Drífa segir gott að lýðræðisbyltingin náði inn í ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2018 18:45 Drífa Snædal er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Fréttablaðið/Auðunn Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. Það sé gott að lýðræðisbyltingin hafi náð inn í hreyfinguna sem verði að ná vopnum sínum gagnvart atvinnurekendum og ríkisvaldinu. Óróleiki sé til marks um líf innan hreyfingarinnar. Eftir að Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti í gær að hann sæktist ekki eftir endurkjöri í embætti forseta Alþýðusambandsins hefur eðlilega verið horft til þeirra sem helst hafa gagnrýnt hann. Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík hafa hins vegar öll gefið út að þau sækist ekki eftir embættinu. Sverrir Albertsson lýsti því aftur á móti yfir í fréttum okkar í gær að hann gæfi kost á sér. „Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar,” sagði Sverrir í gær. Hreyfingin þyrfti á því að halda að sameina kraftana eftir ólguna innan hennar að undanförnu. Undir það tekur Drífa Snædal sem margir hafa nefnt sem mögulegan næsta forseta ASÍ. „Ég er búin að lofa að hugsa málið. Ég tel að það liggi ekkert á. Það er þing í haust og ég mun taka ákvörðun í haust,” segir Drífa. Fáir efast aftur á móti um að Drífa valdi ekki starfinu og ef hún næði kjöri á 300 manna þingi ASÍ yrði hún fyrsta konan í aldarsögu hreyfingarinnar til að gera það, þótt hún segi að það yrði ekki grundvöllur fyrir hana til að bjóða sig fram. Hún segir hins vegar eðlilegt að breytingar eigi sér stað innan hreyfingarinnar.Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust.„Það var kannski kominn tími til að það yrðu breytingar í hreyfingunni. Að þessi lýðræðisbylgja sem hefur verið í öllu samfélaginu næði inn fyrir verkalýðshreyfinguna. Ég er fegin að hún gerði það því ef hún hefði ekki náð inn hefði verkalýðshreyfingin ekki verið sérlega lifandi afl,” segir Drífa. Það verði alltaf óróleiki að einhverju marki í verkalýðshreyfingunni enda sé það lífsmark að svo sé. Alþýðusambandið verði engu að síður að ná vopnum sínum og verkalýðshreyfingin að vera samtaka í kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Annars væri hreyfingin ekki að sinna hagsmunum vinnandi fólks í landinu. „Það er hið stóra verkefni sem liggur fyrir í haust. En það verkefni verður ekki útkljáð fyrr en á þingi Alþýðusambandsins í október. Þannig að við verðum að þola einhver yfirgangstíma núna og óróleika,” segir Drífa. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að deilurnar að undanförnu hafi snúist allt of mikið um persónur og leikendur en ekki málefni. „Hver er forseti ASÍ hverju sinni er ekki aðalmálið. Aðalmálið er hvaða ákvarðanir eru lýðræðislega teknar í hreyfingunni,” segir Drífa Snædal. Kjaramál Tengdar fréttir Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. Það sé gott að lýðræðisbyltingin hafi náð inn í hreyfinguna sem verði að ná vopnum sínum gagnvart atvinnurekendum og ríkisvaldinu. Óróleiki sé til marks um líf innan hreyfingarinnar. Eftir að Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti í gær að hann sæktist ekki eftir endurkjöri í embætti forseta Alþýðusambandsins hefur eðlilega verið horft til þeirra sem helst hafa gagnrýnt hann. Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík hafa hins vegar öll gefið út að þau sækist ekki eftir embættinu. Sverrir Albertsson lýsti því aftur á móti yfir í fréttum okkar í gær að hann gæfi kost á sér. „Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar,” sagði Sverrir í gær. Hreyfingin þyrfti á því að halda að sameina kraftana eftir ólguna innan hennar að undanförnu. Undir það tekur Drífa Snædal sem margir hafa nefnt sem mögulegan næsta forseta ASÍ. „Ég er búin að lofa að hugsa málið. Ég tel að það liggi ekkert á. Það er þing í haust og ég mun taka ákvörðun í haust,” segir Drífa. Fáir efast aftur á móti um að Drífa valdi ekki starfinu og ef hún næði kjöri á 300 manna þingi ASÍ yrði hún fyrsta konan í aldarsögu hreyfingarinnar til að gera það, þótt hún segi að það yrði ekki grundvöllur fyrir hana til að bjóða sig fram. Hún segir hins vegar eðlilegt að breytingar eigi sér stað innan hreyfingarinnar.Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust.„Það var kannski kominn tími til að það yrðu breytingar í hreyfingunni. Að þessi lýðræðisbylgja sem hefur verið í öllu samfélaginu næði inn fyrir verkalýðshreyfinguna. Ég er fegin að hún gerði það því ef hún hefði ekki náð inn hefði verkalýðshreyfingin ekki verið sérlega lifandi afl,” segir Drífa. Það verði alltaf óróleiki að einhverju marki í verkalýðshreyfingunni enda sé það lífsmark að svo sé. Alþýðusambandið verði engu að síður að ná vopnum sínum og verkalýðshreyfingin að vera samtaka í kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Annars væri hreyfingin ekki að sinna hagsmunum vinnandi fólks í landinu. „Það er hið stóra verkefni sem liggur fyrir í haust. En það verkefni verður ekki útkljáð fyrr en á þingi Alþýðusambandsins í október. Þannig að við verðum að þola einhver yfirgangstíma núna og óróleika,” segir Drífa. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að deilurnar að undanförnu hafi snúist allt of mikið um persónur og leikendur en ekki málefni. „Hver er forseti ASÍ hverju sinni er ekki aðalmálið. Aðalmálið er hvaða ákvarðanir eru lýðræðislega teknar í hreyfingunni,” segir Drífa Snædal.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00
Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03