Tólfan gaf strákunum armböndin: „Þið hafið látið okkar villtustu drauma rætast“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. júní 2018 12:00 Rúrik hefur aukið sölu armbandanna og einnig vinsældir Krafts á samfélagsmiðlum. Aðsent - Skjáskot/Instagram Mörg hundruð Lífið er núna armbanda hafa selst til styrktar Krafti síðustu daga og Kraftur hefur einnig fengið fjölda fyrirspurna um samtökin og armböndin. Ástæðan er sú að landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason sýndi sitt armband í Instastory í vikunni og vakti athygli á stuðningsfélaginu Krafti. Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts segir ótrúlegt að sjá mátt samfélagsmiðlana með þessum hætti. „Það eru ótrúlega margar pantanir búnar að koma inn, við höfum eiginlega ekki undan,“ segir Hulda og hlær. „Ég hefði ekki getað trúað því hvað þetta gæti breyst á stuttum tíma. Armböndin seldust alveg vel en þetta hefur áhrif, það segir sig alveg sjálft.“Rúrik vakti athygli á þessu flotta málefni á Instagram og skilaði það frábærum árangri.Skjáskot/InstagramRúrik var með 40 þúsund fylgjendur á Instagram fyrir HM en nú eru þeir meira en 700 þúsund svo ljóst er að margir sáu það sem hann setti inn um armböndin. Hulda segir að hún hafi meðal annars svarað fyrirspurnum frá fólki á Spáni og í Suður-Ameríku en Kraftur sendir armböndin hvert sem er. Mikið hefur verið fjallað um vinsældir Rúriks á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Argentínu og með því að vekja athygli á málefni sem þessu er hann svo sannarlega að nýta það til góðs.Orðið töff að vera með armböndin „Síðan fór ég í Jóa útherja til að fara með armbönd og þá sögðu þeir mér að eftir að Rúrik setti þetta inn þá eru gaurar farnir að kaupa armböndin. Það er greinilega orðið töff að vera með þessi armbönd.“ Vinsældir Krafts á samfélagsmiðlum hafa líka aukist síðan á þriðjudag. Kraftur er núna með 1743 fylgjendur á Instagram þegar þetta er skrifað svo Rúrik hefur meira en tvöfaldað fylgjendafjölda félagsins í vikunni. En það er ekki bara Rúrik sem hefur vakið athygli á armböndunum. Fjöldi leikmanna hefur sést með armböndin í Rússlandi. „Aron Einar fyrirliði var í viðtali um síðasta leik og sagði eitthvað um að maður verði bara að einbeita sér að næsta leik og njóta stundarinnar. „Er lífið ekki núna?“ spurði hann og er þá með armbandið á höndinni.“Tólfan fylgdi strákunum auðvitað til Rússlands.visir/vilhelmHeiður að vera tólfti maðurinn Hulda segir að það hafi verið Tólfan sem gaf leikmönnum landsliðsins armböndin í Rússlandi. Gjöfin kom í poka með fallegri kveðju frá Tólfunni en gjöfin var stílað á íslensku víkingana á HM. „Þið eruð okkar hetjur og þið hafið látið okkar villtustu drauma rætast. Það hefur verið heiður að fá að vera ykkar tólfti maður í gegnum árin og okkur langar að gefa ykkur þessi Kraftaverk til áminningar um að gleyma því ekki að njóta augnabliksins því Lífið er núna!!! Takk fyrir allt. Áfram Ísland.“ Rúrik og fleiri höfðu þó nú þegar keypt sér armbönd af Krafti fyrir brottför og er Hulda ótrúlega þakklát fyrir þennan stuðning. Hún segir að Rúrik hafi persónulega tengingu við málefnið vegna vinar síns, Bjarka Más Sigvaldasonar, sem barist hefur við krabbamein í mörg ár. „Þeir eru æskuvinir og hann hefur verið að fylgja vini sínum í gegnum þessa baráttu. Þetta er málefni sem er honum hugleikið.“ Hulda segir að Rúrik hafi auglýst armböndin og Kraft að eigin frumkvæði og brá henni mikið þegar skilaboðin og pantanirnar fóru að hrúgast inn.Tólfan skrifaði fallega kveðju til strákanna fyrir leikinn gegn Argentínu.AðsentGaman að sjá strákana með armböndin Mikið af viðburðum hafa verið í kringum gerð armbandanna og keppast íþróttafélögin hér á landi um bikar fyrir að perla flest armbönd. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt verkefni og það er gaman að strákarnir sem eru að spila fyrir Íslands hönd séu að bera armböndin okkar. Þetta er bara alveg geðveikt. Ég hef alveg orðið vör við mátt samfélagsmiðla en ég hefði ekki getað trúað þessu. Yfir 10.000 einstaklingar hafa farið inn á Instagrammið okkar síðustu daga og yfir 6.000 heimsóknir hafa komið á heimasíðuna okkar. Ég hef aldrei áður fengið svona sterka tilfinningu fyrir því hvað samfélagsmiðlar geta haft mikil áhrif.“ Enn er verið að perla fleiri armbönd til að anna þessari auknu eftirspurn. Armböndin eru aðeins til í takmörkuðu upplagi og voru aðeins keyptar perlur í 15.000 armbönd en þau eru seld í vefverslun Krafts og send heim að dyrum. „Við erum að selja þau niðri í Krabbameinsfélagi en síðan eru líka Jói útherji, Útilíf og Errea að selja þau fyrir okkur. Síðan verðum við niðri í Hljómskálagarði á föstudaginn á HM-torginu að selja armböndin. Hér að neðan má sjá nokkra leikmenn og þjálfara á æfingu með armböndin sín en það var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis sem tók þessar myndir í fyrradag.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Rúrik tryllir stelpurnar í Suður-Ameríku Þú ert kynþokkafullur sem ég elska þig Rurik giftist mér, segir ein með hjálp Google Translate. 18. júní 2018 11:30 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Lögreglumaðurinn sem gerðist sakamaður Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Lögreglumaðurinn sem gerðist sakamaður Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
Mörg hundruð Lífið er núna armbanda hafa selst til styrktar Krafti síðustu daga og Kraftur hefur einnig fengið fjölda fyrirspurna um samtökin og armböndin. Ástæðan er sú að landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason sýndi sitt armband í Instastory í vikunni og vakti athygli á stuðningsfélaginu Krafti. Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts segir ótrúlegt að sjá mátt samfélagsmiðlana með þessum hætti. „Það eru ótrúlega margar pantanir búnar að koma inn, við höfum eiginlega ekki undan,“ segir Hulda og hlær. „Ég hefði ekki getað trúað því hvað þetta gæti breyst á stuttum tíma. Armböndin seldust alveg vel en þetta hefur áhrif, það segir sig alveg sjálft.“Rúrik vakti athygli á þessu flotta málefni á Instagram og skilaði það frábærum árangri.Skjáskot/InstagramRúrik var með 40 þúsund fylgjendur á Instagram fyrir HM en nú eru þeir meira en 700 þúsund svo ljóst er að margir sáu það sem hann setti inn um armböndin. Hulda segir að hún hafi meðal annars svarað fyrirspurnum frá fólki á Spáni og í Suður-Ameríku en Kraftur sendir armböndin hvert sem er. Mikið hefur verið fjallað um vinsældir Rúriks á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Argentínu og með því að vekja athygli á málefni sem þessu er hann svo sannarlega að nýta það til góðs.Orðið töff að vera með armböndin „Síðan fór ég í Jóa útherja til að fara með armbönd og þá sögðu þeir mér að eftir að Rúrik setti þetta inn þá eru gaurar farnir að kaupa armböndin. Það er greinilega orðið töff að vera með þessi armbönd.“ Vinsældir Krafts á samfélagsmiðlum hafa líka aukist síðan á þriðjudag. Kraftur er núna með 1743 fylgjendur á Instagram þegar þetta er skrifað svo Rúrik hefur meira en tvöfaldað fylgjendafjölda félagsins í vikunni. En það er ekki bara Rúrik sem hefur vakið athygli á armböndunum. Fjöldi leikmanna hefur sést með armböndin í Rússlandi. „Aron Einar fyrirliði var í viðtali um síðasta leik og sagði eitthvað um að maður verði bara að einbeita sér að næsta leik og njóta stundarinnar. „Er lífið ekki núna?“ spurði hann og er þá með armbandið á höndinni.“Tólfan fylgdi strákunum auðvitað til Rússlands.visir/vilhelmHeiður að vera tólfti maðurinn Hulda segir að það hafi verið Tólfan sem gaf leikmönnum landsliðsins armböndin í Rússlandi. Gjöfin kom í poka með fallegri kveðju frá Tólfunni en gjöfin var stílað á íslensku víkingana á HM. „Þið eruð okkar hetjur og þið hafið látið okkar villtustu drauma rætast. Það hefur verið heiður að fá að vera ykkar tólfti maður í gegnum árin og okkur langar að gefa ykkur þessi Kraftaverk til áminningar um að gleyma því ekki að njóta augnabliksins því Lífið er núna!!! Takk fyrir allt. Áfram Ísland.“ Rúrik og fleiri höfðu þó nú þegar keypt sér armbönd af Krafti fyrir brottför og er Hulda ótrúlega þakklát fyrir þennan stuðning. Hún segir að Rúrik hafi persónulega tengingu við málefnið vegna vinar síns, Bjarka Más Sigvaldasonar, sem barist hefur við krabbamein í mörg ár. „Þeir eru æskuvinir og hann hefur verið að fylgja vini sínum í gegnum þessa baráttu. Þetta er málefni sem er honum hugleikið.“ Hulda segir að Rúrik hafi auglýst armböndin og Kraft að eigin frumkvæði og brá henni mikið þegar skilaboðin og pantanirnar fóru að hrúgast inn.Tólfan skrifaði fallega kveðju til strákanna fyrir leikinn gegn Argentínu.AðsentGaman að sjá strákana með armböndin Mikið af viðburðum hafa verið í kringum gerð armbandanna og keppast íþróttafélögin hér á landi um bikar fyrir að perla flest armbönd. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt verkefni og það er gaman að strákarnir sem eru að spila fyrir Íslands hönd séu að bera armböndin okkar. Þetta er bara alveg geðveikt. Ég hef alveg orðið vör við mátt samfélagsmiðla en ég hefði ekki getað trúað þessu. Yfir 10.000 einstaklingar hafa farið inn á Instagrammið okkar síðustu daga og yfir 6.000 heimsóknir hafa komið á heimasíðuna okkar. Ég hef aldrei áður fengið svona sterka tilfinningu fyrir því hvað samfélagsmiðlar geta haft mikil áhrif.“ Enn er verið að perla fleiri armbönd til að anna þessari auknu eftirspurn. Armböndin eru aðeins til í takmörkuðu upplagi og voru aðeins keyptar perlur í 15.000 armbönd en þau eru seld í vefverslun Krafts og send heim að dyrum. „Við erum að selja þau niðri í Krabbameinsfélagi en síðan eru líka Jói útherji, Útilíf og Errea að selja þau fyrir okkur. Síðan verðum við niðri í Hljómskálagarði á föstudaginn á HM-torginu að selja armböndin. Hér að neðan má sjá nokkra leikmenn og þjálfara á æfingu með armböndin sín en það var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis sem tók þessar myndir í fyrradag.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Rúrik tryllir stelpurnar í Suður-Ameríku Þú ert kynþokkafullur sem ég elska þig Rurik giftist mér, segir ein með hjálp Google Translate. 18. júní 2018 11:30 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Lögreglumaðurinn sem gerðist sakamaður Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Lögreglumaðurinn sem gerðist sakamaður Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06
Rúrik tryllir stelpurnar í Suður-Ameríku Þú ert kynþokkafullur sem ég elska þig Rurik giftist mér, segir ein með hjálp Google Translate. 18. júní 2018 11:30