Fótbolti

Leikmenn Nígeríu rífast við stuðningsmenn á samfélagsmiðlum

Henry Birgir Gunnarsson í Volgograd skrifar
Það er hiti í Nígeríumönnunum.
Það er hiti í Nígeríumönnunum. vísir/getty
Það er lítil gleði hjá forkólfum knattspyrnusambands Nígeríu með að leikmenn séu að rífast við stuðningsmenn á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum.

Nígeríumenn eru með bakið upp við vegginn í leiknum gegn Íslendingum þar sem þeir töpuðu 2-0 fyrir Króatíu í fyrsta leik.

Svekktir stuðningsmenn nígeríska liðsins létu leikmenn heyra það á samfélagsmiðlum og einhverjir leikmanna liðsins svöruðu fyrir sig og enduðu í rifrildi við stuðningsmennina.

Varaformaður nígeríska knattspyrnusambandsins sagði það vera fáranlegt að leikmenn væru að rífast við stuðningsmenn á samfélagsmiðlum. Hann bætti við að búið væri að taka á málinu innan liðsins og það komið af borðinu.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×