Ítölsku félögin Internazionale og Roma hafa náð samkomulagi um vistaskipti belgíska miðjumannsins Radja Nainggolan.
Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum greiðir Inter um 25 milljónir evra auk þess sem Davide Santon og Nicolo Zaniolo fara í skiptum til Roma.
Nainggolan er nú í þann mund að ganga frá samningum við Inter en þessi þrítugi miðjumaður hefur ekki farið leynt með að hann er mjög áhugasamur um að ganga til liðs við Inter þar sem Luciano Spalletti er við stjórnvölin en þeir náðu vel saman þegar Spalletti stýrði Roma 2016-2017.
Rómverjar vilja klára málið hið fyrsta þar sem þeir ætla að nota peninginn til að kaupa argentínska miðjumanninn Javier Pastore frá PSG.
Inter að ganga frá kaupum á Nainggolan

Tengdar fréttir

Nainggolan hættir með landsliði Belga eftir að vera utan HM-hóps
„Það er með miklum trega sem ég ákveð að ferill minn með landsliðinu hefur tekið enda,“