Nálgast að vera með betri vatnsárum Landsvirkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2018 21:00 Stöðvarstjóri Þjórsársvæðis, Georg Þór Pálsson, við Þórisvatn í gær. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Það eru ekki allir sem bölva rigningunni. Stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði er kátur að sjá vatnið streyma inn í virkjunarlónin og sér fram á þetta verði með betri vatnsárum. Rætt var við Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóra Þjórsársvæðis, í fréttum Stöðvar 2.Útfall Þórisvatns var áður við norðanvert vatnið út í Köldukvísl en eftir að stíflað var við Þórisós árið 1972 varð þetta stærsta stöðuvatn landsins. Þórisvatn er jafnframt mikilvægasta vatnsforðabúr Landsvirkjunar og fæðir sex virkjanir fyrir neðan. Afrennsli Þórisvatns er nú stjórnað um lokumannvirki, sem beinir vatninu um skurð til Vatnsfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Afrennsli þess er nú til suðurs um Þórisvatnsloku en með henni er vatnsrennsli stjórnað til virkjananna. Yfirborð Þórisvatns getur sveiflast um allt að átján metra en undanfarnar vikur hefur það stigið hratt. „Við erum allavega mjög kát þegar það bætist í lónið og það hefur verið núna, frá því í annarri viku maí, mjög góð stigning í lóninu, þannig að miðað við árstíma erum við á mjög góðum stað,“ segir Georg. Þannig nemur hækkun vatnsyfirborðs sex metrum á síðustu tveimur mánuðum.Séð yfir Þórisvatn í gær. Hágöngur í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Yfirborðið er þó ekki búið að ná stöðunni á sama tíma í fyrra en síðasta vatnsár var óvenju gott, að sögn Georgs. „En þetta fer að nálgast að vera með betri vatnsárum.“ Stöðvarstjórinn reiknar þó með að úr þessu hægji á hækkuninni enda sé snjóbráðin að mestu búin. Mælar Landsvirkjunar sýna að núna vantar aðeins um tvo og hálfan metra upp á mestu mögulegu hæð en Þórisvatn fer á yfirfall í 579 metra hæð yfir sjávarmáli og telst þá fullt.Þórisvatnsloka. Yfirborð Þórisvatns fyrir innan vantar núna aðeins um tvo og hálfan metra til að komast í efstu hæð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vonandi fyllist það núna í lok ágúst eða byrjun september. Við verðum aðeins að sjá til hverju fram vindur.“ -Á þetta við um öll lón Landsvirkjunar? „Já, ég held að vatnsstaðan sé almennt mjög góð. Veðrið hefur verið okkur hagstætt, þó að allir landsmenn hafi kannski ekki verið ánægðir með það,“ segir stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Það eru ekki allir sem bölva rigningunni. Stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði er kátur að sjá vatnið streyma inn í virkjunarlónin og sér fram á þetta verði með betri vatnsárum. Rætt var við Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóra Þjórsársvæðis, í fréttum Stöðvar 2.Útfall Þórisvatns var áður við norðanvert vatnið út í Köldukvísl en eftir að stíflað var við Þórisós árið 1972 varð þetta stærsta stöðuvatn landsins. Þórisvatn er jafnframt mikilvægasta vatnsforðabúr Landsvirkjunar og fæðir sex virkjanir fyrir neðan. Afrennsli Þórisvatns er nú stjórnað um lokumannvirki, sem beinir vatninu um skurð til Vatnsfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Afrennsli þess er nú til suðurs um Þórisvatnsloku en með henni er vatnsrennsli stjórnað til virkjananna. Yfirborð Þórisvatns getur sveiflast um allt að átján metra en undanfarnar vikur hefur það stigið hratt. „Við erum allavega mjög kát þegar það bætist í lónið og það hefur verið núna, frá því í annarri viku maí, mjög góð stigning í lóninu, þannig að miðað við árstíma erum við á mjög góðum stað,“ segir Georg. Þannig nemur hækkun vatnsyfirborðs sex metrum á síðustu tveimur mánuðum.Séð yfir Þórisvatn í gær. Hágöngur í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Yfirborðið er þó ekki búið að ná stöðunni á sama tíma í fyrra en síðasta vatnsár var óvenju gott, að sögn Georgs. „En þetta fer að nálgast að vera með betri vatnsárum.“ Stöðvarstjórinn reiknar þó með að úr þessu hægji á hækkuninni enda sé snjóbráðin að mestu búin. Mælar Landsvirkjunar sýna að núna vantar aðeins um tvo og hálfan metra upp á mestu mögulegu hæð en Þórisvatn fer á yfirfall í 579 metra hæð yfir sjávarmáli og telst þá fullt.Þórisvatnsloka. Yfirborð Þórisvatns fyrir innan vantar núna aðeins um tvo og hálfan metra til að komast í efstu hæð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vonandi fyllist það núna í lok ágúst eða byrjun september. Við verðum aðeins að sjá til hverju fram vindur.“ -Á þetta við um öll lón Landsvirkjunar? „Já, ég held að vatnsstaðan sé almennt mjög góð. Veðrið hefur verið okkur hagstætt, þó að allir landsmenn hafi kannski ekki verið ánægðir með það,“ segir stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira