin er þétt. Miðjan er sterkasti hluti liðsins. Wilfried Ndidi er frábær varnarsinnaður miðjumaður, en hann er öflugur í návígjum. Með honum á miðjunni eru Oghenerako Etebo og fyrirliðinn Jon Obi Mikel. Etebo skoraði sjálfsmark gegn Króatíu en sýndi góða takta þess utan. Hann átti t.a.m. níu heppnuð hlaup með boltann í þeim leik, en enginn leikmaður átti fleiri slík í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Þrátt fyrir að vera aðeins 31 árs hefur Mikel verið lengi að og vann allt sem hægt var að vinna með Chelsea á sínum tíma. Mikel er gríðarlega mikilvægur í nígeríska liðinu þegar kemur að því stjórna hraða leiksins og að koma boltanum á fremstu menn. Föst leikatriði hafa oft verið helsti veikleiki nígeríska liðsins og miðað við leikinn gegn Króatíu hefur það ekkert breyst. Bæði mörk Króata komu eftir föst leikatriði. Nígería fékk einnig mark á sig eftir hornspyrnu í vináttulandsleik gegn Englandi í aðdraganda HM. Markvarðastaðan er vandamál hjá Nígeríu. Vincent Enyeama stóð í nígeríska markinu í rúman áratug en er hættur í landsliðinu. Þá glímir Carl Ikeme, fyrrverandi samherji Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolves, við hvítblæði og er fjarri góðu gamni. Rohr missti fljótlega trúna á Ikechukwu Ezenwa og veðjaði á hinn 19 ára Francis Uzoho sem lék gegn Króatíu. Hann þykir hæfileikaríkur en skortir reynslu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Nígería hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum frá 1994 ef frá er talið HM í Þýskalandi 2006. Nígeríumenn voru öflugir á HM 1994 og 1998 en á síðustu mótum hefur uppskeran verið rýr, þótt mannskapurinn hafi oftar en ekki verið öflugur. Nígería tapaði 2-0 fyrir Króatíu í fyrsta leik sínum á HM á laugardaginn. Nígeríska liðið sýndi ekki sínar bestu hliðar og það króatíska þurfti ekki að spila vel til að ná í öll þrjú stigin. Pressan er á Nígeríu fyrir leikinn gegn Íslandi en Ofurernirnir þurfa að fá eitthvað út úr leiknum ætli liðið sér áfram í 16-liða úrslit. Síðan Þjóðverjinn Gernot Rohr tók við nígeríska liðinu 2016 hefur hann sett traust sitt á unga leikmenn. Til marks um það er nígeríska liðið það yngsta á HM en meðalaldurinn er rétt tæp 26 ár. Elsti leikmaðurinn í hópnum er varamarkvörðurinn Daniel Akpeyi sem verður 32 ára í ágúst. Nígería hefur oft haft stærri stjörnur innanborðs en liðsheildin er þétt. Miðjan er sterkasti hluti liðsins. Wilfried Ndidi er frábær varnarsinnaður miðjumaður, en hann er öflugur í návígjum. Með honum á miðjunni eru Oghenerako Etebo og fyrirliðinn Jon Obi Mikel. Etebo skoraði sjálfsmark gegn Króatíu en sýndi góða takta þess utan. Hann átti t.a.m. níu heppnuð hlaup með boltann í þeim leik, en enginn leikmaður átti fleiri slík í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Þrátt fyrir að vera aðeins 31 árs hefur Mikel verið lengi að og vann allt sem hægt var að vinna með Chelsea á sínum tíma. Mikel er gríðarlega mikilvægur í nígeríska liðinu þegar kemur að því stjórna hraða leiksins og að koma boltanum á fremstu menn. Föst leikatriði hafa oft verið helsti veikleiki nígeríska liðsins og miðað við leikinn gegn Króatíu hefur það ekkert breyst. Bæði mörk Króata komu eftir föst leikatriði. Nígería fékk einnig mark á sig eftir hornspyrnu í vináttulandsleik gegn Englandi í aðdraganda HM. Markvarðastaðan er vandamál hjá Nígeríu. Vincent Enyeama stóð í nígeríska markinu í rúman áratug en er hættur í landsliðinu. Þá glímir Carl Ikeme, fyrrverandi samherji Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolves, við hvítblæði og er fjarri góðu gamni. Rohr missti fljótlega trúna á Ikechukwu Ezenwa og veðjaði á hinn 19 ára Francis Uzoho sem lék gegn Króatíu. Hann þykir hæfileikaríkur en skortir reynslu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira