Sum lið setja leikmenn í kynlífsbann á meðan á HM stendur, tekið mjög alvarlega, á meðan aðrir þjálfarar stressa sig lítið.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því á blaðamannafundi í Volgograd í dag hvort leikmenn liðsins væru í kynlífsbanni.
„Allavega eins og er,“ sagði Aron og uppskar hlátur í sal. Heimir og Aron Einar brostu út að eyrum, greinilega eitthvað sem þeir höfðu ekki átt von á að vera spurðir að á blaðamannafundinum.
„Allavega á meðan konurnar eru ekki komnar,“ bætti Heimir við.
Greinilegt var á Aroni, sem brosti vel að umræðuefninu, að kynlíf hafði ekki verið ofarlega í huga hans hér í Rússlandi.
„En nei, þeir eru ekki í kynlífsbanni,“ sagði Heimir.
Leikmenn fá tvær klukkustundir í dag með sínum nánustu en svo verður fullur fókus á leikinn á morgun.
Smá kynlífsumræða og allir fara hjá sér. pic.twitter.com/e6TMM3AWuP
— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 21, 2018