Dönsku landsliðsmennirnir söfnuðu saman fyrir einkaflugvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2018 10:00 Jonas Knudsen, nýjasti pabbinn í danska landsliðinu, fékk flotta feðragjöf frá liðsfélögum sínum. Vísir/Getty Danir spila í dag annan leikinn sinn á HM í Rússlandi en þeir unnu 1-0 sigur á Perú í fyrsta leik og eru því í fínum málum í sínum riðli. Það hefur samt mikið gengið á í herbúðum Dana frá leiknum á móti Perú um síðustu helgi. Nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins benda til að það sé mikil samheldni innan hópsins. Jonas Knudsen, einn leikmaður danska landsliðsins, varð pabbi eftir að hann flaug til Rússlands með danska landsliðinu. Kona hans, hin 25 ára gamla Trine, átti barnið mörgum vikum fyrir tímann. Jonas hafði því aldrei hitt dóttur sína og liðsfélagar hans í danska landsliðinu tóku sig saman og lögðu í púkk. Þeir söfnuðu á endanum fyrir einkaflugvél fyrir Jonas Knudsen þannig að hann gat flogið til Danmerkur á milli leikja og hitt dótturina og eiginkonuna. „Við vildum líka horfa á mannlegu hliðina,“ sagði markvörðurinn Kasper Schmeichel í viðtali við BBC. „Það er fullt af pöbbum í liðinu. Við verðum að passa okkur á því að gleyma því ekki að við erum manneskjur líka ekki bara fótboltamenn,“ sagði Schmeichel. „Við vildum gera allt sem við gátum þannig að hann gæti farið og hitt dóttur sína. Ég, sem faðir, geta varla ímyndað mér hversu erfitt það var fyrir hann að fá þessi skilaboð og vera hvergi nærri,“ sagði Schmeichel ennfremur. Jonas Knudsen spilar með Ipswich í Englandi en hann er vinstri bakvörður. Hann var kominn aftur til móts við danska liðið strax á mánudaginn en leikurinn við Perú var á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Sjá meira
Danir spila í dag annan leikinn sinn á HM í Rússlandi en þeir unnu 1-0 sigur á Perú í fyrsta leik og eru því í fínum málum í sínum riðli. Það hefur samt mikið gengið á í herbúðum Dana frá leiknum á móti Perú um síðustu helgi. Nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins benda til að það sé mikil samheldni innan hópsins. Jonas Knudsen, einn leikmaður danska landsliðsins, varð pabbi eftir að hann flaug til Rússlands með danska landsliðinu. Kona hans, hin 25 ára gamla Trine, átti barnið mörgum vikum fyrir tímann. Jonas hafði því aldrei hitt dóttur sína og liðsfélagar hans í danska landsliðinu tóku sig saman og lögðu í púkk. Þeir söfnuðu á endanum fyrir einkaflugvél fyrir Jonas Knudsen þannig að hann gat flogið til Danmerkur á milli leikja og hitt dótturina og eiginkonuna. „Við vildum líka horfa á mannlegu hliðina,“ sagði markvörðurinn Kasper Schmeichel í viðtali við BBC. „Það er fullt af pöbbum í liðinu. Við verðum að passa okkur á því að gleyma því ekki að við erum manneskjur líka ekki bara fótboltamenn,“ sagði Schmeichel. „Við vildum gera allt sem við gátum þannig að hann gæti farið og hitt dóttur sína. Ég, sem faðir, geta varla ímyndað mér hversu erfitt það var fyrir hann að fá þessi skilaboð og vera hvergi nærri,“ sagði Schmeichel ennfremur. Jonas Knudsen spilar með Ipswich í Englandi en hann er vinstri bakvörður. Hann var kominn aftur til móts við danska liðið strax á mánudaginn en leikurinn við Perú var á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Sjá meira